Ráðunautafundur - 11.02.1978, Síða 35
27
Ár Fjölskyldutekjur %
af brúttótekjum.
1967 26,4
1968 29,6
1969 27,8
1970 29,3
1971 34,7
1972 43,0
1973 38,0
1974 39,4
1975 34,3
1976 30,2
Fyrstu 4 árin, sem þessar tölur ná til.voru illæri vegna ísa
og eldgoss 1970. Eftir það hefur árferSi verið gott nema hvað hey-
skapartið var erfið á Suður og Vesturlandi 1975 og 1976. Á árunum
1967-1970 ná fjölskyldutekjur ekki 29% af brúttótekjum búsins til jafn-
aðar, en komast uppi 43% árið 1972, sem er viðunandi. Árin 1973 og
1974 er hlutfallið líka allgott, en fer svo hrað lækkandi niður í 30, 2%
1976.
NÚ er breytileikinn mikill á þessu hlutfalli frá búi til bús og
sumir bændur fá ekkert fyrir vinnu sma og fjölskyldu sinnar, allar
tekjur fara í tilkostnað. Þetta er mest aðkallandi vandamál landbúnaðar-
ins í dag, sem snýr að leiðbeiningaþjónustunni, þ. e. BÚnaðarfélagi
fslands og búnaðarsamböndunum. Höfuðeinkenni leiðbeiningarþjónustu
landbúnaðarins á undanförnum árum og áratugum hafa verið, að fá
bændur til að auka og bæta rækt^in lands, nota áburð á sem hagkvæm-
astan hátt, kynbæta búféð og fóðra það til sem mestra afurða og sibast
en ekki sízt að hvetja til aukins tæknibúnaðar x búskapnum, bæði til að
auka afköstin og létta störfin. Leiðbeiningarnar hafa að sjálfsögðu ver-
ið byggðar á tilraunaniðurstöðum og reynslu bænda og ráðunautanna
sjálfra. Veikasti hlekkurinn í leiðbeiningaþjónustunni var og er ef til
vill enr^að of lÆill gaumur er gefinn að hagkvæmni búrekstursins 1
heild, þótt íhverri búgrein hafi verið leiðbeint með fyllstu hagsýni
fyrir augum. Starfsemi BÚreikningastofunnar síbustu 10 árin hefur
auðveldað mjög allt leiðbeiningastarf um hagfræðileg atriði í búskap.