Ráðunautafundur - 11.02.1979, Síða 66
58
RAÐUNAUTAFUNDUR 1979
Ahrif Alfta og gæsa A ræktab land
Tryggvi Gunnarsson og Sturla Friðriksson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Meðal þeirra vistfræðiviðfangsefna, sem rétt þótti að rannsaka í sam-
bandi við áhrif ræktunar voru nyt jar villtra dýra af ræktuðu landi.
Gæsir og álftir eru þeir fuglar'hérlendis, sem taldir eru hafa stórtæk-
ust afnot af graslendi, og vera má að áhrifa þeirra gæti í uppskeru af rækt-
uðu landi. Eins mætti ætla að víðtæk ræktun í heimahögum og á útjörð auki
verulega beitargróður í högum fyrir þessa fugla í sumarheimkynnum þeirra,
og valdi aukinni viðkomu meðal þeirra og vaxandi stofnstærð.
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á lifnaðarháttum grágæsar hér á landi
eða á þeim áhrifum, sem hún kann að hafa á íslenskan landbúnað. A árunum
1963 og 1964 ferðaðist breski fuglafræðingurinn Janet Kear um landið og
athugaði áhrif villtra fugla á graslendi og skrifaði um það skýrslu (J. Kear
1965). Þar lýsir hún því, hvernig grágæs sækir í ræktað land haust og vor.
Hún áætlar stofnstærð grágæsar hér á landi vera um 30-40.000 fugla og sýnir
helstu varpstaði grágæsar. Síðan hefur grágæsarannsóknum verið lítill gaum-
ur gefinn af landbúnaðarmönnum. Með fjárveitingu "þjóðargjafarinnar" fékkst
tækifæri til að endurskoða könnun á afnotum gæsa og álfta af ræktuðu landi og
reyna að meta þá uppskeru gróðurs, sem numin er brott með beit þeirra.
Rannsóknaraðferðir
Vorið 1975 voru hafnar athuganir á beit álfta á tún. Var haldin dag-
bók um fjölda og tíðni álfta á beit á ákveðnu túni að Neðri-Hálsi í Kjós og
reynt að mæla uppskerumun á gróðri á óvörðu landi, miðað við uppskeru af
túni, sem varið var fyrir ágangi álfta með búrum. Gæsir vöndu einnig komu
sína í þetta tún. Var gerð talning á gæsakomu þangað. Sumarið 1976 var
þessi athugun endurtekin, en þá hófst einnig víðtækari könnum á ásókn grá-
gæsa í ræktunarlönd. Svipuðum athugunum hefur verið haldið áfram um þriggja
ára skeið. Hefur verið farið um landið, einkum lágsveitir Arnes- og Rangár-
vallasýslu, Borgarfjörð og Mýrar, £ þeim tilgangi að skrá útbreiðslu álfta
og grágæsa, kanna viðhorf meðal bænda á tjóni af völdum fugla og koma ein-