Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 35
Menning 31Helgarblað 11.–14. mars 2016
Þ
að var heimildamyndin Hvað er
svona merkilegt við það? eftir
Höllu Kristínu Einarsdóttur
sem hlaut Menningarverðlaun
DV 2015 í flokki kvikmyndalistar.
„Í þessari kraftmiklu heimilda
mynd varpar Halla Kristín leik
stjóri ljósi á skrautlega og grósku
mikla kvennabaráttu níunda og
tíunda áratugarins,“ segir í rökstuðn
ingi dómnefndar. „Með húmor og
hnyttni að vopni tryggja leikstýran
Halla Kristín og framleiðandi Hrafn
hildur Gunnarsdóttir, að saga ís
lenskra kvenna sé ekki aðeins áhuga
verð, heldur einnig stórskemmtileg.
Byltingarandi tímabilsins er fangaður
með einstökum hætti í þessu mikil
væga innleggi í íslenska kvennasögu.“
Fannst þessar myndir vanta
Halla Kristín hefur áður skoðað
kvennabaráttuna í heimilda
myndinni Konur á rauðum sokkum
sem fjallaði um íslensku rauðsokka
hreyfinguna. „Þessu saga tekur við
þar sem sú mynd endar. Þetta var
næsti sjáanlegi hluti íslensku kvenna
baráttunnar sem hægt var að taka út.
Mér fannst þessar myndir einfaldlega
vanta, og þar sem það var enginn að
gera sig líklegan þá ákvað ég bara að
sjá hvað ég kæmist langt með þetta,“
segir Halla Kristín.
Í myndinni tekur Halla Kristín við
töl við margar af þeim konum sem
voru áberandi í kvennahreyfingunni
á þessum tíma, meðal annars Ingi
björgu Sólrúnu Gísladóttur, Salome
Þorkelsdóttur, Þórhildi Þorleifsdóttur,
Kristínu Ástgeirsdóttur, Sigríði Dúnu
Kristmundsdóttur, Guðrúnu Agnars
dóttur, auk þekktra
listakvenna á borð
Ragnhildi Gísla
dóttur og Eddu Björg
vinsdóttur.
„Ég held að það
sé mjög mikilvægt
fyrir samfélagið að
gleyma ekki því sem
ákveðnir einstak
lingar þurftu að
leggja á sig til þess að
nútíminn yrði eins
og hann er. Mann
réttindi verða ekki til
af sjálfum sér, held
ur þarf einhver að
krefjast þeirra,“ seg
ir Halla Kristín.
„En Kvennalistinn var líka mjög
merkileg lýðræðistilraun sem á full
komlega erindi við samtíma okkar og
þær hræringar sem eru í pólitík í dag.
Það er ákveðið bergmál í fortíðinni
við þá hluti sem við erum að upplifa
núna.“
Heimildamyndin ekki
endanlegur sannleikur
Gerð myndarinnar dróst nokkuð
á langinn vegna hrunsins – en það
hentaði þó ágæt
lega að hún var loks
frumsýnd á aldar
afmæli kosninga
réttar íslenskra
kvenna. „Fyrsta við
talið var tekið árið
2011 en aðalupptökurnar fóru fram
í kringum 2013 en það var erfitt að
fjármagna myndina, svona rétt í kjöl
far hrunsins þegar allt var í járnum.
Þetta er líka svolítið staðbundið efni
svo fjármögnunin tók sinn tíma,“
segir hún.
Auk viðtala notaði Halla Kristín
hreyfimyndir til að koma sögunni til
skila. „Þegar maður er að búa til heim
ildamyndir um fortíðina getur mað
ur auðvitað ekki verið á staðnum til
að taka upp atburði. Þá verður mað
ur að finna leiðir til að koma sögunni
í mynd. Ég hafði verið að vinna með
Unu Lorenzen hreyfimyndagerðar
konu sem býr í Bandaríkjunum. Við
ákváðum að skella í hreyfimyndir, en
þær eru byggðar á myndheimi tímans
sem um ræðir. Við notuðum þær bæði
til að endurvekja ákveðna stemningu
og til að sýna svolítið flippaðri hlið á
baráttunni.“
En af hverju heimildamyndir?
