Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 37
29
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1979.
VISTFRÆSI M?RA
Sturla Friöriksson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Vistfræðirannsóknir.
Vistfræðirannsókn er tiltölulega nýr þáttur í störfum Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins. Að vísu höfðu ýmsar rannsóknir áður verið fram-
kvæmdar við stofnunina, sem voru þess eðlis, að þær hefði mátt flokka undir
vistfræði. Þannig voru á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins gerðar
athuganir á áhrifum frá gosinu í Heklu 1970 og gosinu í Heimaey 1973.
Einnig eru kalrannsóknir vistfræðilegs eðlis, þar sem um er að ræða sam-
spil jarðvegs, gróðurs,dýra og veðurfars, og þarf að kanna alla þessa
þætti í samhengi til þess að skilja orsakir kals á túnum. Stofnunin hafði
einnig látið sig varða beitartilraunir jafnt sem landeyðingar- og upp-
græðslurannsóknir svo og mengunarathuganir við Álverið í Straumsvík. En
þessi viðfangsefni eru einnig vistfræðileg að eðli. Sérstök fjárveiting
til vistfræðirannsókna við Rala var hins vegar fyrst fengin árið 1975
eftir að "þjóðargjöfin" var veitt og landgræðsluáætlunin geKk x gildi, en
þá var ráð fyrir því gert, að hluti fjárins færi til vistfræðirannsókna
eða til könnunar á ýmsum áhrifum víðtækrar ræktunar.
Samfara auknu uppgræðslustarfi þótti rétt að veita fé til rannsókna
á árangri þessa starfs og athuga hvernig gróðri reiðir af á gróðursnauðum
söndum sem sáð er í og borið á. Einnig þótti rétt að gera athuganir á
uppblásturshraða með mælingum á rofabörðum, athugunum á gróðurfari jaðr-
anna og öðrum gróðurfarsbreytingum, er verða á landi sem er að blása upp
og síðan að fylgjast með árangri uppgræðsluaðgerða. Verður þessum þætti
gerð nokkur skil hér síðar í erindi (Sturla Friðriksson 1979).
Uppgræðsluskilyrði hér á landi eru misjöfn, t.d. vegna mismunar á
jarðvegsgerðum og veðurfari, sem er breytilegt eftir landshlutum og hæð
yfir sjó. Má ætla að velja megi tegundir sáðplantna til uppgræðslu sem
hæfa sérstaklega hinum ýmsu skilyrðum. Þess vegna hafa verið gerðar
tilraunir með sáningu ýmissa grasa og belgjurta á örfoka svæðum í mismunandi