Ráðunautafundur - 11.02.1978, Side 84
76
7. Gerlahringir (Corynebacterium sepedonicum) er bakteríu-
sjúkdómur, sem meðal annars finnst í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Einkenni: Leiðsluvefur kartöflunnar verður
dökkur, svo dökkur hringur s.ést utarlega, þegar kart-
aflan er skorin í sundur. Ef kartaflan er kreist
koma slímdropar út úr hringnum. Bakterían lifir ekki
í jarðveginum svo útsæðissmit skiptir hér öllu máli.
Ekki er ólíklegt, að þessi hættulegi sjúkdómur sé þegar
kominn til landsins, en varnir byggja eingöngu á ströngu
eftirliti með ræktun og sölu útsæðis. í Norður-Noregi
varð vart við sjúkdóminn í Gullauga 1964 og var þá
bannaður flutningur útsæðis frá N- til S-Noregs. 1971
var þessu banni aflétt gegn ráði plöntusjúkdómafræðinga
og árangurinn orðinn sá, að sjúkdómurinn er kominn í
öll héruð í Suður-Noregi.
8. Vörtupest (Synchytrium endobioticum) er fyrst og fremst
útbreidd í Evrópu. Einkennin eru æxiismyndun á hnýðum
og stöngli. Sjúkdómurinn ætti að þrífast vel við okkar
aðstæður og ber því að forðast, að hann berist til
landsins. Smitið lifir lengi í jarðveginum og berst
milli staða með útsæðinu.
Úg held, að menn geri sér yfirleitt ekki ljóst, hversu
mikla þýðingu útsæðið getur haft. Síðastliðið sumar var
gerð tilraun á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins með
tvenns konar útsæði. Ánnars vegar var fengið útsæði frá
tveimur bæjum á Norðurlandi og réynt að fá það besta, sem
völ var á (A og B). Hins vegar var fengið útsæði frá bæ
á Suðurlandi, og reynt að fá það lélegasta sem völ var á,
þ.e.a.s. sem £ minnst 5 ár hafði verið £ ræktun á Suður-
landi og sem mikið sjúkdómavandamál var £ (C). Það skal
skýrt tekið fram, að menn mega ekki l£ta á þessi útsæði
sem einkennandi fyrir norðlenskt og sunnlenskt útsæði, þar
sem hér er um jaðartilfelli að ræða. Allt útsæðið var
geymt við sömu aðstæður veturinn '76-77 og allt sjúkt
hreinsað frá fyrir niðursetningu. Niðurstaðan sést £ l.töflu.