„Þetta er mjög spennandi og frjálslegt
form í mikilli þróun. Af einhverjum
ástæðum er heimildamyndaformið
miklu frjálsara en leiknu myndirn
ar, og hægt að komast upp með alls
konar hluti sem maður getur ekki í
leiknum myndum. Þegar maður er
að fjalla um hluti sem hafa gerst í
raun og veru hefur þetta náttúrlega
tengingu sem leiknar myndir hafa
ekki – jafnvel þótt það geti verið mjög
loðið. Ég lít ekkert á heimildamyndir
sem endanlegan sannleik – skapandi
heimildamyndir eru samtal við sam
félagið og umheiminn.“
Hvað er svona merkilegt við það?
hefur hlotið Edduna í flokki heim
ildamynda, áhorfendaverðlaunin á
kvikmyndahátíðinni Skjaldborg, var
tilnefnd til Nordisk Panorama og
hlýtur nú Menningarverðlaun DV.
„Þessi verðlaun skipta máli upp á
það að maður fær staðfestingu á því
að vinnan sé að skila sér til áhorf
enda. Það er gott að fá staðfestingu á
því að maður sé að segja sögur sem
skipti máli – og kemur manni eflaust
vel þegar maður sækir um styrki fyrir
næstu mynd,“ segir Halla.
„Ég lít ekkert
á heimildamyndir
sem endanlegan
sannleik – skapandi
heimildamyndir eru
samtal við samfélagið
og umheiminn.
Í samtali við samfélagið og umheiminn
Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur
Kvikmyndir
L
inda Vilhjálmsdóttir hlaut
Menningarverðlaun DV 2015
í flokki bókmennta fyrir ljóða
bókina Frelsi.
Í rökstuðningi
dómnefndar segir:
„Þrátt fyrir ein
staka fágun sem
einkennir ljóðin í
Frelsi hefur Linda
Vilhjálmsdóttir á
engan hátt dregið
tennurnar úr
ádeilunni eða
mýkt hina ískr
andi reiði sem
hún miðlar í
þessari tíðar
andalýsingu og
heimsósóma
predikun. Út
koman er ein
sterkasta ljóða
bók síðari ára.
Þörf áminning um
trylling nánustu fortíð
ar, illþolandi hlutskipti
mannkyns í samtíman
um og möguleika ljóðs
ins til að segja sann
leikann á meitlaðan og
áhrifaríkan hátt.“
Heimsósómi og
góðar viðtökur
Fyrsta ljóðabók Lindu,
Bláþráður, kom út
árið 1990 en síð
an þá hefur hún sent
frá sér ljóðabækur, skrifað leik
rit, og sjálfsævisögulegu skáld
söguna Lygasaga. Nokkuð langt
er frá síðustu ljóðabók Lindu og
því biðu margir spenntir eftir út
komu Frelsis. Í ræðu sinni sagðist
Linda fyrst hafa gert sér grein fyrir
því þegar bókin kom út að kannski
hefði enginn áhuga á því að lesa
slíkan heimsósóma – og því sé hún
ánægð með viðtökurnar.
Bókin hlaut mikið lof gagn
rýnenda, var ein umtalaðasta
ljóðabók jóla
bókaflóðsins og
fyrsta prentun
seldist upp. Fyrir
Frelsi hlaut Linda
hlaut einnig bók
salaverðlaunin
fyrir bestu ljóða
bókina. Þetta er
í annað skipti
sem Linda hlýtur
Menningarverð
laun DV en síð
ast hlaut hún þau
árið 1993 fyrir
ljóðabókina
Klakabörn.
Íslenski
draumurinn
er fals
„Frelsi sam
anstendur af
fjórum ljóð
um sem öll
hverfast um
sama megin
þemað sem
titillinn vísar
til. Sé bókin
lesin í einni
lotu virðast
ljóðin bland
ast saman
í eitt en
fókus ljóð
mælanda sé það eina sem breyt
ist. Þannig fæst ákveðin örmynd
af heiminum frá fjórum ólíkum
sjónar hornum,“ skrifaði Arngrímur
Vídalín um bókina í DV.
„Ljóðmælandi ræðst til atlögu
við táknmyndir óbreytts ástands
og sinnuleysis: það má ekki láta
sig vanta á þjóðhátíð, í brennuna, á
neyðarmóttökuna. Þetta er eins af
hjúpandi og það er háðskt. Hér er
það frelsið til að horfast ekki í augu
við veruleikann sem er til grund
vallar, sami úthverfatónninn og í
upphafi bókar en síngjarnari fyrir
það að veruleikinn hefur sýnt sig
vera annan en hann sýndist í fyrstu,
að íslenski draumurinn er fals,“
skrifar hann.
Ein sterkasta ljóðabók síðari ára
Bókmenntir
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
gæði – þekking – þjónusta
TANITA FITUMÆLINGAVOGIR
Nauðsynleg hjálpartæki eftir jól
Nánari upplýsingar á www.pmt.is
eða í síma 567 8888
Tengist við iPhone
með Bluetooth
Linda Vilhjálmsdóttir fyrir ljóðabókina Frelsi