Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 30.–31. mars 2016 Margir vilja komast í skattaskjólslistann Þ að eru margir sem hafa áhuga á þessum lista og maður finn­ ur fyrir því að hann vekur áhuga. En það er enginn að reyna að hafa áhrif á það hvernig málin eru unnin,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri aðspurð hvort hún hafi fundið fyrir þrýstingi frá kjörnum fulltrúum eða öðrum vegna þeirra upplýsinga sem finnast í skattagögnunum sem emb­ ætti hennar keypti í apríl 2015. „Ég tel ólíklegt að skattyfirvöld komist aftur yfir svona gögn í nán­ ustu framtíð. Þetta eru mjög mikilvæg gögn og gefa okkur færi og ástæðu til að bregðast við,“ segir Bryndís. Birta annan lista Skattrannsóknarstjóri greiddi um 200 þúsund evrur, tæpar 30 milljónir króna, fyrir gögnin og komu þau hing­ að til lands í byrjun júní í fyrra. Gögnin voru keypt í von um að þau innihéldu upplýsingar sem tengdu Íslendinga við 400 til 500 félög í skattaskjólum. DV fjallaði um kaupin í sama mánuði og greindi frá því að þau hefði verið keypt af fyrrverandi starfsmanni lögmanns­ stofunnar Mossack Fonseca & Co í Panama. Þegar DV náði tali af mann­ inum neitaði hann að hafa selt gögnin. Líkt og komið hefur fram vinna ICIJ, alþjóðleg samtök rannsóknarblaða­ manna, þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung og Reykjavík Media ehf., fjöl­ miðlafyrirtæki í eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, að birtingu annars lista um félög í skattaskjólum. Félag­ ið Wintris Inc., sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, verður samkvæmt fréttum hluti þeirrar umfjöllunar. Fé­ lagið er skráð á Tortola á Bresku jóm­ frúaeyjunum. Farið eftir fjárhæðunum Bryndís Kristjánsdóttir vill ekki svara því hvaða félög má finna í skattagögn­ unum sem embættið keypti í fyrra eða hvaða einstaklingum þau tengist. Eins og komið hefur fram hélt embættið eft­ ir 30 alvarlegustu málunum en sendi ríkisskattstjóra hin til frekari skoðunar. „Þar var farið eftir fjárhæðunum fyrst og fremst og þá í samræmi við hvernig dómstólar hafa tekið á svona málum. Svo er einnig horft til hegn­ ingarlagaákvæða varðandi skatta­ lagabrot en einnig getur annað spilað inn í eins og að meint brot séu framin með sérlega vítaverðum hætti,“ segir Bryndís. Aðspurð hvort hún vilji stað­ festa að gögnin sem embættið keypti hafi komið frá panamska fyrirtækinu Mossack Fonseca svarar Bryndís: „Það getur vel verið að það komi fram upplýsingar frá öðrum en okkur á næstu dögum sem gefi ykkur tækifæri til að draga ályktanir.“ n n Skattrannsóknarstjóri hefur ekki fundið fyrir þrýstingi vegna aflandsfélaga Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Sátt Bryndís segir skattagögnin hafa uppfyllt væntingar. N öfn þriggja ráðherra, þeirra Ólafar Nordal, Bjarna Bene­ diktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tengjast aflandsfélögum sem vistuð hafa verið í skattaskjólum, að því er Eyjan greinir frá. Eyjan hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum, en greint var frá því á mánudag að nöfn nokkur hundruð Íslendinga væri að finna á tveimur listum yfir nöfn þeirra sem átt hafa aflandsfélög eða bankareikninga í skattaskjólum. Margir þeirra eru þjóðþekktir. Eins og fram hefur komið vinna blaðamennirnir Jóhannes Kr. Krist­ jánsson og Aðalsteinn Kjartansson að mynd um málið. Þeir eru, sam­ kvæmt upplýsingum DV, í samstarfi við Kastljós um einhverja anga máls­ ins. Kastljósþátturinn er unninn í samstarfi við fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media, ICIJ Alþjóðasam­ tök rannsóknarblaðamanna og þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. Á listunum er fleira áhrifafólk í ís­ lenskum stjórnmálum. Fram kemur á vef RÚV að upp­ lýsingarnar og gögn um starfsemi aflandsfélaganna spanni 25 ára tímabil. Nýjustu dæmin um stofn­ un aflandsfélaga séu frá árinu 2014. Mikið hefur verið fjallað um aflandsfélagið Wintris, í eigu eigin­ konu Sigmundar Davíðs Gunn­ laugssonar, undanfarna daga. Anna Sigurlaug Pálsdóttir hafði frum­ kvæði að því að birta upplýsingar um málið þann 15. mars síðast­ liðinn, að undangengnum fyrir­ spurnum fjölmiðla. Félagið lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. Eignir Wintris nema, samkvæmt því sem fram hefur komið, ríflega milljarði króna. n baldur@dv.is Þrír ráðherrar á listunum Ólöf og Bjarni þar auk Sigmundar Davíðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.