Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 81

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 81
73 ákveðin tegand finnst. Tíðnin er mæld á þann hátt, að 25 smáreitir, 20x20 cm að stærð, eru afmarkaðir reglulega innan 2 hvers reits (4 m ). Þéttleiki háplantna er einnig athugaður, þ.e. fjöldi einstaklinga á flatareiningu. Dæmi um nióurstöður: Ássandur, Kelduhverfi, N-Þing. Ássandur var girtur 1942 og melgresi sáð. Sandfok er þar ekki lengur. Þar sem gróðurathuganirnar á Ássandi fóru fram er fremur um öldótta mela að ræða en sanda . Gróður er mjög strjáll og plönturnar smávaxnar og kyrkingslegar. Athuganir hafa verið gerðar á fimm stöðum í um 25 m. h.y.s., snið mæld út og merkt á þeim öllum árið 1974. Sumarið 1976 var svo gróður athugaður x þessum sömu sniðum að nýju með sömu aðferð og fyrr og einnig sumarið 1978. Öll sniðin eru á friðlandi innan girðingar. Tvö sniðanna eru á móts við Lyngás í 20 - 25 m.h.y.s., annað í sáningu frá 1960, en hitt á melunum skammt þar frá, þar sem hvorki hefur verið borið á né sáð í. Hin sniðin þrjú eru norður af Byrgi í um 25 - 30 m.h.y.s., tvö í misgömlum sáningum og hið þriðja á melunum þar austur undan . Sumarið 1976 skáru rákir með gróskumiklum gróðri gömlu sáningarnar frá 1960 hér og þar, þó ekki þar sem snið- in eru. Líklega hefur verið borið á þarna 1975. Mest áber- andi eru língresistegundir og túnvingull . Auk algengra teg- unda á svæðinu fundust 1976 í áburðarrákunum hálíngresi, hálmgresi, fjallafoxgras og baldursbrá sem sýnilega er slæð- ingur. Samanburður á sniði 1 1974 og 1976: Sömu 7 háplöntutegundirnar fundust í sniðinu bæði árin. Engin háplöntutegundanna reyndist hafa marktækan þéttleikamun í þessum tveim athugunum. Tegundafjöldinn er hinn sami. Heildarþekja gróðurs var um 1% 1974, en um 0.6% 1976. ' Samanburóur á sniði 2 1974 og 1976: Marktækur munur reyndist vera á þéttleika blásveifgrass og hundasúru, sem höfðu méiri þéttleika 1974. Tegundafjöldinn var hinn sami við báðar athuganir en sáni túnvingullinn virtist

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.