Ráðunautafundur - 11.02.1979, Blaðsíða 90

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Blaðsíða 90
82 Fóðurfraroleiósla og beit á Alaska lúpínu. Uppskera lúpínunnar er mikil og hún byrjar að vaxa langt á undan öðrum gróðri á vorin og stendur græn langt fram á haust. Þó er óvíst hve mikilli uppskeru væri hægt að við- halda ef hún væri nytjuð eitthvað að ráði. Sennilega á ekki mikið eftir að reyna á það, þar eð í lúpínunni virðast vera einhver efni, sem geta gert hana óheppilega til fóðurs, a.m.k. eintóma. III. Niðurstöður rannsókna. Fræöflun, spírunarhæfni og sáðmagn. Lúpínan ber svo til undantekninga- laust vel þroskað fræ á hverju ári. Venjulega er fræið orðið fullþroska í ágúst og stundum í júlílok. Best er að fræið sé látið fullþroskast í skálp- unum á þurrum og ekki of heitum stað áður en það er þreskt. Til eru nú á Rannsóknastofnun landbúnaðarins um 50 kg af lúpínufræi. Sé fræ lúpínunnar ekki sérstaklega meðhöndlað er það mjög hart og vatn á erfitt með að komast í gegnum fræhimnuna. Þetta veldur lélegri spírun að öllum jafnaði. Algengt er að spírun á ómeðhöndluðu fræi sé undir 10% á fyrsta ári, sem veldur því að fræmagn þarf að vera allmikið ef sáning á að vera viðunandi. Til að leysa þetta vandamál þarf að veikja fræhimnuna með einhverju móti til að vatn komist greiðar í gegnum hana. Fræi því, sem hefur verið notað í Rannsóknastofnuninni, var rennt í gegnum svokallaða burstavél, sem til er á Rala og notuð er til hreinsunar fræs. Hún var mjög einföld og samanstendur í grundvallaratriðum af vírnetstromlu og burstum á ás, sem snýst inni í tromlunni. Eftir þessameðferð jókst snírunarhæfni fræanna í yfir 90%. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve þétt þarf að sá. Það fer bæði eftir spírunarhæfni fræsins og afföllum á plöntum fyrsta veturinn. Einnig hve fljótt talið er æskilegt að fá samfellda breiðu af lúpínunni. 1 fljótu bragði þá virðist, að 10-15 kg/ha af fræi sé hæfilegt sáðmagn undir flestum kringumstæðum. Smitun. Lykillinn að velgengni lúpínunnar er fólginn í sambýli hennar við gerla, sém lifa á rótum hennar og framleiða köfnunarefni úr loftinu. Rætur lúpínunnar eru langar og sterklegar og ef að smitun hefur tekist vel má sjá á þeim hnúða af ýmsum stærðum, suma stærri en nögl á þumalfingri. Sumarið 1977 var sáð og plantað í smitunartilraunir á fimm stöðum í mismunandi hæð yfir sjávarmáli. Sáð var í mel á Keldnaholti og sand á Skóg- arsandi, Gunnarsholti og við Búrfell og Sigöldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.