Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 71

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 71
J tk oma niðurstöður : 1) Kort : Skráð landgræðslusvæði frá upphafi (1907) eru nú (1978) 104 í 14 sýslum landsins og í Vestmannaeyjum. Flestar girðingar eru í eftirtöldum sýslum: Vestur-Skaftafellssýslu (20), Suður-Þingeyjarsýslu (18), Norður-Þingeyjarsýslu (18), Rangárvallasýslu (18) og í Árnessýslu (16). Samanlögð lengd allra girðinganna 104, er 1150 km. Heildar flatarmál þeirra svæða, sem kortlögð hafa verið og mæld , er 220 .700 hektarar. (Eftir er að kortleggja og flatarmæla sex lítil svæði). Lang- stærstu svæðin eru: 1) norðan Þingvalla, girt 1976-77, 36 km 45000 ha., 2) Reykjanes, girt 1977 , 22 .3 km, 34350 ha. , 3) Landmannaafréttur, girt 1970, 39.4 km, 20500 ha. Nokkur önn- ur svæði eru mjög víðáttumiki1, svo sem Landeyjasandur , Með- allandssandur , og Gunnarsholts svæðið , en þorri svæðanna er nokkur hundruð hektarar, og fjöldi aðeins nokkrir tugir hekt- ar a . A.m.k. 27 svæði hafa nú verið afhent fyrri eigendum og eru sum jafnvel tún og slægjur í dag, eins og t.d. margar spildur í Skaftártungu. Meðal afhentra svæða eru að sjálf- sögðu einnig sandræktir, svo sem á Skógasandi og á Sólheima- sandi. Þegar talið er að tilætluðum árangri sé náð, gengur landið oft aftur til fyrri eigenda, hafi því verið afsalað, eða heimamenn taka landið á ný í sína vörslu. Gildir þetta um flest þau svæði sem talin eru uppgrædd í dag. í sambandi við úttektina var meiri áhersla lögð á þau svæði þar sem virk uppgræðslustarfsemi á sér stað í dag. Verulega háði það kortlagningu margra svæða, að ekki eru til loftmyndir aðrar en þær sem teknar voru 1959-60. Gefur auga leið að slíkt ástand torveldar mjög yfirsýn og mat á árangri , þar eð uppgræðslustarfsemin - einkum með flugvélum - hefst ekki í neinum mæli fyrr en eftir 1959, og fyrst verulega með tilkomu Douglas vélarinnar árið 1973. Á hinn bóginn mun án efa verða gagn af þessum gömlu loftmynd- um til samanburðar síðar meir, er nýjar loftmyndir koma. Með lista yfir landgræðslusvæðin (Viðauki 1) er skráð hvort fletta megi tilteknu svæði upp á korti eða á loftmynd.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.