Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Síða 47
Helgarblað 11.–14. mars 2016 Áskrifendum DV býðst nú 2 fyrir 1 á tónleika Trúbrots í Eldborgarsal Hörpu þann 26. mars næstkomandi. Áskrifendur sýna DV kort sitt í afgreiðslu Hörpu til að nýta sér tilboðið. Áskrifendur, sem vantar DV kortið, geta sent fyrirspurn á askrift@dv.is eða hringt í afgreiðslu og verður sent kortið um hæl. Á tónleikunum verður m.a. LIFUN, eitt helsta meistaraverk íslenskrar tónlistarsögu, flutt í heild sinni. Meðlimir Trúbrots, þeir Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens, skipa hljómsveitina ásamt fleiri tónlistarmönnum. 2 fyrir 1 Áskriftarklúbbur DV askrift@dv.is / Sími 512 7000 Tryggðu þér miðaTakmarkaður fjöldi í boði Fólk 43 leika. Ég ímynda mér bara að ég sé karakterinn og þá er ég bara hann og ekkert að spá í hvað öðrum finnst um mig, Jörund.“ Allt búið til af börnum Þegar leikararnir ungu eru spurðir um hvað sýningin fjallar og hvaða hlutverk þeir leiki segja þeir erfitt að útskýra það því verkið er ekki eins og annað hefðbundið leikverk með handriti, fyrirfram ákveðnum hreyf- ingum og búningum. Jörundur segir sýninguna djúpa, eins og listaverk, og að hún fjalli um afskaplega margt en samt ekki neitt. Samstarfskona hans tekur undir með honum og bætir við: „Þetta eru börn sem eru að upplifa eitthvað eins og þau séu fullorðin. Ég tala til dæmis eins og ég sé þunglynd, fullorðin manneskja og segi þá hvernig mann- eskjunni líður. En það kemur aldrei fram hvað ég heiti eða hver ég er. Þess vegna getum við ekki sagt hvaða hlutverk við leikum í sýningunni.“ Matthildur og Jörundur segja ótrúlega gaman að fá að vera svona skapandi og að nú séu þau byrj- uð að sjá hvernig litlu hlutirnir sem þau hafa verið að búa til séu farnir að mynda eina heild. „Við bjuggum til dæmis til tónlistina í sýningunni. Við fórum inn í skólastofu og áttum bara að búa til tónlist saman. Það var rosalega gaman og tónlistin var tekin upp og núna erum við að nota þá tónlist í verkinu,“ segir Jörundur og hrifning hans á afrakstrinum leynir sér ekki. Búin að læra mikið Bæði Matthildur og Jörundur hafa hugleitt að verða leikarar þegar þau verða stór en nú eru þau meira meðvituð um hvað felst í því að vera leikari og eru þakklát fyrir að fá að kynnast leikhúsinu betur. „Ég hélt að þetta yrði meira þreyt- andi og að ég myndi ekki nenna þessu, en núna erum við búin að vera hér í nokkra mánuði og það hefur aldrei gerst að mig hafi lang- að til að fara eða hætta þessu. En ég er ekki viss hvort mig langi lengur að vera leikari þegar ég verð stór því ég held að það sé alveg rosalega mikið mál,“ segir Jörundur. Matthildur tekur í sama streng. Henni finnst ótrúlega gaman að kynnast svona stóru leikhúsi og furð- ar sig á því hvað allt er flott og mikið. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og allir eru svo skemmtileg- ir. Leikstjórarnir eru mjög góðir og svo er flott að fylgjast með leikurum af öðrum æfingum eins og til dæm- is Mamma Mía.“ Jörundur bætir við hlæjandi: „Já, það er stundum pínu skrítið að ætla bara að fá sér vatns- glas en svo hittir maður bara leikara úr Billy Elliot eða Mamma Mía við kaffivélina.“ Ekki stressuð Þau Mattildur og Jörundur eru ekki kvíðin fyrir frumsýningu og segjast einfaldlega gleyma sér þegar þau eru komin á sviðið. „Það hjálpar ekki neitt að vera stressaður. Mér finnst miklu betra að sleppa því. Ég verð spenntur og svoleiðis en ekki stress- aður,“ segir Jörundur að lokum og tekur það fram að frumsýningin sé ekki í plati þrátt fyrir dagsetninguna sem hana ber upp á en sýningin verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu þann 1. apríl næstkomandi. n „Hjálpar ekki neitt að vera stressaður“ n Matthildur og Jörundur leika fullorðna í Made in Children Um Made in Children Saman á sviðinu standa tíu börn á aldrinum átta til tólf ára sem hafa verið skilin eftir í heimi sem þau bjuggu ekki til. Þau taka yfir sviðið og eyða tíma saman, dansa, spila tónlist og tala við hvert annað. Börnin mæta heimi fullum af melankólíu, svartsýni, rómantík og ruglingi sem þau hafa erft en báðu aldrei um. Verkið er samstarfsverkefni Borg- arleikhússins og Við og við klúbbsins og verður sýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins frá 1 apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.