Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 87
79
Ég tel þaö bráðnauösynlegt, að þegar í stað verði
ræktun og sala útsæöis tekin mjög föstum tökum. Það þarf
að gera framtíðarskipulag um útsæðisrækt, þar sem miða
skal að því, að fá fram uppskerumikla og heilbrigða stofna
af bestu afbrigðunum. Skal árlega framkvæma úrval í helstu
afbrigðum, með tilliti til uppskeru og heilbrigðis. Skal
skipulagið miða að því að hindra útbreiðslu hættulegra skað-
valda eins og kartöfluhnúðorms, gerlahringa og vörtupestar
og draga úr smiti algengra sjúkdóma eins og X-v£rus,
stöngulsýki, kláða og Phoma-þurrrotnunar. Skulu aðferðir
eins og vefjaræktun, stiklingafjölgun og sótthreinsun
teknar í notkun.
Menn hafa látið sig dreyma um, að hár væri hægt að rækta
útsæði til útflutnings. Án efa hefðu mörg lönd áhuga á
útsæði, sem væri laust við þá vírussjúkdóma, sem blaðlýs bera,
einkum Y-vírus og blaðvefjaveiki, en áhuginn mundi hverfa,
ef mikið væri um X-vírus, stöngulsýki og Phoma-þurrrotnun
í því. Ef vart yrði við gerlahringi eða vörtupest í út-
sæðisræktinni mundu flest lönd setja innflutningsbann á
xslenskar kartöflur þar til þessir sjúkdómar yrðu upprættir.
Sg tel því slíkar hugmyndir hreina draumóra, þar til við
nöfum komið lagi á okkar útsæðisrækt.