Ráðunautafundur - 11.02.1978, Síða 95
87
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1978
UPPTAKA Á KARTÖFLUM
ðlafur GuÖmundsson og Haukur Júlíusson,
Bútæknideild R.A.L.A., Hvanneyri.
Á undanförnum árum hefur bútæknideild Rannsóknastofnunar
landbúnaöarins framkvæmt nokkrar mælingar á notkun upptöku-
véla fyrir kartöflur. Tilraunir þessar hafa að mestu farið
fram í Þykkvabæ, Rang., þar sem garðar eru víðlendir og
jarðvegurinn víðast sandríkur. Á s.l. hausti voru geröar
nokkrar mælingar við notkun Faun 1600 í Eyjafirði, þar sem
garðlönd eru víða í halla og jarðvegur að mestu mold.
Tilraunirnar hafa fyrst og fremst verið framkvaamdar
hjá bændum, sem hafa langa reynslu í notkun upptökuvéla og
eiga niðurstöður tilraunanna því að gefa allgóða vísbendingu
um árangur af notkun vélanna, bæði er varðar afköst þeirra,
upptökugæði og áhrif á gæði uppskerunnar. Upptökuvélar þær,
er tilraunir þessar fjalla um, eru af gerðunum Faun 1600
(norsk) og Grimme (þýzk).
Afköst og vinnuþörf
Veigamikill þáttur í fyrrnefndum tilraunum voru vinnu-
rannsóknir á uppskeruvinnunni og út frá þeim ákvörðun á
afköstum vélanna og vinnumagn á uppskerueiningu.
Tafla 1 sýnir heildarniðurstöður vinnurannsókna þeirra,
sem gerðar voru 1975-77. Aðstæður voru breytilegar frá
einum stað til annars, bæði er varðar uppskerumagn, jarðveg,
kartöfluafbrigði, mannskap o.fl. Reiknað er meðaltal af
öllum mælingum (Faun 7 endurtekn., Grimme 8 endurtekn.)
fyrir hvora vél, en svigatölur sýna breytileika einstakra
þátta. Mannafli í heild við upptökuna var 5-6 á Faun 1600,
en 4-5 á Grimme.