Ráðunautafundur - 11.02.1978, Side 83
75
3. Stönfiulsyki (Pectobacterium carotovorum var. atro-
septicum) er einn algengasti kartöflusjúkdómur hér á
landi. Smit er mjög útbreitt, en það er hins vegar
algjörlega háð veðurfarsþáttum, hvort smit leiðir til
sýkingar eða ei. Hægt er að halda smiti niðri, ef
vandáð er til útsæðisræktunar. Þarf að fjarlægja
sjúkar plöntur, og það sem undir þeim er, strax og ein-
kenni koma fram.
4. Blöðrukláði (Oospora pustulans) er sveppasjúkdómur, sem
eyðileggur augu og spírur og rýrir gildi útsæðis.
Farið er að bera á þessum sjúkdómi í útsæðisrækt hér á .
landi.
5. Phoma-þurrrotnun (Phoma exigua var. foveata) er geymslu-
sjúkdómur, sem í seinni tíð hefur gert mikinn usla og
er einn alvarlegasti sjúkdómur í nyrsta hluta Evrópu í
augnablikinu. Mestan skaða hefur hann gert sunnanlands,
en er nú einnig að finna fyrir norðan. Smit berst með
útsæðinu og mikilvægt er að draga sem mest úr þessum sjúk-
dómi.
6. Kartöflumygla (Phytophthora infestans) hefur ekki gert
skaða hér lengi, en ekki má gleyma þeim usla, sem hún
gerði hér síðast á 19. öld og fyrsta hluta þessarar
aldar. Ekki er útilokað, að með skynsamlegri til-
högun útsæðisræktar megi hindra slíka faraldra í fram-
tíðinni.
Loks við ég nefna tvo sjúkdóma, sem að því er best er
vitað, hafa ekki tekið bólfestu hér á landi ennþá. Bið
ég menn um að tilkynna tafarlaust til Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, ef þeir verða varir við þessa sjúkdóma.