Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 29
Menning 21Vikublað 30.–31. mars 2016
„Fólk heima áttar sig ekki endilega á því hvað hann er snjall“ Pétur um Bjarna
Þórarinsson.
verið góðvinir mínir áratugi. Þótt ég
hafi verið með verslun, þá eignaðist ég
aldrei neina nána vini í viðskiptum.“
Góð list kemur manni á óvart
Hvernig nálgast þú myndlist, hvern-
ig finnur þú að eitthvað höfðar til þin
í listaverki?
„Þegar maður hefur verið svona
lengi í þessu þarf verkið fyrst og fremst
að koma manni á óvart. Það er enginn
sem getur beint svarað því hvað góð
list er, en kannski er það einmitt það
sem kveikir áhuga hjá manni. Þegar
maður sér svoleiðis hlut þá getur
maður jafnvel orðið illur og hugsað:
„hvaða andskotans della er nú þetta?“
Kannski er það rétt, en kannski fer
maður í kjölfarið að hugsa meira um
þetta drasl og sér jafnvel að þarna sé
eitthvað áhugavert í gangi. Maður
hefur engan áhuga á hlutum sem
maður hefur séð oft áður og þekkir.
Þess vegna er mín söfnun nútíminn
og ég er voðalega lítið að fara aftur á
bak í tíma – ég hef gert það einstaka
sinnum, en þetta er fyrst og fremst
samtímalist,“ segir Pétur.
„Eins og með allar listir verður þú að
skilja úr hverju nútímalistin sprettur,
læra hvað hefur verið gert áður. Ef þú
veist það ekki þá sérðu engan mun.
Og í dag eru tímar eftirhermunnar í
myndlist. Þetta gengur svo hratt og
fólk er mikið að stæla hluti sem hafa
verið gerðir áður, á sjöunda og átt-
unda áratugnum. Í dag eru ofboðs-
lega margir listamenn – nemendum
í listaakademíum hefur fjölgað mikið
– en það eru fáir góðir listamenn. Það
eru auðvitað alltaf til góðir listamenn
á hverjum tíma, en þeir eru líka alltaf
mjög fáir,“ segir hann.
„Ef ég sé verk sem ég heillast af
þá geri ég mér svo far um að kynn-
ast listamanninum. Ég hef viljað
hafa persónulegt samband og kynn-
ast honum. Mér finnst áhugavert að
vita hvernig maðurinn er. Hann getur
náttúrlega verið bölvaður skíthæll en
samt búið til góða myndlist.“
Viltu frekar eiga verk eftir fólk sem
þér líkar vel við?
„Nei, nei, ef einhver sem manni
geðjast ekki að gerir samt gott verk, þá
hef ég ekkert á móti því að eignast það.“
Mínimalistarnir og
Íslendingasögurnar
Pétur hefur ekki einungis safn-
að list heldur einnig staðið fyr-
ir sýningarhaldi í tæpa þrjá áratugi,
fyrst sýndi hann verk eftir íslenska
samtímalistamenn í Gallerí Krók sem
var opnað 1988 í verslun hans við
Laugarveg 37.
Síðar fékk hann til landsins
fjöldann allan af heimsþekktum
myndlistar mönnum til að sýna í sýn-
ingarrýminu Önnur hæð, sem Pétur
og Ragna opnuðu í tveimur stofum á
heimili sínu árið 1992. Þetta verkefni
segir hann vera nokkuð sem hann sé
„dálítið montinn af“.
„Ég er ekkert viss um að þessir lista-
menn hefðu einu sinni svarað ef við
hefðum sent fyrirspurn um að sýna
í Svíþjóð eða Noregi, en Ísland lað-
aði fólk að,“ segir Pétur og segist telja
að þar hafi meðal annars spilað inn
í ákveðin fagurfræðileg samsvörun í
viðhorfi naumhyggjulistamannanna,
sem hann fékk til landsins, og Ís-
lendingasagnanna.
„Mínimalistarnir, eins og Donald
Judd, Carl Andre og svo Lawrence
Wiener, kunnu Íslendingasögurnar
nánast utan að. Sem er kannski ekk-
ert skrýtið því Íslendingasögurnar
eru svo blátt áfram. Þar var engin
mýtólógía, þetta er bara skýrt: þessi
var bara sonur þessa, þetta átti sér
stað og var svona. Ég held að þetta
hafi höfðað til þeirra, og verið á ein-
hvern hátt svipað og þeir voru að gera
í myndlistinni,“ útskýrir Pétur. „Sýn-
ingarhaldið var nánast eins og háskóli
fyrir mig því fólkið sem kom og sýndi
var flest yfirburðafólk í listum – fólk
sem er í yfirlitsritum yfir helstu lista-
menn síðustu aldar. Listafólkið kom
alltaf sjálft og setti upp sýningarnar og
mér tókst að tala við það, læra mikið
af því og margir urðu góðir vinir mín-
ir. Ósjálfrátt fékk maður því sjálfstraust
og trú á að maður vissi hvað maður
væri að gera,“ segir Pétur.
