Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 96
88
Tafla 1. Afköst við kartöfluupptöku.
F = Faun 1600 G = Grimme
Vél ökuhr. km/klst Uppskera Afköst tonn/ha netto Klst/ha brutto Vinna nettó Mklst/tonn brúttó
F 1,5 (1,2-1,6) 16,0 10,7 (12,2-23.,8)0,1-13,4) 15,3 3,5 (2,1-5,6) 5,0
G 2,4 (1,9-3,2) 16,4 6,2 (10,8-24,2)(4,6-7,4) 9,6 1,7 (1,0-2,4) 2,6
Deiling vinnutímans, þ.e. hvernig hann greinist í mism.
verkþætti, sést í töflu 2. Þar kemur fram, aö upptakan sjálf
(nettó) hefur tekiö 75-82 % af vinnutíma, en tómakstur við
enda, losun kartöflupoka af vél og minni háttar tafir er um
20 %. I töflu 1, dálkunum afköst og vinna brúttó, hefur verið
bætt 15 % álagi á heildarvinnuna vegna verkþátta, sem tengdir
eru upptökunni, svo sem ræsing vinnuvéla aö morgni, flutningur
fólks til og frá vinnustað o.fl.
Tafla 2. Vinnutími á verkþátt, %.
Upptaka Tómakstur á endum Losun Taf ir
Faun 1600 75,8 9,8 7,0 7,4
Grimme 81,7 7,2 10,4 0,7
I töflu 2 kemur fram, að tafir viö notkun Faun 1600 eru
verulegar, sem stafar aðallega af því, aö kartöflugras
safnast stundum fyrir í vélinni og tefur upptökuna.
Leifar
Tafla 3 sýnir magn af kartöflum, sem upptökuvélarnar
skilja eftir í garöinum. Er þaö háö ýmsum aðstæðum, en fyrst
og fremst stillingu, beltahraöa og ökuhraða vélanna.