Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 90

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 90
82 Fóðurfraroleiósla og beit á Alaska lúpínu. Uppskera lúpínunnar er mikil og hún byrjar að vaxa langt á undan öðrum gróðri á vorin og stendur græn langt fram á haust. Þó er óvíst hve mikilli uppskeru væri hægt að við- halda ef hún væri nytjuð eitthvað að ráði. Sennilega á ekki mikið eftir að reyna á það, þar eð í lúpínunni virðast vera einhver efni, sem geta gert hana óheppilega til fóðurs, a.m.k. eintóma. III. Niðurstöður rannsókna. Fræöflun, spírunarhæfni og sáðmagn. Lúpínan ber svo til undantekninga- laust vel þroskað fræ á hverju ári. Venjulega er fræið orðið fullþroska í ágúst og stundum í júlílok. Best er að fræið sé látið fullþroskast í skálp- unum á þurrum og ekki of heitum stað áður en það er þreskt. Til eru nú á Rannsóknastofnun landbúnaðarins um 50 kg af lúpínufræi. Sé fræ lúpínunnar ekki sérstaklega meðhöndlað er það mjög hart og vatn á erfitt með að komast í gegnum fræhimnuna. Þetta veldur lélegri spírun að öllum jafnaði. Algengt er að spírun á ómeðhöndluðu fræi sé undir 10% á fyrsta ári, sem veldur því að fræmagn þarf að vera allmikið ef sáning á að vera viðunandi. Til að leysa þetta vandamál þarf að veikja fræhimnuna með einhverju móti til að vatn komist greiðar í gegnum hana. Fræi því, sem hefur verið notað í Rannsóknastofnuninni, var rennt í gegnum svokallaða burstavél, sem til er á Rala og notuð er til hreinsunar fræs. Hún var mjög einföld og samanstendur í grundvallaratriðum af vírnetstromlu og burstum á ás, sem snýst inni í tromlunni. Eftir þessameðferð jókst snírunarhæfni fræanna í yfir 90%. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve þétt þarf að sá. Það fer bæði eftir spírunarhæfni fræsins og afföllum á plöntum fyrsta veturinn. Einnig hve fljótt talið er æskilegt að fá samfellda breiðu af lúpínunni. 1 fljótu bragði þá virðist, að 10-15 kg/ha af fræi sé hæfilegt sáðmagn undir flestum kringumstæðum. Smitun. Lykillinn að velgengni lúpínunnar er fólginn í sambýli hennar við gerla, sém lifa á rótum hennar og framleiða köfnunarefni úr loftinu. Rætur lúpínunnar eru langar og sterklegar og ef að smitun hefur tekist vel má sjá á þeim hnúða af ýmsum stærðum, suma stærri en nögl á þumalfingri. Sumarið 1977 var sáð og plantað í smitunartilraunir á fimm stöðum í mismunandi hæð yfir sjávarmáli. Sáð var í mel á Keldnaholti og sand á Skóg- arsandi, Gunnarsholti og við Búrfell og Sigöldu.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.