Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 30.–31. mars 2016 Hæsta greiðslan fyrir tillögu gegn spilakössum n Eiginmaður þáverandi stjórnarþingmanns fékk verkefnið n Frumvarpið sofnaði R íflega fjórðungur af öllum þeim kostnaði sem innanríkis ráðuneytið varði til kaupa á sérfræðiþjónustu á þriggja ára tímabili, frá 2010 til 2012, fór í vinnu við tillögur um tak- mörkun á aðgengi að spilakössum. Kristófer Már Kristinsson, eigin- maður Valgerðar Bjarnadóttur, þá- verandi og núverandi þingmanns Samfylkingarinnar, var fenginn í verk- ið af þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, og fékk hann greiddar ríflega 4,6 milljónir fyrir störf sín á árinu 2012. Frumvarp, sem sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var meðal annars byggt á tillögum Kristófers, varð aldrei að lögum. Hæsta einstaka greiðslan Upplýst var um greiðslurnar í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem spurði alla ráðherra á dögunum um útgjöld ráðuneyta þeirra vegna sérfræði-, ráð- gjafar- og kynningarstarfa á árunum 2010, 2011 og 2012, eða í tíð síðustu ríkisstjórnar. Enn hafa ekki öll ráðuneytin svarað fyrirspurn Willums en það hafa þó forsætisráðuneytið og inn- anríkisráðuneytið gert. Í sundur- liðuðu svari innanríkisráðuneytisins kemur fram að keypt var sérfræði- þjónusta fyrir ríflega 19,1 milljón króna á tímabilinu sem spurt var um. Þar ber fjárhæðin til Kristófers af og er hæsta einstaka greiðslan. Næst- hæsta greiðslan er til samanburðar til Juris eignarhaldsfélags fyrir störf í fjár- haldsstjórn Álftaness upp á tæpar 2,2 milljónir og þriðja hæsta greiðslan er til Þorleifs Gunnlaugssonar, fyrrver- andi borgar fulltrúa Vinstri grænna, sem var formaður nefndar um efl- ingu sveitarstjórnarstigsins sem innanríkis ráðherra skipaði í mars 2011. Skorin upp herör gegn spilafíkn DV óskaði eftir frekari upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um vinnu Kristófers í ljósi þess hversu kostnaðar söm hún var samanborið við aðra aðkeypta vinnu ráðuneytis- ins á því tímabili sem spurt var um. Samkvæmt upplýsingum frá innan- ríkisráðuneytinu fólst vinna Kristó- fers einkum í að fara yfir lög og regl- ur um söfnunarkassa, framkvæmd hér á landi og samanburð við önn- ur Norðurlönd. Einnig bar honum að setja fram ábendingar um leiðir og þörf fyrir aðgerðir sem miða að því að takmarka aðgengi að spilakössum og draga úr líkum á ánetjun. Sem fyrr segir varð til lagafrum- varp sem byggði meðal annars á til- lögum Kristófers og var það lagt fram á Alþingi í nóvember 2012. Þar var meðal annars lagt til að komið yrði á fót Happdrættisstofu sem hefði það hlutverk að standa að áhættumati á peningaspilum. Málið var umdeilt en fjallað var um frumvarpið í alls- herjar- og menntamálanefnd og var greinargerð Kristófers Más lögð fyrir nefndina. Glærusýning Annar afrakstur vinnunnar var að Kristófer kynnti forsendur hugsanlegra aðgerða á fundi þar sem niðurstaða rannsóknar um spilavanda Íslendinga var kynnt í mars 2012. Samkvæmt frétt af fundinum á vef innanríkisráðuneyt- isins kom fram að hann hefði kannað forsendur aðgerða fyrir hönd ráðu- neytisins. Fór hann yfir málið með glærusýningu sem bar yfir skriftina: „Græskulaus skemmtun EÐA dauðans ALVARA!