Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 2
2 Fréttir Helgarblað 11.–14. mars 2016 Gerðu daginn eftirminnilegan Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Bakarameistari & Konditormeistari Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is E ftirfarandi athuga­ semd barst DV frá Útlendingastofnun vegna forsíðu síð­ asta tölublaðs. „Á forsíðu DV 8. mars 2016 er vísað til úttektar blaðsins um málefni um­ sækjenda um vernd á Ís­ landi með fyrirsögninni: „JÁ 189. NEI 696. BIÐ 98“ Eins og réttilega kem­ ur fram í úttektinni inni í blaðinu var 296 umsókn­ um um vernd synjað, 258 umsóknir voru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðar­ innar, þ.e. ekki var tekin ákvörðun í málum umsækjendanna vegna þess að önnur ríki báru ábyrgð á umsóknum þeirra, og 142 málum lauk án ákvörðunar vegna þess að umsækjendur annaðhvort drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu. Að slá þessum þremur tölum saman á forsíðu undir fyrirsögn­ inni „NEI 696“ gefur ekki aðeins villandi upplýsingar um afgreiðslu Útlendingastofnunar á umsókn­ um um hæli á undanförnum árum heldur er þetta beinlínis rangt. „Nei“ við umsóknum um hæli fengu 296 umsækjendur, eins og áður kom fram. Útlendingastofnun fer hér með fram á leiðréttingu þessarar fyrir­ sagnar á útsíðu næsta tölublaðs blaðsins eða á áberandi stað á inn­ síðu.“ Athugasemd ritstjóra DV stendur við forsíðutúlkun sína. DV sér ekki ástæðu til að flokka niður sérstaklega með hvaða hætti Útlendingastofnun segir nei við hælisleitendur. n Athugasemd við forsíðu DV Nei eða??? Útlendingastofnun gerir athugasemd við forsíðu DV. MyNd Sigtryggur Ari Íslandsmeistarinn situr heima út af 10 sentimetrum n Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson keppir ekki á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu T íu sentimetrar gerðu að verkum að Íslandsmeist­ arinn í skák, Héðinn Steingrímsson, ákvað að mæta ekki til leiks á Alþjóð­ lega Reykjavíkurskákmótið, sem nú stendur yfir. Í nokkurn tíma hafa deilur staðið yfir milli hans og Skák­ sambands Íslands vegna stærð­ ar þeirra borða sem notuð eru í mótinu. Að mati Héðins er ekki farið eftir reglum Alþjóða skáksambands­ ins um aðbúnað og munar þar 10 sentimetrum. „Öll þessi ár hefur engin kvartað yfir stærð borðanna nema Héðinn Steingrímsson,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksam­ bands Ísland. Þriðja besta opna skákmót heims Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, hið 31. í röðinni, stendur nú yfir í glæsilegum salarkynnum í Hörpu. Orðstír mótsins er góður og sem dæmi var mótið kosið þriðja besta opna skákmót heimsins af ACP, samtökum atvinnumanna í skák. Með „opnu“ móti er átt við að allir geti skráð sig til leiks í mótið að því gefnu að viðkomandi kunni mann­ ganginn. Þúsund slíkra móti eru haldin um allan heim á hverju ári og því er vegsemdin sem í útnefn­ ingunni felst mikil. Um er að ræða eina innlenda mót ársins þar sem erlendir skákmeistarar flykkjast til landsins og því stingur það óneitan­ lega í augun að ríkjandi Íslands­ meistari, stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson, sé ekki meðal þátt­ takenda. Slæmur í hálsinum „Héðinn vill að það sé farið eftir reglum FIDE. Hann lenti í bílslysi fyrir nokkrum árum og meiddist á hálsi. Það gerir að verkum að hann á erfitt með að tefla í margar klukku­ stundir við borð sem eru of breið,“ segir Fríða Ásbjörnsdóttir, móðir Héðins, í samtali við DV. Hún benti á að Héðinn hefði fengið sérstakt borð árið áður en ekki hafi orðið við því í ár. Ekki náðist í Héðinn sjálf­ an í vinnslu fréttarinnar en hann er staddur erlendis. Í handbók frá FIDE, Alþjóða skáksambandinu, þar sem farið er yfir ákjósanlegan aðbúnað á skák­ mótum þá er tekið fram að borðin sem notuð séu eigi að vera 85 senti­ metrar á breidd og 110 sentimetrar á lengd. Á breiddina má skeika 5 sentimetrum og á lengdina má skeika 20 sentimetrum. Borðin sem Harpa býður upp á eru hins vegar 100 sentimetrar á breidd og 120 sentimetrar á lengd. Þarna skeikar því um 10 sentimetrum á breiddina, sentimetrum sem skipta Héðin máli. Fá hrós fyrir gott pláss „Það er mikilvægt að hafa í huga að leiðbeiningarnar sem koma fram í handbók FIDE eru tilmæli en ekki reglur. Mótið hefur verið haldið í Hörpu undanfarin fimm ár og því hafa þúsundir skákmanna teflt á þessum borðum, þar á meðal margir af sterkustu og reyndustu at­ vinnumönnum heims. Öll þessi ár hefur engin kvartað yfir stærð borð­ anna nema Héðinn Steingrímsson. Við fáum þvert í móti margar athugasemdir þar sem keppendur eru að hrósa okkur fyrir gott pláss,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Ísland sem stendur fyrir mótinu. Hann segir að ekki hafi komið til greina að Héðinn fengi sérstakt borð. „Það er skýrt kveðið á um það í lögum FIDE að aðstæður allra kepp­ enda í mótinu eigi að vera þær sömu. Í fyrra fengum við athugasemdir við þá staðreynd að Héðinn fékk aðra tegund af borði og því var ákveðið að verða ekki við því í ár,“ segir Gunnar. Hann harmar að Héðinn hafi ekki tekið þátt í mótinu. „Hingað eru að koma atvinnumenn sem eru í hópi sterkustu skákmanna heims. Að sjálfsögðu vilja íslenskir skákáhuga­ menn, og ég þar á meðal, sjá okkar sterkustu skákmenn etja kappi við þessa menn. Það er leitt að Héðinn hafi ekki getað sætt sig við þetta,“ segir Gunnar. n Ekki sér borð Gunnar Björnsson, forseti skáksambandsins segir að ekki komi til greina að Héðinn fái sitt eigið borð Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is deilur Stórmeistarinn öflugi, Héðinn Steingrímsson, varð Íslandsmeistari í fyrra. Hann hefur fengið sig fullsaddan af borðunum sem boðið er upp á í Reykjavíkurmótinu sem fram fer í Hörpu en hann telur þau vera 10 sentimetrum of löng.„Það er leitt að Héðinn hafi ekki getað sætt sig við þetta gunnar Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.