Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Blaðsíða 27
Vikublað 30.–31. mars 2016 Sport 19 „Snýst allt um Ríó“ n Maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson stefnir á ólympíulágmark í Dusseldorf n Kominn á síðasta séns L ars Lagerbäck, landsliðsþjálf- ari ásamt Heimi Hallgríms- syni, hefur sex sinnum leitt landslið til leiks á stórmót. Í þrígang kom hann Svíum í 16- liða úrslit; á HM 2002, EM 2004 og HM 2006. Einn leikur tapaðist 2-0 í venjulegum leiktíma, annar tapaðist á gullmarki og sá þriðji í bráða- bana í vítaspyrnukeppni. Í þrígang kom hann liðum sínum (Svíþjóð og Nígeríu) ekki upp úr riðlinum. Hann hefur hins vegar aldrei farið stigalaus af stórmóti. Ísland mætir Portúgal, Austur- ríki og Ungverjalandi á EM í Frakk- landi. Lars Lagerbäck kemur inn í mótið með mikla reynslu af stórmót- um. Hann á að baki 18 leiki í riðli á stórmóti. Af þeim hefur hann unnið 4, gert 8 jafntefli en tapað 6. Í hrein- um úrslitaleikjum, í 16-liða úrslitum, hefur hann tapað öllum þremur viðureignunum. Tvær þeirra þurfti að framlengja og önnur þeirra réðst í bráðabana, eins og fyrr greinir. Hér fyrir neðan má sjá árangur Lars Lagerbäck sem þjálfari lands- liða á stórmótum, ýmist sem eini þjálfarinn eða annar tveggja. EM 2000 Lið: Svíþjóð Fjöldi stiga: 1 stig Markatala: -2 (2-4) Svíar komust með stæl í lokakeppn- ina með því að vinna alla leikina nema einn – jafntefli við Eista á útivelli. Lars og Tommy Söderberg voru saman landsliðsþjálfarar. Sví- ar voru bjartsýnir en þeir léku í riðli með Belgum, Tyrkjum og Ítölum. Mótið varð mikil vonbrigði. Þeir töp- uðu gegn gestgjöfum Belga í fyrsta leik 2-1, þar sem Emile Mpenza var hetja heimamanna. Markalaust jafn- tefli fylgdi í kjölfarið, gegn Tyrkjum áður en 2-1 tap í leik gegn Ítölum varð staðreynd. Markið skoraði Hen- rik nokkur Larsson en Di Biagio og Del Piero skoruðu fyrir Ítali. Svíar sátu eftir með eitt stig. HM 2002 Lið: Svíþjóð Fjöldi stiga: 5 Markatala: 0 (5-5) Svíar lentu í dauðar- iðli á HM 2002, með Argentínu, Englandi og Nígeríu. Fyrsti leikurinn var við Eng- land þar sem niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Niclas Alexandersson skor- aði mark Svía en Sol Campbell fyr- ir England – eftir sendingu frá Dav- id Beckham. Í leiknum við Nígeríu lentu Svíar aftur undir en tvö mörk frá Henrik Larsson tryggðu liðinu sinn fyrsta sigur. Í lokaleiknum, gegn Argentínu, tókst Svíum að knýja fram jafntefli og unnu þar með riðil- inn. Liðið mætti Senegal í 16-liða úr- slitum. Eftir sænskt mark frá Hen- rik Larsson og senegalskt frá Henri Camara þurfti að framlengja. Zlatan Ibrahimovic skaut að marki eftir frá- bæran sprett upp völlinn í stað þess að senda á félaga sína sem voru í upplögðu færi. Anders Svensson átti síðar skot í stöng áður en Henri Camara skoraði gullmark með mátt- lausu skoti sem fór í stöng og inn. EM 2004 Lið: Svíþjóð Fjöldi stiga: 5 Markatala: +5 (8-3) Væntingar voru ekki miklar fyr- ir mótið en 5-0 sigur á Búlgaríu í fyrsta leik breytti því snarlega. Í þeim leik voru Fredrik Ljungberg, Zlatan Ibrahimovic og Henrik Lars- son á meðal markaskorara. Ítalir reyndust Svíum óþægur ljár í þúfu. 1-1 varð niðurstaðan fyrir tilstilli stórleiks Andreas Isaksson og stór- kostlegs marks Zlatans Ibrahimovic þegar skammt var eftir. Nágranna- þjóðin Danmörk beið í lokaleikn- um. Með 