Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Qupperneq 36
32 Menning Helgarblað 11.–14. mars 2016
M
elkorka Sigríður Magnús-
dóttir danslistakona hlaut
Menningarverðlaun DV
2015 í flokki danslistar fyrir
dans- og tónlistarverkefnið Milky-
whale.
„Milkywhale er söngsjálf Mel-
korku þar sem hún stígur fram sem
einmana hvalur sem á erfitt með
að feta sig í gegnum lífið,“ segir í
rökstuðningi dómnefndarinnar. „Í
verkinu fær hún til liðs við sig Árna
Rúnar Hlöðversson sem semur tón-
listina við texta Auðar Övu Ólafs-
dóttur en Magnús Leifsson og Jó-
hann Ágústsson sjá um vídeó- og
ljósahönnun. Milkywhale var upp-
haflega sett upp sem dansverk fyrir
Reykjavík Dance Festival, sem tón-
leikaskotin kóreógrafía þar sem að-
ferðir danssmíðanna voru nýttar til
að binda saman þemabundinn laga-
lista. Seinna meir var sviðs verkið
flutt upp á tónleikasvið Airwaves
og verkinu snúið yfir í kóreógrafer-
aða tónleika sem studdir voru af
kraftmikilli sviðsumgjörð ljósa og
vídeós. Í báðum tilvikum nær Mel-
korka að fanga athygli áhorfenda
með óvæntum uppákomum og
skotheldri sviðsframkomu.“
Hreyfiorðaforði hvalsins
Melkorka lærði danssmíði við
School for New Dance Develop-
ment (SNDO) í Amsterdam og
samtímadans í P.A.R.T.S. í Brussel
og hefur á undanförnum árum
unnið að verkefnum á mörkum
dans- og tónlistar.
„Ef það er hægt að segja að
hver listamaður hafi sína fagur-
fræði þá gengur mín fagurfræði
svolítið út á að samtvinna dans og
tónlist og finna sambandið þar á
milli. Ég hef líka verið að skoða tón-
leika sem sviðsform – sem eitthvað
meira en bara tónlist. Mér hefur
þótt mjög gaman að performera
og kóreógrafera tónleika, og það
er eiginlega það sem Milkywhale
er, kóreógraferaðir tónleikar,“ segir
Melkorka.
Milkywhale kom fyrst fram á
Reykjavík Dance Festival, en þá
fékk hún Auði Övu Ólafsdóttur rit-
höfund til að skrifa texta sem Mel-
korka og Árni Rúnar Hlöðversson,
úr hljómsveitinni FM Belfast, unnu
svo tónlist við. „Ég held að Árni
hafi upprunalega haldið að hann
væri að fara í rosalega alvarlegt
dansverk efni og svo komst hann
að því að mig langaði bara að gera
popplög – þá varð hann afskaplega
ánægður,“ segir Melkorka.
Í framhaldinu þróaði Melkorka
hreyfiorðaforða sem hentaði
hinum einmana hvíta hval Milky-
whale og velti fyrir sér hvernig væri
best að sviðsetja hvert lag fyrir sig.
„Ég bjó til ákveðinn ramma og
orðaforða sem hefur síðan þróast
með hverri sýningu. Verkið á RDF
var töluvert formfastara en það sem
við spilum núna á tónleikum, en
bæði formin fela í sér mjög mikla
hreyfingu. Dansinn og tónlistin
vega jafn mikið í verkinu.“
Dansverk á Hróarskeldu og
Airwaves
Milkywhale hefur nú komið fram
á tónlistarhátíðum á borð við
Airwaves og Sónar og mun stíga
á svið á Hróarskelduhátíðinni í
sumar. Melkorka segir verkið hafa
þróast þegar vettvangurinn hefur
færst úr danssenunni og upp á tón-
leikasviðið – en tónleikana segir
hún virkilega áhugavert listform.
„Við Árni vorum bæði orðin
svo þreytt á að fara á tónleika og
vita nákvæmlega við hverju var að
búast. En tónleikar eru hins vegar
svo spennandi vettvangur þannig
að okkur langaði að skapa heild-
ræna sýn, með ljósum, hljóði og
upplifun,“ segir hún.
„Það er mjög áhugavert og gam-
an að fara upp á svið á tónlistar-
hátíðum og sjá að fólki finnst þetta
vera eitthvað nýtt og spennandi og
sjá það hrífast með – ef ég dansa
þá dansar það! Maður er einn
uppi á sviði, eins og æðstiprestur
að stjórna söfnuði af fólki og það
finnst mér ótrúlega spennandi
form að rannsaka.“
Melkorka segist ekki endi-
lega hafa búist við svo góðum við-
tökum. „Mér finnst mikilvægt að
vera auðmjúk gagnvart listinni og
virðing gagnvart henni er svo ótrú-
lega mikil væg. Í sjálfu sér býst mað-
ur aldrei við neinu svona. En það er
mjög gaman að sjá að þetta verk-
efni sem byrjaði sem dansverk fara
inn á eina stærstu tónlistarhátíð í
heimi – ég er ekki viss um að það
hafi gerst nokkurn tímann áður.“
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir dans- og tónlistarverkið Milkywhale
Danslist
Þ
að var Þorleifur Örn Arnars-
son sem hlaut menningar-
verðlaun DV 2015 í flokki
leiklistar fyrir leikstjórn
Njálu í Borgarleikhúsinu, en verkið
er byggt á handriti sem hann samdi
ásamt Mikael Torfasyni.
