Ráðunautafundur - 11.02.1978, Page 101
93
Uppgufunarhitinn á kælinum má helst ekki verða lægri en
4-5 °C við 0°C geymsluhita. Annars hrímar hann of ört og
„þurrkar" loftið í geymslunni.
Til þess að fá góða loftdreifingu er mikilvægt að
koma kælivélinni fyrir á réttum stað. Mynd 1 sýnir dæmi
um heppilega staðsetningu kælis og gerð loftstokka, sem
stuðla að góðri loftdreifingu og jöfnum hita. Vifturnar
eiga að blása loftinu í gegnum kælinn, ekki soga það í gegn.
III. Kartöflugeymslur
Kartöflur er hæfilegt að geyma við 3-5°C hita.
Loftrakinn þarf að vera 85-90%. Þessum skilyrðum er hægt
að ná með góðu loftræstikerfi í geymslunni.
Reynsla nágrannaþjóða okkar af geymslu kartaflna er
yfirleitt sú, að útilokað sé að geyma kartöflur án verulegs
gæðataps og rýrnunar fram á vor, nema hægt sé að stjórna
hita- og rakastigi í geymslunni með vélrænum búnaði.
Trúlega gildir það sama hérlendis, þótt því hafi lítill
gaumur verið gefinn.
Þegar kartöflurnar eru teknar í hús, er ráðlagt að
geyma þær í tvær vikur við um 15°C hita. Með þvf fæst
fljótari sáragræðsla og sterkara hýði, sem stuðlar að minni
útgufun sfðar. Ef sjúkdóma verður vart við upptöku eða
grunur liggur á frostskemmdum, er öruggast að þurrka
kartöflurnar og lækka hitann strax. Hitinn er lækkaður í
hæfilegt mark með því að soga inn kaldara loft að utan.
Eftir að réttum geymsluhita er náð, er samt af og til þörf
fyrir dálitla lofthreyfingu inni í geymslunni til þess að
fjarlægja hita, sem kartöflurnar mynda. Loftræstingu á
þó alltaf að halda í lágmarki til þess að örfa ekki útgufun
og halda háu rakastigi.
Mynd 2 sýnir algengustu gerð loftræstikerfis £ kartöflu-
geymslu. Loftstokkar eru felldir niður í gólf geymslunnar
og loftið er dregið inn um lúgur ofarlega á vegg eða í
þaki, niður í gegnum kartöflustæðuna og £ aðalstokkinn.
Viftunni má koma þannig fyrir £ aðalstokknum að hún nýtist
bæði við kælingu geymslunnar á haustin og við lofthringrás