2-2 jafntefli var tryggt að bæði lið færu áfram, á kostnað Ítalíu. Sú varð niðurstaðan eftir spennandi leik. Í 16-liða úrslitum mætti Svíþjóð Hollandi. Eftir framlengdan marka- lausan leik og langa vítaspyrnu- keppni kom það í hlut Olofs Mell- berg að taka spyrnu. Edwin van der Sar varði skotið og Hollendingar komust áfram. HM 2006 Lið: Svíþjóð Fjöldi stiga: 5 Markatala: +1 (3-2) Svíar voru enn á ný með á stór- móti á HM 2006. Eftir bragðdauft markalaust jafntefli á móti Trínidad og Tóbagó tryggði Fredrik Ljungberg Svíum sigur með marki á 89. mínútu í leik gegn Paragvæ. Svíar náðu svo 2-2 jafntefli á móti Englendingum í lokaleiknum og tryggðu sér þannig annað sæti riðilsins. Svíar mættu Þjóðverjum í 16-liða úrslitum og töpuðu þar 2-0 fyrir gestgjöfunum. EM 2008 Lið: Svíþjóð Fjöldi stiga: 3 Markatala: -1 (2-3) Svíar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi Evrópumeistara, Grikki, 2-0 í opnunarleiknum, með mörkum frá Zlatan Ibrahimovic og Petter Hansson. Næsti leikur var gegn Spánverjum. Úr varð hörkuleikur sem leit út fyrir að ætla að verða marka- laus, allt þar til David Villa skoraði mark með góðu skoti á 93. mínútu. Lokaleikurinn var gegn Rússum þar sem Svíar töpuðu 2-0 og voru úr leik. Lars hætti með landsliðið eftir undankeppnina fyrir HM 2010, þegar liðinu mistókst að tryggja þátttöku sína í lokakeppninni. HM 2010 Lið: Nígería Fjöldi stiga: 1 Markatala: -2 (3-5) Í febrúar 2010 tók Lars við nígeríska landsliðinu og sat undir ákúrum um að hann og umboðsmaður hans hefðu þurft að reiða mútufé af hendi til að hreppa starfið. Á HM lenti liðið í riðli með Argentínu, Grikklandi og Suður-Kóreu. Í fyrsta leiknum, gegn Argentínu, lenti liðið undir snemma leiks, eftir mark frá Gabriel Heinze. Þar við sat. Mark frá Kalu Uche kom Nígeríu í forystu í leiknum gegn Grikk- landi. Grikkjum tókst að skora tvö mök og knýja fram 2-1 sigur. Í lokaleiknum, gegn Suður-Kóreu, var staðan 2-1 fyrir Suður-Kóreu þegar Yakubu skaut bolt- anum fram hjá auðu marki, úr tveggja metra fjarlægð. Hann skoraði seinna úr víti en 2-2 úrslit þýddu að Nígeríu- menn voru úr leik. n Í helming skipta upp úr riðlinum n Árangur Lars Lagerbäck á stórmótum n Hefur lengst komist í 16-liða úrslit keppni að stærstum hluta sjálf- ur. Hann þiggur hvergi peninga- greiðslur enda segir hann að lítið sé um styrktaraðila. Hann fái skó og einhvern fatnað, jafnvel vítamín en stærstan hluta kostnaðarins ber hann sjálfur. „ Stundum tek- ur Frjálsíþróttasambandið þátt í þessu, eins og til dæmis um helgina, en svona er þetta bara.“ Hann viðurkennir að það væri ljúft að geta verið í æfingabúðum í hverjum mánuði en hann leiði hugann sjaldan að slíku. „Mað- ur er orðinn vanur þessu og þetta er það sem maður vill gera. Það er ágætis jafnvægi í þessu.“ Topp 30 væri draumur En hver er eru markmið hans fyrir Ólympíuleikana, nái hann lágmarki? Hvað er raunhæft fyrir hann að ná framarlega? Í London hafnaði Kári í 42. sæti. „Það gekk nokkuð vel þá en mað- ur ætti að geta verið eitthvað sterkari – náð aðeins betri degi. Topp 30 væri algjör draumur. Það er óraunhæft að stefna hærra. Langflestir þeirra sem keppa á Ólympíuleikunum eru atvinnu- menn en ég er í fullri vinnu og er ekki samkeppnishæfur við þá allra bestu. Hvað þá Afríku- búana, sem eru á öðru plani.“ n Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.