Ráðunautafundur - 11.02.1979, Síða 79
71
afgirtra landgræðslusvæða. Gleggstu dæmin um það eru Þorláks-
höfn, Gunnarsholt, Vík, Meðalland, og Hólssandur . Er augljóst
að hin áratuga langa uppgræðslustarfsemi á þessum svæðum hef-
ur tryggt tilveru og framtíð nærliggjandi byggðar. En í dag
stendur hinn frábæri árangur er náðst hefur á þessum stöðum,
sem þögult minnismerki - í formi hins sjálfsagða hversdags-
leika. Er mjög hætt við að fáir aðrir en þeir sem muna tím-
ana tvenna, geri sér grein fyrir - eða kunni að meta - það
sem áunnist hefur á þessum stöðum. Mörg þessara verkefna,
sem unnið hefur verið að í áratugi og að mestu eru komin í
höfn, láta í raun lítið yfir sér og vilja gleymast í umræðum
um landgræðslustarfið . Miklu fremur hefur áburðardreifing
Landgræðslunnar á gróið land vakið blaðaskrif og umræður,
þrátt fyrir þá staðreynd að a.m.k. 60% af fræi og áburði,
sem dreift er úr lofti, er varið til að styrkja gróður og
græða upp innan friðaðra landgræðslusvæða, bæði gamalla og
nýrra . Ber að hafa í huga, að í raun og veru eru slík svæði
í flestum tilfellum aðeins þungamiðja í mun stærri heild,
þar eð uppgræðsluframkvæmdir og hefting sandfoks hefur yfir-
leitt mikla þýðingu fyrir nærliggjandi gróðurlendi og byggð.