Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Side 8
Helgarblað 15.–18. apríl 20168 Fréttir 436 milljónir í sérfræðinga n Vinna við Icesave-samninga dýr n 5 ráðuneyti keyptu sérfræðiráðgjöf fyrir 1,4 milljarða F jármála- og efnahagsráðu- neytið hefur upplýst að kostnaður við aðkeypta sér- fræðiráðgjöf vegna Icesave- samninganna nam 436 millj- ónum króna á árunum 2010, 2011 og 2012. Stærstur hluti rann til breska ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint Partners, eða ríflega 181 milljón króna. Lögmannastofa Lee Buchheit, formanns Icesave-samninganefndar- innar, Cleary Gottlieb Steen, fékk rúmar 104 milljónir fyrir ráðgjöf og vinnu vegna samninganna umdeildu sem felldir voru í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem frægt er orðið. 988 milljónir alls Upplýst er um þennan gríðarlega kostnað í svari fjármála- og efna- hagsráðherra við fyrirspurn frá Will- um Þór Þórssyni, þingmanns Fram- sóknarflokksins, um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningar- starfa á árunum 2010, 2011 og 2012. Fyrirspurnirnar voru lagðar fram í byrjun febrúar, en svar fjármálaráðu- neytisins barst á miðvikudag. Þar kemur fram að tilfallinn kostnaður vegna kaupa eða milligöngu ráðu- neytisins um kaup á þjónustu sem þessari nam 988.145.449 krónum á tímabilinu. 44 prósent af öllum út- lögðum kostnaði ráðuneytisins í sér- fræðiráðgjöf voru því vegna Icesave. Aðrir stórir útgjaldaliðir sem sundur- liðaðir eru í svari ráðuneytisins eru að mestu vegna uppgjörs föllnu bankanna. Hawkpoint Partners fékk þannig ekki aðeins rúmlega 181 millj- ón króna vegna Icesave heldur annað eins vegna uppgjörs föllnu bank- anna. Samtals 361,5 milljónir króna frá ráðuneytinu. Dýrara en allur kostnaður fjögurra ráðuneyta Fjármálaráðuneytið var fimmta ráðuneytið, af níu, til að svara fyrir- spurn Willums Þórs en fjögur eiga enn eftir að svara. Þar á meðal þrjú vegna breytinga sem urðu á ríkis- stjórninni í síðustu viku og fjallað er um á öðrum stað hér í blaðinu. Til að setja kostnaðinn vegna Icesave- samninganna eina og sér í samhengi þá var aðkeypt þjónusta vegna þeirra dýrari en öll sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarvinna sem hin fjögur ráðuneytin sem svarað hafa fyrir- spurninni keyptu á sama tímabili. Heilbrigðisráðuneytið, forsætisráðu- neytið, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið og innanríkisráðuneytið greiddu 396 milljónir fyrir ýmiss konar sérfræðiþjónustu á sama tíma. Af þessum fjórum ráðuneytum reyndist dýrasta einstaka verk- efnið á því tímabili sem spurt var um vera hjá heilbrigðisráðuneytinu vegna ómskoðana og brottnáms á PIP-silí- konbrjóstapúðunum sem DV fjallaði um í síðasta blaði. Þá var í forsætisráðuneytinu varið um 33,5 milljón- um alls vegna hátíða- halda í tilefni af tveggja alda afmæli Jóns Sig- urðssonar. Útgjöldin meiri þá Eins og DV hefur greint frá var tilefni fyrirspurna hans sambærilegar fyrir- spurnir Katrínar Jakobsdóttur um þessi útgjöld í tíð núverandi ríkis- stjórnar á árunum 2014 til og með október 2015. Þau ráðuneyti, sem svarað hafa fyrirspurn Willums, vörðu sam- kvæmt svörum við fyrirspurn Katrínar alls 497 milljónum króna í sérfræði,- ráðgjafar- og kynn- ingarvinnu á tímabilinu sem fyrir- spurn formanns Vinstri grænna tók til. sömu fimm ráðuneyti keyptu sérfræðiþjónustu fyrir tæpar 1.400 milljónir á árunum 2010–2012. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Icesave-samninganefndin Þrettán félög, fyrirtæki og einstaklingar fengu greitt fyrir sérfræðiþjónustu sína vegna Icesave-samninganna. Kostnaður vegna Icesave-tengdra verkefna nam 436 milljónum króna. MynD SIgtryggur ArI ráðherrakapall Ýmsar hrókeringar voru gerðar á ráðherr-um ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Svona leit ríkisstjórnin út eftir breytingar þann 31. desember 2011, á því tímabili sem fyrirspurn Willums Þórs tekur meðal annars til. Lee Buchheit Lögmannastofa formanns samninganefndarinn- ar fékk ríflega 104 milljónir króna fyrir ráðgjöf og vinnu vegna Icesave-samninganna. Dýr vegferð Steingrímur J. Sigfússon var fjármála- og efna- hagsráðherra á tímabilinu og stóð í miðju Icesave- deilunnar í leit að lausn. Samn- ingaleiðin reyndist ekki sú lausn. Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp, í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.