Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Side 30
26 Skrýtið Sakamál Helgarblað 11.–14. mars 2016
T
amara Samsonova, 68 ára
kona frá Sankti Pétursborg
í Rússlandi, er grunuð um
fjölda morða þar í landi.
Samsonova var handtekin
28. júlí, 2015, í kjölfar þess að lög-
reglan fann líkamsleifar í tjörn í
Sankti Pétursborg. Um var að ræða
efri hluta líksins af Valentinu Ula-
nova, 79 ára konu sem Samsonova
hafði deilt húsnæði með, og vant-
aði á líkið höfuðið og annan fót-
legginn og handlegg. Ekki er talið
loku fyrir það skotið að fórnarlömb
Samsonovu, sem hefur fengið
viðurnefnið „Amma ristir“, séu
fleiri, jafnvel vel á annan tuginn.
Við rannsókn á dauða Ulanovu
upplýsti Samsonova að hún hefði
sett ólyfjan í mat hennar. Ástæð-
an var sú að Ulanova vildi losna
við Samsonovu úr íbúðinni sem sú
fyrrnefnda hafði forráð yfir.
„Ég kom heim og setti heila
pakkningu – 50 töflur – af Phen-
azepamum í Oliver-salatið hennar.
Henni fannst það mjög gott,“ sagði
Samsonova við lögregluna.
Feit og þung
Samsonova sagði, samkvæmt yf-
irheyrslum sem lekið var til dag-
blaðsins Komsomolskaya Pravda,
að hún hefði síðan farið á stjá
klukkan tvö eftir miðnætti, eða þar
um bil. Þá hefði Ulanova legið líf-
vana á gólfinu. „Svo ég hófst handa
við að búta hana niður. […] Það
reyndist mér ofviða að bera hana
inn á baðherbergi, hún var feit og
þung. Ég gerði allt í eldhúsinu þar
sem hún lá.“
Síðar þegar glæpurinn var
settur á svið sýndi Samsonova lög-
reglunni hvernig hún hafði bor-
ið sig að. Hún hafði notað sög sem
hún hafði fengið lánaða hjá ná-
grönnum þeirra fyrir löngu.
Af með höfuðið
Höfuðið fékk fyrst að fjúka og setti
Samsonova það í stóran pott og
sauð. Lögreglan taldi ekki útilokað
að Samsonova hefði lagt sér haus-
inn til munns en önnur kenning var
að hún hefði soðið hann og einnig
hendurnar til að draga úr líkum á
að kennsl yrðu borin á aðra líkams-
hluta síðar meir. Samsonova losaði
sig við líkamsleifarnar í grennd við
fjölbýlishúsið sem íbúðin var í.
Samsonova lýsti hvernig hún
vafði líkamshlutunum inn í gard-
ínur og setti síðan í poka. Það tók
hana tvo klukkutíma og sjö ferðir út
í nóttina að losa sig við líkamsleif-
ar Ulanovu og henni tókst ekki að
bera fæturna og mjaðmahlutann
nema rétt yfir í næsta bakgarð.
Restinni tókst henni að fleygja í
tjörn skammt frá Dimitrova-stræti
(fyrir þá sem eru kunnugir stað-
háttum).
Í bláum regnstakk
Upptökur úr eftirlitsmyndavélum
sýndu manneskju í bláum regn-
stakk. „Hún dró á eftir sér poka sem
skildu eftir sig blóðslóð á gólfinu,“
sagði í skýrslum.
Hundar í hverfinu þefuðu uppi
líkamsleifarnar 26. júlí og í kjöl-
farið hófst viðamikil leit af hálfu
lögreglunnar. Starfsmaður félags-
þjónustunnar tilkynnti um hvarf
Ulanovu eftir að Samsonova hafði
meinað honum inngöngu í íbúð-
ina.
Skömmu síðar bankaði lög-
reglan upp á hjá Samsonovu sem
án málalenginga játaði að hafa
banað Ulanovu … og þremur öðr-
um.
Dagbækur á
þremur tungumálum
Samsonova átti eigin íbúð og eðli
málsins samkvæmt var hún rann-
sökuð ítarlega. Þar fundust dag-
bækur hennar, skrifaðar á þýsku,
ensku og rússnesku. Flestar færsl-
urnar vörðuðu einhæft, daglegt líf
Samsonovu en ein varpaði ljósi á
væntumþykju hennar í garð Val-
entinu Ulanova; að henni fyndist
gott að búa með henni. „Ég elska
Valya,“ var skrifað í eina dagbókina.
Við yfirheyrslur upplýsti Sam-
sonova að Ulanova hefði sagt við
hana: „Ég er þreytt á þér,“ og beðið
hana að flytja út. „Mig óaði við að
búa heima, ég fór í kerfi,“ sagði Sam-
sonova og bætti við að með því að
fyrirkoma Ulanovu þá hefði hún
getað „búið í íbúð hennar í friði í
fimm mánuði, þangað til ættingjar
hennar, eða einhverjir aðrir, birtust.“
Tveir leigjendur
Samsonova mun að sögn hafa ját-
að fyrir lögreglu að hafa myrt tvo
af leigjendum sínum; byrlað þeim
ólyfjan og síðan bútað líkin niður.
„Ég drap Volodya, leigjanda minn,
skar hann í bita í baðherberginu
með hníf, setti líkamshlutana í
plastpoka og henti þeim hér og þar
í Frunzensky-hverfinu (enn og aft-
ur; fyrir þá sem eru kunnugir stað-
háttum).“
Lögregluna grunar að hún hafi
að auki sent eiginmann sinn yfir í
eilífðina. Hann hvarf fyrir 15 árum
og sagði Samsonova nágrönnum
að hann hefði yfirgefið hana fyrir
aðra konu. Lögreglunni sagði hún
aftur á móti að hann hefði einfald-
lega horfið.
Fingurkoss í kveðjuskyni
Lögreglan óttast að Samsonova
hafi hent höfði og höndum Ula-
novu í ruslagám við fjölbýlishús-
ið. Gámurinn var losaður laugar-
daginn 25. júlí, daginn áður en
hundarnir fundu aðrar líkamsleif-
ar Valentinu, og því ólíklegt að höf-
uðið og hendurnar komi nokkurn
tímann í leitirnar.
Samsonova var að sjálfsögðu úr-
skurðuð í gæsluvarðhald og í dóm-
sal í kjölfarið sagði hún við blaða-
menn: „Ég vissi að þið mynduð
koma. Þetta er svo mikil hneisa fyr-
ir mig, þetta verður á allra vörum í
borginni.“
Síðan sendi Samsonova blaða-
mönnum fingurkoss í kveðjuskyni –
segir sagan. Hver örlög Samsonovu
verða mun tíminn leiða í ljós. n
Myrkraverk TaMöru
n Samsonova vildi ekki búa heima hjá sér n Ulanova vildi losna við hana
Í bláum regnstakk
Samsonova með poka
við fætur sér.
Í varðhaldi
Samsonova bíður
örlaga sinna.
Fingurkoss
Tamara kveður
blaðamenn.
Í skjóli myrkurs Með pottinn með höfð-
inu í (að því talið er).
Fórnarlamb
Samsonovu þótti gott
að búa með Valentinu
Ulanovu.
„Það
reyndist
mér ofviða að
bera hana inn
á baðherbergi,
hún var feit og
þung
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.