Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 30.–31. mars 2016 Kynningarblað - Gler og gluggalausnir 7 Faris ehf. með eftirsóknarverða þjónustu og áreiðanlegar lausnir F aris ehf. er innflutnings­ fyrirtæki á sviði byggingar­ iðnaðar og mannvirkjagerð­ ar sem stofnað var árið 2009. Sigurður Magnússon fram­ kvæmdastjóri segist leggja mikla áherslu á að bjóða einungis gæða­ vörur samkvæmt reglugerðum. „Stefna okkar er að veita viðskipta­ vinum eftirsóknarverða þjónustu og áreiðanlegar lausnir. Markmiðið er meðal annars að koma til móts við þarfir leikra sem lærðra á ís­ lenskum byggingamarkaði með því að vera stöðugt að bæta þjónustu okkar og auka vöruúrvalið,“ segir Sigurður. „Við erum meðvitaðir um mikilvægi umhverfisverndar og veljum því að bjóða vörur frá birgjum sem vinna stöðugt að umhverfisvernd með framleiðslu sinni,“ bætir hann við. Nýr sýningarsalur „Í nýjum sýningarsal okkar að Gylfaflöt 3 getur þú skoðað VEL­ FAC glugga af ýmsum stærðum og gerðum. Það er því um að gera að koma og fá sér rjúkandi nýmalað kaffi, skoða úrvalið og þiggja ráð­ gjöf hjá okkur,“ segir Sigurður. „Ef þú sendir okkur teikningar eða aðr­ ar upplýsingar á netfangið faris@ faris.is gerum við þér tilboð þér að kostnaðarlausu. Þú getur einnig haft samband við okkur og sent inn teikningar,“ bætir hann við. Eru með VELFAC gluggana á sanngjörnu verði „VELFAC gluggar eru hágæða nú­ tímalegir gluggar á sanngjörnu verði,“ segir Sigurður. „Einstök verkfræðileg hönnun og vönduð smíði VELFAC glugga setur þá í fremstu röð þegar kemur að styrk og endingu, kröfum um orkusparnað og hámarks nýtingu dagsbirtunn­ ar,“ segir hann í framhaldinu. VEL­ FAC gluggar eru sérsmíðaðir sam­ kvæmt þínum óskum. Allt frá árinu 1952 hafa hönnuðir og verk­ fræðingar VELFAC unnið að þróun glugganna til að mæta síaukn­ um kröfum um gæði, endingu og virkni. „Gluggarnir eru litaðir eftir óskum viðskiptavina og eru VEL­ FAC gluggarnir með fimm ára ábyrgð,“ segir Sigurður. Mikilvægt að vanda valið og skoða alla kosti „Að velja glugga til framtíðar er mikilvæg fjárfesting. Þess vegna borgar sig að vanda valið og skoða alla kosti með tilliti til mestu gæða, flottrar hönnunar, orkusparnaðar og góðrar endingar,“ segir Sigurður. Bjóða upp á fernskonar hágæða VELFAC glugga VELFAC 200 Energy er alveg ný lausn með þreföldu gleri, sem færir U­ gildið á standard glugga niður í 0,5 og gerir gluggann þar með gríðarlega einangrandi og orkusparandi. „Þetta er fáanlegt í öllum VELFAC gerðum: VELFAC 200, RIBo og VELFAC Classic gerðum og eru allir með einstöku svíf­ andi útliti VELFAC hönnunarinnar,“ segir Sigurður. Fjórða tegund VEL­ FAC glugganna sem Sigurður býður upp á er nýjungin VELFAC Edge sem er með kanti og eru þeir hentugir fyrir byggingar frá 1960 til 2000. „Með VELFAC Edge færðu nýja vöru með 30 ára reynslu. Endurnýjun bygginga frá 1960 til 2000 gerir kröfu um bæði útlit og getu. Með VELFAC Edge færðu glugga með tvöföldu/þreföldu gleri, sem henta vel fyrir byggingar þess tíma. Sterkbyggð hönnun glugganna hefur árlega verið þróuð og betrumbætt frá árinu 1985. Með VELFAC gluggum sameinar þú alla þessa kosti,“ segir Sigurður. Opnunartími skrifstofunnar er frá kl.10.00 til 17.00 mánudaga til föstu­ daga. n MyNdir sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.