Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 30.–31. mars 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Ég þekki ekki
föður minn
Ég mæli alveg
hiklaust með þessu
Allt erfðamengi mitt hefur
verið raðgreint tvisvar
Forsetafarsinn
Ragna Fossberg veit ekki hver faðir hennar er. – DV Erna Hrund Hermannsdóttir lét son sin sofa í finnsku barnaboxi. – DVKári Stefánsson hefur skoðað sýni úr sjálfum sér. – DV
H
inn venjulegi Íslendingur þarf
að hafa sig allan við ætli hann
að muna hverjir hafa þegar
boðið sig fram til forseta Ís-
lands. Það sama á við ætli hann að
muna hverjir eru að íhuga málið. Sú
staða er uppi að galvaskir frambjóð-
endur virðast ekki þurfa hvatningu
fjöldans til að bjóða sig fram. Stuðn-
ingur Facebook-hópsins nægir mörg-
um, öðrum dugar að einn vinur og
maki lýsi yfir stuðningi, einn fram-
bjóðandi segist síðan hafa fengið
hvatningu úr heilagri ritningu.
Ljóst er að langflestir þeirra fram-
bjóðenda sem þegar hafa stigið fram
eiga eftir að reka sig á hinn harða
raunveruleika sem er sá að lítil sem
engin eftirspurn er eftir þeim. Þeir
geta þá huggað sig við að þeir hafi
samt komist í fjölmiðla og átt sína
fimmtán mínútna frægð. RÚV hefur á
síðustu vikum tekið frambjóðendur í
stutt viðtal sem er bæði útvarpað og
sýnt í sjónvarpsfréttum. Einstaka fjöl-
miðlar hafa sýnt álíka dugnað en aðrir
verið áhugalausari. Í viðtölunum
svarar frambjóðandinn kurteislega
orðuðum spurningum um það hvaða
áherslur hann muni hafa í embætti
og hvort hann ætli sér að breyta for-
setaembættinu. Frambjóðendur setja
sig umsvifalaust í hlutverk landsföður
og segjast ætla að brúa gjá milli þings
og þjóðar og eiga náið samtal við
þjóð sína – og svo framvegis. Þeir sem
hlusta og horfa vita mætavel að fram-
bjóðandinn hefur ekki fjöldafylgi á
bak við sig og mun ekki verða næsti
forseti lýðveldisins. Fréttamaðurinn
virðist sömuleiðis gera sér grein fyrir
þessu en hann er að vinna vinnuna
sína og reynir eftir bestu getu að láta
eins og ekkert sé.
Ásóknin í forsetaembættið er orðin
að aðhlátursefni manna á meðal – og
það má auðvitað segja að það sé bara
gott að þjóðin skemmti sér yfir ein-
hverju. Þegar ekki er þverfótað fyrir
frambjóðendum má hins vegar velta
því fyrir sér hvort ekki sé heppilegra
að þeir leggi fram meðmælalista
sinn áður en þeir fá ýtarlega umfjöll-
un í fjölmiðlum. Víst er að einhverjir
munu ekki ná að safna tilskildum
fjölda og heltast því úr lestinni. Nógir
verða samt eftir. Útsending RÚV frá
umræðum forsetaframbjóðenda
verður örugglega sérstök vegna fjölda
frambjóðenda. Þar mun hver fram-
bjóðandi ekki fá margar mínútur til
umráða og þungavigtarframbjóðandi
fær sama tíma og sá sem nær engan
stuðning hefur.
Ýmsir hafa áhyggjur af því að
næsti forseti verði kosinn með litlu
atkvæðamagni vegna aragrúa fram-
bjóðenda. Um leið ber að hafa í huga
að mjög líklegt er að sterkir frambjóð-
endur muni koma fram á næstu vik-
um. Á lokasprettinum munu því tveir
til þrír berjast um hylli þjóðarinnar.
Og þjóðin veit sínu viti. Hún hefur
fram að þessu borið gæfu til að velja
sér forseta sem hefur verið landi og
þjóð til sóma. Valið er hennar og hún
mun örugglega velja rétt. n
Lýkur ládeyðunni með
framboði Davíð?
Miklar líkur eru taldar á því
að Davíð Oddsson, ritstjóri
Morgunblaðsins og fyrrverandi
forsætisráðherra, lýsi yfir for-
setaframboði á næstu vikum.
Heimildir herma að unnið hafi
verið að framboðinu um langa
hríð og gerðar kannanir á stöðu
Davíðs í slíkum slag. Reyndar
segja sömu heimildir að stuðn-
ingur við Davíð sé öllu minni
en helstu hvatamenn hafi
ætlað. Engu að síður er talið að
hann hyggist láta slag standa.
Ljóst er að framboð Davíðs
myndi hrista rækilega upp í
þeirri annars litlausu og leiðin-
legu kosningabaráttu sem rekin
hefur verið síðustu vikur. Næsta
víst er að þá munu hópar fólks
hlaupa upp til handa og fóta,
upphefjast mun mikill grátkór
andstæðinga Davíðs eða oflof
stuðningsmanna. Það ætti hins
vegar að vera öllu áhugafólki
um pólitík ánægjuefni ef af
framboði Davíðs verður. Það
verður í það minnsta ekki lá-
deyða yfir kosningabaráttunni.
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002
Sama veRð í 8 áR!
Linsur fyrir
öll tækifæri
2500 kr.
