Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 69
61
rAÐUNAUTAFUNDUR 1978
RÆKTUN KARTAFLNA
öli Valur Hansson
Búnaðarfélagi Islands
Inngangsorð
Af matjurtum hafa kartöflur ætíð verið drýgstar £ fæðu-
öflun sökum mikilvægi þeirra í daglegri neyslu. Aö eðli er
kartaflan frekar nægjusöm og aðlögunarhæfni hennar er ótrúleg.
En það sannar best hin umfangsmikla ræktunarútbreiðsla hennar.
Kartaflan er ættuð frá stöðum, þar sem ekki einungis sumar- .
hitinn er allverulega hærri og vaxtartíminn lengri en hér
gerist, heldur eru þar flest önnur vaxtarskilyrði mun hagstæð-
ari.
Löng ræktunarreynsla hérlendis, sýnir þá einnig, að
kartöfluræktun er ekki fyllilega örugg sem atvinnugrein.
Það sem gerir ræktunina ótrygga og veldur oftar en annað upp-
skerubresti, er viðkvæmni kartöflugrasa fyrir næturfrostum og
miklum hvassviðrum. Þótt hin ýmsu afbrigði séu nokkuð mis-
þolin gagnvart frosti, en sú hætta er mest síðla sumars, verða
oftast miklar skemmdir á grösum þeirra, þótt ekki frjósi nema
t 1-2 °C.
Sakir nefndra annmarka er hér sjaldgæft að kartöfluupp-
skeran nái því aö fullnægja árlegri neysluþörf landsmanna,
sem er samt töluvert lægri en annars staðar í N-Evrópu.
I einstaka góðárum getur þó uppskeran orðið mjög mikil.
Samt heyrir það til algjörra undantekninga að hún endist allt
árið.
Eftirfarandi yfirlit gefur til kynna skráða uppskeru
innlendra matarkartaflna sem borist hefur til sölu á árunum
1968-1975. Einnig kemur fram hversu mikið hefur þurft að
kaupa erlendis frá á sama tímabili, til þess að fullnægja
ársneyslunni (tölur í tunnum).