Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 99
91
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1978
GARÐÁVAXTAGEYMSLUR
Magnús Sigsteinsson
Búnaöarfélagi Islands
I. Almenn atriði
Garðávaxtageymslur voru áður fyrr yfirleitt byggðar
sem jarðhús. Nægilega þykkt jarðlag yfir geymslunni gaf
góða einangrun og auðvelt var að halda háu rakastigi í
geymslunni. Stórar garðávaxtageymslur er nú hins vegar
öllu algengara að byggja ofanjarðar og fulleinangra þær.
Það hefur fyrst og fremst þann kost að hægt er að hafa
sjálfberandi þak á all breiðum húsum og losna við burðar-
súlur, sem nauðsynlegar eru undir steyptu þaki, sem mikill
jarðvegsþungi hvílir á.
Stærð garðávaxtageymslu ræðst af því magni, sem geyma
skal og hvernig því er komið fyrir, t.d. hvort varan er
geymd í bing, pokum eða kössum. Erlendis er algengt að
geyma grænmeti og oft einnig kartöflur í stórum, stöðluðum
kössum. Við hönnun geymslunnar er þá tekið mið af stærð
kassanna, þannig að rýmið nýtist vel. Vegghæðin ræðst
nokkuð af þeirri tækni, sem notuð er við innlátningu og
hversu hátt á að stafla ef um kassa er að ræða. Segja
má að 300 cm hæð veggja og dyraopa sé lágmark, ef notuð
er dráttarvél eða vörulyftari.
I tengslum við garðávaxtageymslur er æskilegt að
hafa sérstakt rými, rúmgott og bjart þar sem hægt er að
flokka vöruna og ganga frá henni á markað. Það veldur
auðvitað auknum kostnaði og verður því að vega og meta
það í hverju tilfelli hvort varan (t.d. kartöflur) er
flokkuð í geymslunni sjálfri, eða byggt sérstakt vinnu-
herbergi.
Stórar geymslur verður að staðsetja þannig að við þær
sé nægilegt athafnasvæði fyrir flutningabíl og fært að