“ sem er aðgengileg á netinu. Þar lagði Kristófer áherslu á að for- gangsverkefni yrði að vera að skipu- leggja ólík meðferðar úrræði þannig að þau standi fíklum til boða og séu sýni- leg, koma yrði á virku eftirliti með pen- ingaspilum og gagnaöflun og setja lög eða reglur sem tryggi ábyrga spilun. Ekkert „agenda“ Aðspurður um tilefni fyrirspurna sinna um útgjöld ráðuneyta á síð- asta kjörtímabili segir Willum að sam bærilegar fyrirspurnir Katrínar Jakobs dóttur, formanns Vinstri grænna, um útgjöld ráðuneyta í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi ver- ið góðar og nokkuð sem hann teldi mikil vægt að draga fram. „Þess vegna fannst mér, til að hafa samanburðinn, gott að fá þetta upp. Þetta er auðvitað eitthvað sem al- menningur á að fá að sjá og ætti að birta reglulega,“ segir Willum. „Það var ekkert „agenda“ í þessu. En þetta dregur fram að ef þú sérð svipað mynstur óháð því hverjir sitja við stjórnvölinn þá er eðlilegt að þetta sé birt jöfnum höndum og eitthvað sem almenningur á að vera upplýstur um ef hann vill fylgjast með því.“ DV óskaði eftir skýringum frá innan ríkisráðuneytinu á miklum kostnaði við verkefni Kristófers, saman borið við önnur verkefni sem birtast í svari við fyrirspurn Willums. Þar segir að kostnaðurinn við ráð- gjöf Kristófers hafi verið byggður á samkomulagi sem gert var um verk- efnið og samþykktum reikningum samkvæmt því. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Milljónaverk Hæsta einstaka greiðsla innanríkisráðuneytisins vegna sérfræðiþjónustu á árunum 2010 til 2012 var vegna vinnu við tillögur um takmörkun á aðgengi að spilakössum. Verkið hlaut eiginmaður þáverandi stjórnarþingmanns. Mynd dV Eyþór ÁrnaSon Kynnt á fundi Kristófer Már Kristinsson sést hér flytja erindi á fundi þar sem kynnt var niðurstaða rannsóknar um spilavanda meðal Íslendinga. Mynd InnanríKISrÁðunEytIð athyglisverð forsíða Glærusýninguna prýddi þessi sérstaka forsíða. Mynd InnanríKIS- rÁðunEytIð „Þetta er auðvitað eitthvað sem almenningur á að fá að sjá og ætti að birta reglulega. Elsta vEitingahús REykjavíkuR staRfandi í 80 áR Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin Aðeins sjö samningar af 74 til staðar Einungis hafa verið gerðir þjón- ustusamningar við 7 af 74 öldr- unarheimilum í landinu. Ríkis- endurskoðun telur mikilvægt að hraða samningum við heimilin. Liðin eru þrjú ár frá því að stofnunin benti velferðarráðu- neytinu á að samningar lægju þá aðeins fyrir við átta heimili af 73. Samningarnir eru gerðir á nokkurra ára fresti. Stofnunin hvatti ráðuneytið til að bæta úr þessu og efla eftir- lit sitt með þjónustu og rekstri heimilanna. Ríkisendurskoðun segist ekki vera að ítreka ábendingar sínar frá 2013, en bendir á að samningar gangi hægt. Í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendur- skoðunar kemur fram að samn- ingagerð við öldrunarheimili og eftirlit með þjónustu þeirra og rekstri séu nú lögbundin verk- efni Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands liggja fyrir drög að rammasamningi við hjúkrunarheimili sem sinna öldrunarþjónustu. Áætlað er að búið verði að semja við heimilin á þeim grundvelli á þessu ári. Stofnun- in bendir á að samningagerðin hafi gengið hægt og að einungis sjö samningjar séu frágengnir. Það sé mikilvægt að hraða vinnunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.