Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 30.–31. mars 2016
É
g þarf að taka þetta lyf reglu
lega og það er grafalvarlegt
mál að það sé viðvarandi
skortur á lyfjum hérlend
is. Þetta er til háborinnar
skammar,“ segir tónlistarmaðurinn
Geir Ólafsson. Hann greip í tómt
þegar hann ætlaði að fá framvísað
hjartamagnýli samkvæmt lyfseðli
en lyfið þarf hann að taka reglulega
út af háu kólesteróli. „Það er mikil
og sterk hjartasaga í fjölskyldunni
þannig að ég verð að taka þetta lyf
samkvæmt læknisráði,“ segir Geir.
Ungur drengur í
alvarlegri stöðu
Að hans sögn hefur hann ekki áður
orðið var við þennan skort. „Það
hringdi í mig kona sem frétti það í
gegnum sameiginlega vinkonu að
ég væri að nota þetta lyf. Sú var þá í
örvæntingarfullri leit að lyfinu fyrir
ungan son sinn sem þarf að taka
það daglega. Ég gat blessunarlega
látið hana fá nokkur stykki enda
sonur hennar í alvarlegri stöðu en
ég. Þá gat ég ekki ímyndað mér ann
að en að von væri á sendingu inn
an tíðar. Núna er hins vegar talað
um að það sé rúm vika í að hjarta
magnýl verði fáanlegt í apótekum,“
segir Geir og er verulega ósáttur við
stöðuna.
Um 260 tegundir á biðlista
Eins og DV greindi frá um miðjan
febrúar þá hefur verið viðvarandi
lyfjaskortur hérlendis undanfarin
misseri. Yfirleitt vantar um 5–10%
allra lyfja á skrá hjá tveimur helstu
lyfjadreifingarfyrirtækjum lands
ins, Distica og Parlogis, og er með
albiðtími hverrar lyfjategundar
um 14–17 dagar. Fyrirtækin halda
úti lista á heimasíðum sínum um
hversu mörg lyf eru á biðlista og
breytist sá listi talsvert milli daga.
Þegar fyrri frétt DV var skrifuð í
febrúar voru 185 lyf á biðlista hjá
Distica en nú, sex vikum síðar, eru
160 lyf á bið hjá Distica, þar á með
al hjartamagnýl. Hjá Parlogis eru
síðan tæplega 100 lyf á biðlista.
Lyfjameðferðum frestað
vegna skorts
Það eru ekki aðeins einstaklingar
sem lenda í hinum hvimleiða og
í sumum tilvikum alvarlega lyfja
skorti. Landspítalinn staðfesti
að vart hefði orðið við lyfjaskort
undanfarin misseri hjá stofnun
inni. „Sá skortur hefur stafað af
margvíslegum ástæðum. Sam
kvæmt lyfjalögum eiga umboðs
menn og dreifingaraðilar lyfja á
hverjum tíma að eiga nægilegar
birgðir þeirra lyfja sem skráð eru
hér á landi. Því til viðbótar gerir
Landspítali kröfu til þess í samn
ingum sínum við lyfjabirgja í kjölfar
útboða, að þeir eigi alltaf öryggis
birgðir helstu lyfja. Í langflestum
tilvikum ganga þessir samningar
eftir. Engu að síður hefur bor
ið á skorti í auknum mæli undan
farin misseri,“ segir Guðný Helga
Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi
Landspítalans. Að hennar sögn er
allt kapp lagt á að spítalinn annað
hvort eigi eða hafi aðgang að þeim
lyfjum sem þarf að nota, til dæmis
með því að auka öryggisbirgðir eða
útvega staðgöngulyf þegar skortur
kemur upp. „Í einstaka tilfellum
hefur þó komið til þess að fresta
hefur þurft lyfjameðferð hjá sjúk
lingum í nokkra daga vegna skorts,“
segir Guðný Helga. Landspítalinn
fundi hins vegar reglulega með
dreifingaraðilum til þess að fá upp
lýsingar um hvaða aðgerða gripið
sé til varðandi úrbætur og fyrir
byggjandi aðgerðir varðandi lyfja
skort.
„Gera allt sem í þeirra
valdi stendur“
Lyfjastofnun hefur eftirlit með lyfja
iðnaðinum á Íslandi og þar á bæ
fylgjast menn grannt með biðlistum
dreifingaraðilanna. „Undanfarin ár
hefur stofnunin verið í miklum sam
skiptum við lyfjaheildsölurnar. Við
höfum átt marga fundi um hvernig
hægt sé að hindra að mannleg mis
tök endurtaki sig, slípa til verkferla,
auka samskipti og upplýsinga
miðlun til allra hlutaðeigandi. Það
er mat Lyfjastofnunar að allir séu
að gera allt sem í þeirra valdi stend
ur til að hindra skort og leysa úr
þeim tímabundna skorti sem kem
ur upp. Hins vegar getur margt
farið úrskeiðis og það gerist reglu
lega en almennt séð sýnist mér að
brugðist sé fljótt við og leitað allra
mögulegra lausna,“ segir Jóhann M.
Lenharðsson, sviðsstjóri hjá Lyfja
stofnun. n
„Þetta er til
háborinnar
skammar“
n Tónlistarmaðurinn Geir Ólafs fær
ekki nauðsynlegt lyf n Dæmi um að
lyfjameðferðum sé frestað á Land-
spítalanum vegna lyfjaskorts
Skortur Í einstaka tilfellum hefur þó komið til þess að fresta hefur þurft lyfjameðferð hjá
sjúklingum í nokkra daga vegna skorts, segir upplýsingafulltrúi Landspítalans. Mynd 123rf.coM
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Geir Ólafsson
Tónlistarmaðurinn
góðkunni er veru-
lega ósáttur við að
viðvarandi skortur
sé á nauðsynlegum
lyfjum hérlendis.
Mynd SiGtryGGUr Ari
„Ég gat
blessunar-
lega látið hana fá
nokkur stykki enda
sonur hennar
í alvarlegri stöðu
Sjálfstætt
starfandi
apótek
í Glæsibæ
Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30-18.00
Laugardaga frá kl. 10.00-14.00
Okkar markmið er að veita þér og þínum
framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf
Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn
Uppakomur • Leikir • Tilboð