Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 61
53
Opinberar aðgerðir til lækkunar á framleiðslukostnaði.
Þeir lagabálkar, sem snerta landbúnað og einkum miða
að því að lækka framleiðslukostnað eru jarðræktar- og
búfjárræktarlög. Framlög til jarðrasktar, hlöðubygginga,
súgþurrkunarkerfa, grænfóðurræktar og búfjáráburðar-
geymslna o.fl. miða að því að lækka framleiðslukostnað
á heyi eða með öðrum orðum stuðla að því að íslenzkir
bændur séu sem mest sjálfum sér nógir við öflun fóðurs.
Lög um Stofnlánadeild landbúnaðarins miða einnig
að því að lækka framleiðslukostnað með því að gera bændum
kleift að endurnýja og stækka útihús með því að veita
hagstæð lán.
Hér á landi hefur ekki verið tekin upp sú stefna
að greiða niður rekstrarvörur eins og áburð, sáðvörur,
vexti eða önnur aðföng, en þó eru til undantekningar
eins og endurgreiðsla á hlut af þungaskatti bifreiða,
og í tvö ár var áburður greiddur niður.
Önnur áhrif hins opinbera eru víðtæk, sem óbeint
stuðía að lækkun framleiðslukostnaðar og má þar helzt
nefna, leiðbeiningaþjónustu, rannsóknir, búnaðarskóla
o.s.frv.
Niðurlag
Undangengin ár hafa á margan hátt einkennst af
tæknivæðingu landbúnaðarins. Fjöldi þess fólks , er hefur
aðalframfæri sitt af landbúnaði fækkar stöðugt og aðeins
um 6% framtalsskyldra einstaklinga hafa meiri hluta tekna
sinna frá landbúnaði.
Margir hafa dregið £ efa kosti þess fyrir þjóðfél-
agið að bændum fækki jafn ört á næstu árum. Það þýðir að
stækkun búanna og sérhæfing verði ekki eins mikil og sxð-
ustu ár. Sérhæfing í mjólkurframleiðslu og stækkun
hefur verið töluverð síðustu árin og gætt hefur samdráttar
x afurðamagni eftir árskú meðal annars af þeim sökum.
Margir bændur hafa verið stórtækir í stækkun og standa
•nú uppi með þungan skuldabagga.