Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 37
Fólk 29Vikublað 30.–31. mars 2016
í alla bíla
Varahlutir
Við einföldum líf bíleigandans
Laugavegur 24
Sími 555 7333
puplichouse@publichouse.is
publichouse.is
HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ
PUBLIC HOUSE
GASTROPUB?
Banvæn blanda
Leikkonan Brittany Murphy lést á heimili
sínu aðeins 32 ára, þann 20. desem-
ber árið 2009. Nokkrir samverkandi
þættir eru taldir hafa dregið Murphy
til dauða; lungnabólga, blóðleysi og
banvæn blanda af lyfjum til meðhöndla
öndunarfærasjúkdóma. Þegar eiginmað-
ur Murphy lést af svipuðum orsökum
aðeins fimm mánuðum síðar krafðist
móðir hennar þess að heimili þeirra
hjóna yrði rannsakað og leitað að myglu.
Hún var sannfærð um að mygla væri
orsakavaldurinn. En það fannst hvorki
mygla á heimilinu né í líkömum þeirra við
krufningu. Þó er talið að slæmur aðbún-
aður á heimili þeirra hafi átt sinn þátt í
veikindunum sem hrjáðu þau bæði.
Stakk sér til sunds
Söngvarinn Jeff Buckley og hljómsveit hans
gerðu hlé á upptökum þann 29. maí 1997 og
settust við Missisippi-ána til að slaka á og
hlusta á útvarpið og Buckley ákvað skyndi-
lega að fá sér sundsprett í öllum fötunum.
Félagar hans vöruðu hann við því að þetta
gæti verið hættulegt en hann hlustaði ekki
á þá. Þegar bátur sigldi framhjá forðuðu
félagarnir sér lengra upp á bakkann til að
útvarpið sem þeir voru með blotnaði ekki,
en á sama tíma misstu þeir sjónar á Buckley.
Þrátt fyrir að lögregla og leitarflokkar væru
kallaðir fljótt til fannst lík hans ekki fyrr en
4. júní. Það fundust hvorki leifar af lyfjum
né áfengi í líkama Buckleys og dánarorsökin
var skráð drukknun vegna slyss.
Lést samstundis Ofurhuginn og
krókódílafangarinn Steve Irwin beið bana þann 4. september
árið 2006 þar sem hann var við tökur á heimildamynd
við norðurströnd Ástralíu. Stingskata stakk
hann beint í hjartastað en þær ráðast
mjög sjaldan á fólk og og árásirnar
eru sjaldan banvænar. Læknar
telja að Irwin hafi látist sam-
stundis bæði vegna þess
hve oddurinn var beittur og
eitrunaráhrifin mikil.
Málið
endur-
opnað
Leikkonan Natalie Wood
drukknaði þann 29. nóvember
1981 eftir að hafa fallið af
snekkjunni Splendour þar sem
hún hafði verið að skemmta
sér ásamt eiginmanni sínum
Robert Wagner, leikaranum
Christoper Walken og fleirum.
Dánarorsökin var skráð sem
drukknun vegna slyss á sínum
tíma en lögregluyfirvöld opnuðu
málið aftur árið 2011 og var þá
dánarorsökin skráð sem
drukknun og aðrir þættir.
Réttarmeinafræðingar
munu hafa skoðað
krufningarskýrslur
Wood aftur og þá séð
að mælingar á þvagi í
þvagblöðru hennar hafi
bent til þess að hún
hafi verið meðvit-
undarlaus þegar
hún lenti í vatninu.
Það bendir til
þess að eitthvað
saknæmt hafi átt
sér stað varðandi
dauða hennar.