Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 61

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 61
53 Stelkur: Átti hreióur á svæði II bæði sumarið 1975 og 1976. Sumarið 1975 kom hann upp 4 ungum, en hreiðrið var rænt sumarið 1976. Jaðrakan: 1 jaðrakanshreiður fannst á svæði II sumarið 1976 og komust þar upp 4 ungar. Hrossagaukur: Sumarið 1975 fannst 1 hrossagaukshreiður á svæði II, en ungar voru farnir úr því. Sumariö 1976 fannst sðmuleiöis 1 hreiður hrossagauks og komust þar upp 4 ungar. Heiðlóa: Sumarið 1975 fannst 1 lóuhreiður, en 2 sumarið 1976. I öllum hreiðrunum komust upp 4 ungar. Þúfutittlingur: Eitt yfirgefið hreiður fannst sumarið 1975, og eitt hreiður sumarið 1976. Þar komst upp 1 ungi. Skógarþröstur: Eitt hreiður fannst 1975 og komust þar upp 4 ungar. Fuglar sem vergtu í mýrinni_sjálfri_(svæði I). Hreiðurstæði fugla sumarið 1975 og 1976 getur að líta á meðfylgjandi mynd. Árinu 1977 er hér sleppt sökum þess að rannsóknir það ár tóku yfir mun skemmri tíma en rannsóknir 1975 og 1976 auk þess sem þær beindust fyrst og fremst að beit og beitaratferli sauðfjár. Sumarið 1975 fundurst hreiður eftirfarandi fugla í mýrinni: Lóuþræll (Calidris alpina): Undir lok júnímánaðar (23/6) fannst yfirgefiö hreiður lóuþræls í jaðarsvæöi x austurhluta mýrarinnar. Land er þar fremur þurrt og stór- þýft. Gróðurfar einkennist af ýmsum grösum í þúfum (snárrót, lm- gresi og hálmgresi), en störum (nær einvörðungu mýrarstör) og einstaka blómjurtum (engjarós t.d.) milli þúfna. Skammt frá hreiðrinu fannst 1 ungi lifandi og annar dauður. Hrossagaukur (Gallinago gallinago): 30/7 fannst hreiður hrossagauks í jaðarsvæði í austurhluta mýrarinnar. Hreiðrið var tómt, en hjá því fannst einn ungi. Land á þessum slóðum er mjög svipað og við hreiður lóuþrælsins, sem minnst var á hér að framan. Jaðrakan (Limosa limosa): 12/6 fannst jaðrakanshreiður á mótum jaðars og þurrlendis £ eystri hluta mýrarinnar. 1 hreiðrinu voru 3 egg. 6/7 var jaðrakan buinn að unga út og urðu athugunarmenn ekki varir við unga hans það sem eftir var sumars. Land í kring um hreiðurstæðið var rakara og smáþýfðara en við hreiður hrossagauksins og lóuþrælsins. Gróður var að mestu leyti starir, en þó dálítið af grösum í þúfnakollum (fyrst og fremst língresi). L

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.