Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 53
45
Bústærð og fjðlskyldutekjur á kúabúunum 1976.
Súlurit 2 sýnir niðurstöður úr búreikningum 1976.
Kúabúin eru flokkuð eftir f;jö.lda árskúa og sauðfé er umreiknað
í árskýr eftir þeirri reglu að 16 kindur jafngildi 1 árskú.
Samkvæmt búreikningum 1976 var meðalframlegð 95.941 kr.á árs-
kú en 6.123 kr. á vetrarfóðraða kind, 95.941 : 6.123 = 15,7
eða 16 kindur. Geldneyti eru ekki reiknuð í þessari bústærö
og heldur ekki aðrar búgreinar, sem eru ekki veigamiklar í
flesturm tilfellum. Ekki má l£ta á þessa reglu, sem framtíðar-
reglu heldur er hún aðeins notuð í þessu tilfelli.
Bústærðin 25-30 árskýr kemur í þessari úrvinnslu bezt
út. Fjöldi býla í stærðarflokkum yfir 40 árskýr, er ef til
vill ekki það mikill að það sé fordæming á þeirri bústærð.
Með vaxandi stærð kúabúanna virðist koma fram að
fjölskyldutekjurvaxi ekki, vegna þess að aukinn fjármagns-
kostnaður og eða aukin vinnulaun hirði tekjurnar af aukinni
framleiðslu. Mismunur í tekjum þeirra er stærst hafa búin
er nokkuð mikill.
Bústærð -er háð þeirri tækni og því vinnuafli, sem til
staðar er, eða verður. Vinnuálag á fölskyldu með bú á bilinu
30-40 árskýr er nokkuð mikið, en þó virðist ekki vera mögulegt
að lifa af minna kúabúi en 25 árskúm, nema að þeir bændur
hafi mjög háa framlegð á árskú og skuldi lítið. Ungir bændur,
sem nú leggja út í uppbyggingu á kúabúi af stærðargráðunni
36 bása fjós og geldneyti, virðast eiga í miklum erfiðleikum
með að koma sínum byggingum upp. Áður en uppbyggingu er lokið
eru dæmi þess að sumir verða að selja vélar og búpening og
leita að vel launaðri atvinnu, til þess að grynka á lausa-
skuldum. I erindi á sxðustu ráðunauta ráðstefnu, var þessu
gerð nokkur skil. Nokkuð er það ljóst að kúabændur geta
vænst þess að hafa góðar tekjur eftir 7-8 ár frá byrjun
uppbyggingar, svo framalega sem þeir lenda ekki illa út úr
byggingarframkvæmdum. Vaxtagreiðslur eru það miklar af
lausaskuldum nú til dags að auð.velt er fyrir bændur að lenda
í' greiðsluerfiðleikum, þegar allar eignir eru síðan veðsettar,