Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 30.–31. mars 2016 Önnur atlaga að breytingum á stjórn HB Granda n Stefnir í átök á stjórnarfundi n Lífeyrissjóðir vilja fá inn tvo nýja stjórnarmenn L ífeyrissjóðir sem eru í hópi stærstu hluthafa HB Granda munu leitast eftir því að fá inn tvo nýja stjórnarmenn, sem verða fulltrúar sjóðanna í stjórn félagsins, á aðalfundi sjávarútvegsfyr­ irtækisins 1. apríl næstkomandi. Allt útlit er fyrir að áform lífeyrissjóðanna um breytingar á fimm manna stjórn félagsins nái fram að ganga í ljósi þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna, næststærsti hluthafi HB Granda með 12,09% hlut, gerði kröfu um svokall­ aða margfeldiskosningu til kosningar stjórnar síðastliðinn miðvikudag. Samanlagður eignarhlutur lífeyris­ sjóðanna í HB Granda á meðal 20 stærstu hluthafa nemur ríflega 33%. Sá eigendahópur sem stendur að baki Kristjáni Loftssyni, stjórnarfor­ manni og einum stærsta hluthafa fé­ lagsins, hefur fram til þessa haft tögl og hagldir í HB Granda þar sem allir fimm stjórnarmenn fyrirtækisins hafa verið studdir af þeim hópi hlut­ hafa. Samkvæmt heimildum DV gætir verulegrar óánægju af hálfu Kristjáns með þá ákvörðun Lífeyrissjóðs versl­ unarmanna að kalla eftir margfeldis­ kosningu. Hefur hann komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri við líf­ eyrissjóðinn. Þaulsætin stjórn Frambjóðendur lífeyrissjóðanna í kosningu til stjórnar verða þau Anna G. Sverrisdóttir og Albert Þór Jónsson. Er Önnu stillt fram af Lífeyrissjóði verslunarmanna en Albert Þór hefur að undanförnu falast eftir stuðningi annarra lífeyrissjóða í hluthafahópi HB Granda, samkvæmt heimildum DV. Tilkynnt var um framboð til stjórnar félagsins í gær, þriðjudag, en að því gefnu að þeir lífeyrissjóðir sem eru í hópi hluthafa HB Granda styðji Önnu og Albert Þór ætti það að duga til að tryggja kjör þeirra beggja. Anna, sem er dóttir Sverris Júlíussonar, for­ manns Landssambands íslenskra út­ vegsmanna 1944 til 1970, var í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna á ár­ unum 2013 til 2016. Albert Þór hefur meðal annars starfað sem forstöðu­ maður eignastýringar LSR frá 2001 til 2005 og situr núna í stjórn Regins fast­ eignafélags. Núverandi stjórnarmenn HB Granda bjóða sig allir fram til áfram­ haldandi setu í stjórn félagsins. Auk Kristjáns er stjórnin skipuð þeim Hall­ dóri Teitssyni, Hönnu Ásgeirsdóttur, Rannveigu Rist og Þórði Sverrissyni. Fram kom í úttekt ViðskiptaMoggans á síðasta ári að stjórn HB Granda væri sú þaulsætnasta af þeim sem stýra fyrir tækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Er meðalstarfsaldur stjórnar­ innar núna komin yfir tíu ár og þannig hefur Kristján setið í stjórninni allt frá árinu 1988. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lífeyris­ sjóðirnir reyna að koma fulltrúum sín­ um að í stjórn HB Granda en saman­ lagður hlutur þeirra í félaginu hefur farið vaxandi eftir að HB Grandi var skráð á markað í apríl árið 2014. Á að­ alfundi félagsins í apríl í fyrra tefldu lífeyrissjóðirnir fram þeim Helgu Hlín Hákonardóttur lögfræðingi og Birgi S. Bjarnasyni, sem þá sat í stjórn Lífeyris­ sjóðs verslunarmanna, í kosningu til stjórnar HB Granda. Tilraun lífeyris­ sjóðanna til að ná fram breytingum á stjórn félagsins rann hins vegar út í sandinn þar sem sjóðirnir fóru ekki fram á margfeldiskosningu í tæka tíð fyrir aðalfund. Þeim eigendahópi sem hefur verið leiddur af Kristjáni Lofts­ syni dugði því einfaldur meirihluti atkvæða á fundinum til að tryggja óbreytta stjórn. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf hluthafa sem eiga að lágmarki 10% hlutafjár svo hægt sé að kalla eft­ ir margfeldiskosningu. Verður slík krafa jafnframt að koma fram ekki síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Margfeldiskosning fer þannig fram að kosið er á milli einstaklinga sem eru í kjöri til stjórnar. Gildi hvers atkvæð­ is skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Stærsti einstaki hluthafi HB Granda er Vogun hf. sem á ríflega þriðjungshlut í félaginu. Vogun er í eigu Hvals hf. en stærsti hluthafi þess félags er Fiskiveiðihluthafafé­ lagið Venus. Það félag er síðan aftur að stærstum hluta í eigu systkinanna Kristjáns Loftssonar og Birnu Lofts­ dóttur. Auk ýmissa smærri hluthafa HB Granda skipar Hampiðjan, sem á 8,79% hlut í sjávarútvegsfyrirtæk­ inu, þann eigendahóp sem stendur að baki Kristjáni í stjórn fyrirtækisins. HB Grandi er með mestu aflahlut­ deild íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og nemur hún 10,8% af úthlutuðu aflamarki. Er HB Grandi því eitt verð­ mætasta fyrirtæki landsins en miðað við gengi bréfa félagsins við lok við­ skipta í Kauphöllinni í gær nemur markaðsvirði alls hlutafjár félagsins rúmlega 70 milljörðum króna. n Þriggja milljarða arðgreiðsla Á aðalfundi HB Granda næstkomandi föstudag leggur stjórn félagsins til að greiddur verði út arður til hluthafa, um þrír milljarðar króna. Samtals var hagnaður félagsins 6,5 milljarðar á árinu 2015 og nemur arðgreiðslan því tæplega helmingi af hagnaði síðasta árs. Þá leggur stjórn fyrirtækisins einnig til að laun stjórnarmanna hækki um 20%, eða úr 200 þúsund krónum í 240 þúsund krónur. Laun stjórnarformanns verða tvöfalt hærri. Þetta er annað árið í röð sem stjórnin kemur með tillögu að hækkun stjórnarlauna en á aðalfundi félagsins 2015 var samþykkt að hækka launin um 33%. Þrátt fyrir áhrifin af viðskiptabanni rússneskra stjórnvalda þá jukust tekjur HB Granda um nærri milljarð króna á síðasta ári og námu samtals 31 millj- arði. Heildareignir félagsins voru ríflega 55 milljarðar króna í árslok 2015. Skuldir HB Granda á sama tíma voru hins vegar aðeins um 21 milljarður og var eiginfjár- hlutfall félagsins því um 62%. Hörður Ægisson hordur@dv.is Átök á stjórnarfundi Fram til þessa hefur sá eigendahópur sem stendur að baki Kristjáni Loftssyni haft tögl og hagldir í stjórn HB Granda. Mynd dV Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.