Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 11.–14. mars 201616 Umræða HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Guðfeður og Cosa Nostra E kki fyrir löngu sá ég enn einu sinni allar „God- father“-myndirnar og alltaf sér maður betur og betur hversu mikið snilldarverk þessi flokkur er, og þó sérstaklega tvær þær fyrstu. Og merkilegast er kannski að frá sjónarhóli kvik- myndafræðanna eru þessar myndir í rauninni mjög hefðbundnar; þær byggja ekki fyrst og fremst á frum- legum og glæsilegum myndlistar- verkum heldur eru það element eins og mannlýsingar og samtöl sem eru snilldin; að því leyti eru þessar kvik- myndir bornar uppi af nokkurs- konar bókmenntalegum, epískum styrk. Sum af frásagnar elementum þessara kvikmynda jaðra jafnvel við að vera billeg: þannig er sagt í öllum kennslubókum um handrits- gerð fyrir kvikmyndir að menn skuli forðast að kynna persónur með því að láta aðra tala um þær, en í hinu glæsilega upphafsatriði fyrstu Guð- föðurmyndarinnar situr Michael Corleone, leikinn af Al Pacino, og segir nýrri kærustu sinni, Kay, sem er túlkuð af Diane Keaton, deili á mörgum af persónum myndarinnar; á þann hátt eru þær kynntar til sögu. En þetta gengur upp vegna þess að samtalið er svo frábærlega samið. Mario Puzo Kvikmyndirnar eru eins og flestir vita byggðar á bókmenntaverki, sam- nefndri bók eftir rithöfundinn Mario Puzo. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að hann var mikill snill- ingur, og það er alveg þess virði fyrir unnendur kvikmyndanna að lesa jafnframt bókina. Hún er reyndar ekki gallalaus; í bókinni eru persónur og frásagnarþættir sem virka sem óþarfi og þannig hefur löngum köfl- um verið sleppt úr kvikmyndahand- ritunum. Það er líka merkilegt að í rauninni ætlaði Puzo sér að umrædd skáldsaga yrði hálfgert aukaatriði í hans ferli; hann hafði áður fengist við að skrifa „listrænar“ skáldsögur sem fengið höfðu góða dóma en seldust lítið; hann var í miklum fjár- hagskröggum og ákvað að fara smá útúrdúr og skrifa sögu sem væri líkleg til að seljast; hræra í einn Benito Mussolini „Og svo fór að hann hóf mikið stríð gegn mafíunni, sem varð til þess að margir úr því liði fluttust til Ameríku.“ Guðfaðirinn „Sjálfur gamli Vito Corleone, upphaflegi Guðfaðirinn sem Marlon Brando leikur svo listilega, mun í talsmáta og sem persónuleiki vera byggður á móður höfundarins Mario Puzo.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.