Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 30.–31. mars 20164 Gler og gluggalausnir - Kynningarblað Skelin ehf. Framúrskarandi svalalokunarkerfi, garðskálar, gluggar og hurðir frá Solarlux S kelin ehf., Höfðabakka 19 í Reykjavík, annast fram- leiðslu og sölu á svalalok- unarkerfum, sólstofum og garðskálum, gluggum, hurðum og fleiru frá þýska fyrir- tækinu Solarlux. Solarlux er leið- andi fyrirtæki á þessu sviði og einn sterkasti framleiðandi í gler- lokunum og glerskálum, jafnt til notkunar utandyra sem inn- andyra. Lausnir frá Solarlux eru meðal annars algengar fyrir sval- ir á einkaheimilum, hjá verslun- um, sundstöðum, veitingastöðum og víðar. Svalalokunarkerfi fást bæði með og án pósta og hið sama gild- ir um sólstofur og garðskála. All- ar póstalausar svalalokanir eru úr hertu gleri og rafhúðuðum ál- prófíl. Þök eru enn fremur úr ál- prófíl og aldrei notast við plast- efni. Skelin framleiðir enn fremur handrið og svalaganga og annað því um líkt líka. Er allur frágang- ur sérlega vandaður og snyrtilegur enda hefur Solarlux bæði gæði og hönnun í fyrirrúmi. Álbrautir geta verið í hvaða lit sem er en álgrár og hvítur eru staðallitir. Íslendingar þekkja Solarlux Solarlux svalalokanir hafa verið á íslenskum markaði um árabil og reynslan sýnir að kerfin þola vel ís- lensku veðráttuna enda geta þau verið fyrir glerþykktir frá 6 upp í 15 millimetra, sem er öflugra en nokkur önnur svalalokunarkerfi á markaðnum. Meðal helstu kosta svalalokana eru að þær eru auðveldar í notkun, hljóðeinangrun er allt að 17 desi- bel, þær verja svalir og tréverk inn af þeim gegn veðrum og minnka viðhaldsþörf húsnæðis. Það er auðvelt að þrífa þær að utan sem innan og þær halda ryki og óhrein- indum frá svölunum. Svalalokan- ir hafa auk þess þau þægindi í för með sér að garðhúsgögn, grill og aðrir hlutir geta verið á sama stað allt árið um kring. Skelin ehf. hefur verið starfandi í tíu ár og reksturinn gengið mjög vel, sífellt stækkar hópur ánægðra viðskiptavina. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Skeljarinnar ehf. Sem fyrr segir er Skelin til húsa að Höfðabakka 9, Reykjavík, og snýr að Vesturlandsvegi. Síminn er 578-6300 og netfangið skelinehf@ skelinehf.is n Í byrjun árs 2014 sameinuðust tvö rótgróin glerframleiðslufyrirtæki, Glerborg og Glerslípun & Spegla- gerð, undir nafni Glerborgar. Gler- borg hefur verið starfrækt í rúm 40 ár eða frá árinu 1972. Glerslípun & Speglagerð var hins vegar stofnað hálfri öld fyrr, eða 1922. Fyrirtækið varð enn öflugra síðla árs 2014 þegar Glerborg og Emar Byggingavörur sameinuðust. Rúnar Árnason er forstjóri Gler- borgar og segir hann Glerborg og Glerslípun & Speglagerð hafa verið í fremstu röð á sínu sviði frá stofnun. „Fyrirtækin hafa innleitt nýjungar og jafnframt verið brautryðjendur í framleiðslunýjungum og sértækum lausnum jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.“ Glerborg framleiðir spegla og gler af mörgum gerðum. Fyrirtækið flytur auk þess inn tvöfalt gler, viðhalds- fría PVC-u glugga, timburglugga, álglugga, útihurðir, hert gler og samlímd öryggisgler. Þá býður Gler- borg upp á fjölbreyttar og flottar lausnir í glerveggjum í skrifstofurými. „Við hjá Glerborg vorum að setja glæsilega og glænýja vefsíðu í loftið sem við mælum með að áhugasam- ir heimsæki því eitt hennar megin- hlutverka er að þjóna öllum við- skiptavinum okkar, stórum jafnt sem smáum, og auðvelda þeim að finna það sem þeir eru að leita að. Með þessu aukum við enn frekar þjónustu okkar,“ segir Rúnar. Með því að skoða heimasíðu Gler- borgar getur þú fundið allar vöru- tegundir sem eru í boði hjá Gler- borg á einfaldan hátt, hvort sem um ræðir gler, glugga og hurðir, spegla, Thermory-viðinn eða aðrar vörur. Síðan var sérstaklega hönnuð til þess að virka einnig vel í snjalltækjum svo þú getur skoðað hana í spjaldtölv- unni eða símanum þegar þér hentar. Sérfræðiaðstoð „Vefsíðan sýnir metnað okkar í því að verða langbestir í gleri. Við leggjum mikla áherslu á myndir og myndræna framsetningu á vefsíðunni. Það auð- veldar þér að sjá hvort sú vara sem þú ert að íhuga hentar þér og getur hæg- lega sparað þér tíma og fyrirhöfn. Að sjálfsögðu er þó alltaf best að kíkja í heimsókn til okkar hingað í Mörkina og þiggja bæði kaffibolla og góð ráð hjá sérfræðingunum,“ segir Rúnar. n Glerborg - Mörkinni 4 Reykjavík Sími: 565 – 0000. Netfang: glerborg@glerborg.is www.glerborg.is Glerborg: „Ætlum að verða langbestir í gleri“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.