Rússneska rúllettan á Súðavíkurhlíð
Á
rum saman hefur sú vit-
neskja legið fyrir að vegurinn
um Kirkjubólshlíð í Skutuls-
firði og Súðavíkurhlíð í Álfta-
firði er stórhættulegur vegfarendum
vegna tíðra ofanflóða, einkum snjó-
flóða. Þetta hefur komið átakanlega
glöggt í ljós í ofviðrum þeim sem
gengið hafa yfir Vestfirði undanfarin
ár. Þess eru mörg dæmi, þar með ný-
leg, að fjöldamörg snjóflóð hafi fallið
á þessari leið á fáeinum dögum. Fyrir
þremur árum féllu flóð úr 20 af 22
skilgreindum snjóflóðafarvegum
í Súðavíkurhlíð. Tepptust þar með
allar bjargir og aðföng til og frá Ísa-
firði, höfuðstað Vestfjarða. Þær að-
stæður sem þar með mynduðust eru
með öllu óásættanlegar fyrir íbúa
á norðanverðum Vestfjörðum sem
sækja heilbrigðisþjónustu og aðra
grunnþjónustu til Ísafjarðar. Vegur-
inn um Kirkjubólshlíð og Súðavíkur-
hlíð inn Djúp er helsta samgönguæð
íbúa á Ísafirði í þjóðvegakerfinu yfir
vetrarmánuðina.
22 snjóflóðagil á
2,8 kílómetra kafla
Nokkrar úttektir hafa verið gerðar
á síðustu árum um mögulegar úr-
bætur á leiðinni um Súðavíkurhlíð.
Í einni þeirra kemur fram að „ fyrir
þá sem ferðast daglega um Óshlíð
eða Súðavíkurhlíð er snjóflóða- og
grjóthrunshættan nálægt því að tvö-
falda árlegar dánarlíkur í umferðinni
sé miðað við meðaldánarlíkur Ís-
lendinga í umferðinni.“
Vegurinn um Súðavíkurhlíð er
einstæður hvað varðar snjóflóða-
hættu og grjóthrun. Víðast hvar er
vegurinn alveg með sjó, í 5–30 metra
hæð yfir sjávarborði, og því mjög
miklar líkur á alvarlegum slysum
sé ekið út af veginum. Innarlega á
Súðavíkurhlíð, á 2,8 kílómetra löng-
um kafla, eru 22 gil þar sem reglulega
verða snjóflóð, en eitthvert grjót-
hrun er á fjögurra kílómetra kafla.
Á Kirkjubólshlíð er snjóflóðahætta í
mörgum giljum, einkum innan til.
Úttektir sýna að snjóflóðum á
Súðavíkurhlíð hefur fjölgað mjög
eftir 1991 vegna breytinga á veður-
fari og ríkjandi vindátta sem valda
snjósöfnun og flóðum í hlíðinni.
Þannig mældust 56,2 snjóflóð á ári
á Súðavíkurhlíð 1991–2000 saman-
borið við 42,7 á hinni stórhættu-
legu Óshlíð sem nú hefur verið leyst
af hólmi með jarðgöngum til Bol-
ungarvíkur. Úttektaraðilar hafa bent
á að jarðgöng séu eina aðgerðin sem
tryggt getur fyllsta öryggi á þessari
leið auk þess sem þau mundu
stytta vegalengdina milli byggðar-
laga töluvert með tilheyrandi hag-
ræðingu og úrbótum fyrir sam-
skipti, atvinnulíf og þjónustu á
svæðinu. Á skalanum 1–10 mundu
jarðgöng fá árangurseinkunnina
10, en óbreytt ástand einkunnina
5. Það þýðir að Súðavíkurhlíðin er í
reynd rússnesk rúlletta með tilliti til
öryggis vegfarenda.
Íbúar langþreyttir
Íbúar á svæðinu og Fjórðungssam-
band Vestfirðinga hafa árum saman
knúið á um að hafist verði handa um
gerð jarðganga milli Skutulsfjarðar
og Álftafjarðar til þess að bæta úr því
ófremdarástandi sem sannarlega ríkir
að óbreyttu. Árið 2006 skrifuðu 1.439
manns undir „áskorun til ríkisstjórn-
ar um að hefja nú þegar rannsóknir og
undirbúning að jarðgangagerð milli
Súðavíkur og Ísafjarðar út frá samfé-
lagslegum og öryggissjónarmiðum“.
Vorið 2013 tók ég málið upp á Alþingi
sem fyrsti flutningsmaður þingsálykt-
unartillögu um að Álftafjarðargöng
verði þegar sett inn á samgönguáætl-
un sem næsta jarðgangaframkvæmd
á Vestfjörðum á eftir Dýrafjarðar-
göngum. Í millitíðinni verði tryggðar
viðunandi snjóflóðavarnir á Súða-
víkurhlíð. Nú hefur fjármagn fengist
til snjóflóðavarnanna en göngin eru
enn ekki komin á áætlun. Við það
verður ekki lengur unað. Hef ég því
að nýju lagt fram þingsályktun um
málið, með stuðningi annarra þing-
manna Norðvesturkjördæmis.
Í hnotskurn
Jarðgöng milli Skutulsfjarðar og
Álftafjarðar mundu ekki einungis
leysa öryggismál á Súðavíkurhlíð
heldur einnig á Kirkjubólshlíðinni
þar sem snjóflóð og grjóthrun hafa
einnig valdið vanda og hættu. Því má
öllum ljóst vera hvílíkt öryggismál
það er fyrir þá sem ferðast um þenn-
an veg að flýta sem mest má verða
jarðgöngum milli Skutulsfjarðar og
Álftafjarðar. n
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Þeir geta þá hugg
að sig við að þeir
hafi samt komist í fjöl
miðla og átt sína fimm
tán mínútna frægð.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Af Eyjunni