Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 72
64
garðlönd eru mjög sendin, en eru þó ekki með öllu óþekkt á
öðrum svæðum, þótt algengari muni þar veðurbarningur grasa.
Kostnaður ræktunarinnar
Kartöflurækt er frekar vinnufrek búgrein, sem auk þess
krefst verulegrar fjármögnunar ef hana á að stunda að ráði.
Þanngi kemur kostnaður í nauðsynlegum tækjabúnaði og vólum
skjótlega upp í 4 milljónir króna hjá þeim sem er að byrja og
skortir alla hluti eða eins og að neðan greinir miðað við
verðlag 1977:
Dráttarvél
Niðursetningarvél hálfsjálfvirk
Upptökuvél
(Öðunardæla
Einföld flokk.vél
Vagn
(Hugsanl. herfi, plógur
Samtals 3.8-4.2 millj.kr.
1.500.000 kr
300.000 kr
1.5Ó0.000 kr
118.000 kr)
120.000 kr
400.000 kr
290.000 kr)
Helstu rekstrarvörur eru og dýrar. Stofnútsæði kost-
aði t.d. kr. 140 pr. kg vorið 1977 eða kr. 280.000 í 1 ha
miðað við 2000 kg notkun, enda er útsæðiskostnaður einn hæsti
liðurinn, og liggur víða á bilinu 20-30% af heildarkostnaði.
Áburðarkostnaður nemur einnig töluverðu. Er algengt að hann
sé á bilinu 80-90 þús. kr/ha miðað við verðlag 1977.
Af þessu má vera augljóst, að á móti þarf að koma góð
eftirtekja til þess að ræktunin geti staðið undir þeim kostn-
aði sem henni fylgir.
Hvatning til aukinnar kartöfluræktar hlýtur því óhjá-
kvæmilega að vekja upp ýmsar spurningar þegar á fyrsta stigi
um líkurnar fyrir þeim afrakstri sem búgreinin gæti væntan-
lega skilað, ef skilyrði virtust hagkvæm á viðkomandi svæði,
og innir eftir svörum við þeim.