Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 28
20 Menning Vikublað 30.–31. mars 2016 Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 É g hef aldrei haft neitt sérstak- lega mikinn pening, en ein- hvern veginn í andskotanum hefur manni tekist að eignast þetta,“ segir listaverkasafnarinn Pétur Arason. Við sitjum í eldhúsinu á bak við bjart sýningarrýmið í Safni, sem er staðsett á Levetzovstræti 16 við norð- austurhorn Dýragarðsins, Tiergarten, í miðju Berlínar. Það er ennþá hvítvín og gos í ísskápnum eftir gærkvöldið, en þá var opnuð í galleríinu Visiology/ Methodology ný sýning á verkum eftir Bjarna H. Þórarinsson og Hanne Dar- boven. Tugir ef ekki hundruð gesta kíktu við og virtu fyrir sér íslenska og þýska samtímalist í samhengi. Verkin eru úr einkasafni Péturs og eiginkonu hans Rögnu Róberts- dóttur myndlistarkonu en á rúm- lega hálfri öld hafa þau eignast stærra safn samtímalistaverka en nokkrir aðrir Íslendingar – hátt í tvö þúsund verk. Hluti þessa einstaka safns er á hverjum tíma til sýnis í sýningarrými hjónanna, sem nefnist einfaldlega Safn. Þau er með útibú í Reykjavík og Berlín, en undanfarin ár hafa hjónin dvalist hluta ársins í heimabænum og hluta ársins í þýsku menningarhöfuð- borginni. Heillaðist af nýlistinni „Sumir laðast að tónlist og geta ekk- ert gert að því gert, aðrir hafa óskap- lega gaman af því að grúska í bókum, en það eru bara einhver gen sem gera það að verkum að myndlistin hefur fangað mig,“ segir Pétur. Hann var ungur farinn að aðstoða föður sinn við rekstur verslunarinnar Faco – sem varð síðar að Levi’s-búð- inni – og tók við rekstrinum þegar faðir hans lést fyrir aldur fram. „Bara fimmtán ára var ég byrjaður að reka verslunina með pabba og vegna vinnunnar var ég oft að þvælast er- lendis, í Amsterdam og London. Þegar ég átti frí þá laðaðist ég að söfn- unum, eins og til dæmis Stedejlik í Amsterdam,“ segir hann. Fyrsta listaverkið í safnið, málverk eftir Kristján Davíðsson, fékk Pétur að gjöf frá föður sínum árið 1963 þegar hann var 19 ára, eftir að hafa fylgt honum í heimsókn á vinnustofu lista- mannsins. En listáhuginn kviknaði á miklum umbrotatíma í listheimin- um og heillaðist Pétur fljótt af hinni nýstárlegu list: hugmyndalist, naum- hyggju, flúxus og fleiri framsæknum nýlistahreyfingum. „Þó það hafi auðvitað ótrúlegt margt verið búið að gerast í þessa veru á 20. öldinni – Rússarnir Malevich og Mondrian, Dadað og margt fleira – er eins og þetta hafi allt komið saman upp úr 1960 og þá varð algjör bylting. Þetta minnti nánast á Endurreisnina, það hafði ekki annað eins skeð í mörg hundruð ár. Viðfangsefni myndlistar- innar breyttist, því fram að því höfðu þetta nánast eingöngu verið málverk og styttur. Maður mætti bara á mál- verkasýningar, þar sem verkin voru kannski hengd upp í tveimur röðum, fyrir ofan hver aðra. En á þessum tíma fer myndlist líka að snúast um rýmið og arkitektúr og allt breytist. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir hvað er stutt síðan,“ segir Pétur. Hann gerir hlé á máli sínu og sperrir eyrun, einhver hefur gengið inn í galleríið. Pétur sprettur á fætur og stekkur fram, heilsar gestinum og leiðir hann um sýninguna, rabbar og svarar spurningum. „Alveg frá því að ég byrjaði hefur mér liðið vel í þessu umhverfi, í því að stússast í og skoða myndlist,“ segir hann þegar gesturinn er farinn. „ Allir mínir bestu vinir og kunningjar eru myndlistarmenn og þetta hefur bara æxlast svona. Við Ragna konan mín kynntumst ung, þegar hún var í Myndlistar- og handíðaskólanum, og svo hafa karlar eins og Kristján [Guð- mundsson] og Hreinn [Friðfinnsson] n Pétur Arason á stærsta einkasafn samtímalistaverka á Íslandi n Hátt í tvö þúsund verk í safninu Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég hef virkilega gaman af því að kynna góða íslenska listamenn hérna“ Hér stendur Pétur fyrir framan verk eftir listamanninn Bjarna H. Þórarinsson. Verkin, sem eru byggð á skákeinvígi Fischer og Spassky í Reykjavík, eru sýnd í Safni í Berlín um þessar mundir. „ Í dag eru tímar eftirhermunnar í myndlist Að safna samtímanum „Maður hefur engan áhuga á hlutum sem maður hefur séð oft áður og þekkir. Þess vegna er mín söfnun nútíminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.