Eignaðist verkin með velvilja
Sýningarhaldið í Krók og á Annarri
hæð veitti Pétri þó ekki einungis sjálfs-
traust heldur eignaðist hann þannig
mörg af öndvegisverkum í safni sínu.
„Maður kynntist listafólkinu og fékk
að kaupa verk af því. Ég hef nefni-
lega aldrei verið með neitt sérstaklega
mikið af peningum, en ég gat eign-
ast verk eftir þetta fólk með velvilja
þeirra. Framan af keypti ég meira verk
eftir erlenda listamenn. Mér fannst
það spennandi. Það var svo eiginlega
ekki fyrr en árin eftir hrunið, þegar ís-
lenska krónan var allt í einu svo svaka-
lega léleg, að ég fór að kaupa meira af
íslenskri list. En ég hef raunar aldrei
gert neinn sérstakan greinarmun á ís-
lenskri og erlendri myndlist.“
Veistu hvað þú átt orðið mörg lista-
verk í dag?
„Líklega eru þetta svona á bilinu
fimmtán hundruð til tvö þúsund verk,
en ég er ekki alveg klár á því,“ segir
Pétur og skýtur svo inn góðu ráði til
upprennandi listaverkasafnara.
„Mér finnst stundum að ungt fólk
sem hefur áhuga á að safna mynd-
list skilji ekki að það er mjög mikið
af góðum listamönnum sem gera
„editionir“ sem kosta ekkert voðalega
mikið. Svo ef þú ert á sæmilegum laun-
um þá hefur þú alveg efni á að kaupa
svoleiðis, tvisvar eða þrisvar á ári. Þótt
það séu til tuttugu, fimmtíu eða jafnvel
hundrað eintök, hvað er það fyrir allan
heiminn – ef verkið er gott? Það er eins
og fólki finnist verk ekki góð nema þau
séu einstök. Það er bara misskilningur.
Fólk getur því alveg byrjað þar án þess
að það sé mjög loðið um lófana.“
Losar þú þig líka við verk sem þú
ert orðinn leiður á, eða geymir þú allt?
„Já, já, ég hef gert svolítið af því síð-
astliðin ár. Það eru kannski verk sem
maður keypti fyrir þrjátíu árum og
er búinn að fá eitthvað úr en höfða
kannski ekkert til manns lengur. Þá
sér maður ekkert eftir því. En þá er
það alltaf sama vandamálið, pen-
ingurinn fer beint í að kaupa annað
verk. Flestallir safnarar sem ég þekki
skipta mikið út og taka annað inn.
Enda er ég líka mjög mikið á móti því
að geyma verkin í geymslum. Þetta er
til dæmis orðið vandamál hjá mörg-
um stórum söfnum sem eiga 70, 80,
90 þúsund verk. Þau eru bara ofan í
geymslum og verða aldrei sýnd. Þá
er miklu betra að rótera listinni, selja
hana og kaupa,“ segir Pétur.
Gaman að miðla
fagnaðarerindinu
Listaverk úr safneign Péturs og Rögnu
voru fyrst sýnd á sérstakri sýningu
þegar Árátta var sett upp í Gerðarsafni
árið 2000. Í kjölfarið fór boltinn að
rúlla og árið 2003 var Safn stofnað
í samstarfi við Reykjavíkurborg, en
„Sumir laðast að
tónlist og geta
ekkert að því gert, aðrir
hafa óskaplega gaman af
því að grúska í bókum, en
það eru bara einhver gen
sem gera það að verkum
að myndlistin hefur fang-
að mig.
Framhald á næstu síðu
Ný námskeið
Hringsjá
Náms- og starfsendurhæfing
Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is
Námskeið í apríl 2016
• FJÁRMÁL - hefst 4. apríl
• TÖK Á TILVERUNNI - hefst 5. apríl
• ÚFF! ÚR FRESTUN Í
FRAMKVÆMD - hefst 5. apríl
• TÖLVUR 1 - hefst 5. apríl
• SJÁLFSTYRKING - hefst 6. apríl
• HEILbRIGT LÍFERNI - hefst 25. apríl
Er ekki kominn tími til að gera eitthvað