Í rökstuðningi dómnefndar
segir: „Verkið er saman sett úr
nokkrum sjálfstæðum en sam-
hangandi þáttum sem blanda
saman leik, dansi, söng og
húskarlavígum á rappbardaga-
formi sem allt myndar eina listi-
lega kóreógraferaða heild, þar
sem hvort tveggja skiptir jafn
miklu máli: gáskafullur leikurinn
að miðaldaritinu og virðingin
fyrir því. Ekki síður eiga leik-
ararnir allir sinn hlut í því hversu
áhrifamikil Njála er, líka búninga-
hönnuðurinn Sunneva Ása Weiss-
happel, leikmyndahönnuðurinn
Ilmur Stefánsdóttir og danshöf-
undurinn Erna Ómarsdóttir. Krefj-
andi verk hefur verið að halda öllu
þessu stórvirki saman og þar á
Þorleifur Örn mestan heiður.“
Smækkuð samfélagsleg
tilraun
Þorleifur Örn er staddur í lang-
þráðu fríi á Balí í Indónesíu en
sendi Kristínu Eysteinsdóttur, leik-
hússtjóra Borgarleikhússins, til að
taka við verðlaununum fyrir hans
hönd og lesa upp ræðu. Í ræðunni
lagði Þorleifur áherslu á mikilvægi
listarinnar sem vettvangs til þess
að vera og hugsa um hvað í því
felst að vera manneskja.
„Þegar við lögðum af stað í
ferðalagið að setja þetta stórvirki
íslenskra bókmennta á svið, þá var
helsta hugsunin sú, að leita uppi
hvað þetta verk þýðir fyrir nútíma
Íslendinga, hvað leyndist í þessum
gamla merka texta. Ekki að búa til
„sýningu“ eða leita uppi „frumleg-
ustu nálgunina“ til þess að koma
henni á framfæri, heldur að leggja
í raunverulega rannsókn á því hvað
þetta verk er – og með því kannski
komast aðeins nær kjarnanum í
okkur sjálfum,“ skrifaði Þorleifur
í ræðunni og bætti við hann hefði
aldrei lagt út í uppsetningu vitandi
minna um hvernig sýningin myndi
líta út þegar upp væri staðið.
„Því þó svo það væri betra fyrir
taugarnar – þá er það svindl ef
maður ákveður niðurstöðu rann-
sóknarinnar áður en lagt er í hana.
Ég reyndi að stilla ferlinu þannig
upp að það endurspeglaði þá
rannsókn sem lá til grundvallar
vinnunni, að niðurstaðan viki fyrir
rannsókninni (sem er líklega það
skelfilegasta sem maður getur lagt
á sig sem leikstjóri) og að sýningin
yrði að lokum niðurstaða þessarar
sameiginlegu rannsóknar þeirra
sem að verkinu komu. Ekki niður-
staða minnar rannsóknar, heldur
yrði leikhúsið í þessu tilfelli eins
og smækkuð samfélagsleg tilraun í
kringum þetta höfuðverk okkar Ís-
lendinga,“ sagði í ræðunni.
Erfitt hlutskipti á tímum
gegndarlausrar efnishyggju
Að lokum þakkaði hann öllum
þeim sem komu að sýningunni
og tileinkaði þeim verðlaunin, en
þakkaði umfram allt leikhússtjór-
anum (og upplesaranum) Krist-
ínu Eysteinsdóttur og bað alla við-
stadda að klappa fyrir henni og
Borgarleikhúsinu. Hann sagðist
vonast til þess að viðurkenningin
yrði hvatning til þeirra sem trúa á
leikhúsið sem miðstöð rannsókna
og framfara – fyrir manninn og
samfélagið. „Leikhúsið er staður
mannsandans og sálarinnar.
Það er erfitt hlutskipti á tímum
gegndarlausrar efnishyggju. Og
ef leikhúsið gleymir því að það er
fyrst og fremst staður rannsókna
um manninn og tilurð hans, þá
mun það hægt og rólega deyja út
og verða tómlegur kassi utan um
sprell og spaug,“ sagði í ræðunni.
„Leikhúsið
er staður
mannsandans
og sálarinnar“
Þorleifur Örn Arnarsson fyrir leikstjórin Njálu
Leiklist
TónLeikar
seM dansverk