Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Page 11
Fréttir 11Helgarblað 15.–18. apríl 2016 ELSKAN, HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ HAFA MEÐ BERNAISESÓSUNNI? Alvöru grillsósur sem gera gott betra. Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is Bakarameistari & Konditormeistari Allt frá konfektmola upp í fullbúna veislu Þ ingmenn sem biðu svara við fyrirspurnum sínum á Al- þingi frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og sjávar- útvegs- og landbúnaðarráð- herra neyðast til að leggja þær fram aftur og beina þeim til þeirra sem tóku við ráðherrastólunum í ríkis- stjórnarhrókeringum síðustu viku. Ástæðan er ákvæði laga um þing- sköp Alþingis sem kveður á um að ef ráðherra sem fyrirspurn er beint til hverfur úr embætti falli fyrirspurnir til hans, sem ósvarað er, niður. Sem kunnugt er tók Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi sjávar útvegs- og landbúnaðarráð- herra, við sem forsætisráðherra af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þann 8. apríl síðastliðinn. Við skip- un fyrsta ráðuneytis Sigurðar Inga hvarf Gunnar Bragi Sveinsson úr utanríkisráðuneytinu og tók við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir kom ný inn sem utanþingsráðherra og tók við utanríkisráðuneytinu. Ein afleiðing þessara breytinga er að fjölmargar ósvaraðar fyrir- spurnir voru felldar niður. Þónokkrir þingmenn ráku sig á þetta í vikunni. Meðal annars Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem beðið hafði svara frá utanríkisráðherra um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa á síðasta kjörtímabili sem DV hefur fjallað um. Willum Þór hafði beðið svara við þeirri fyrirspurn síðan 3. febrúar. Þingmaðurinn þurfti því, líkt og aðrir þingmenn, að gjöra svo vel og leggja nýja fyrirspurn fram á þriðjudag og beina henni til Lilju Alfreðsdóttur, nýskipaðs utanríkisráðherra, til að fá svörin sem hann hafði þegar beðið eftir í rúma tvo mánuði. Einhverjum gæti fundist þetta óþarfa formlegheit þar sem oft er það starfsfólk viðkomandi ráðu- neyta sem svarar fyrirspurnum, en lög um þingsköp eru skýr hvað þetta varðar. Ráðherra er skrifaður fyrir svarinu og leggur væntanlega blessun sína yfir það og því skal þessi háttur hafður á. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi standa aðrar fyrirspurnir til þeirra ráð- herra sem ekki færðu sig um sess. Upplýsingar um hversu margar fyrirspurnir féllu niður höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fyrirspurnir þarf að leggja fram á ný Ráðherrabreytingar kalla á endurtekningar Spurningar stílaðar á ráðherra Þingmenn sem áttu útistandandi fyrirspurnir og biðu svara frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar fyrir breytingarnar í síðustu viku neyðast til að leggja þær fram aftur. Þeim verður að beina til þess ráðherra sem situr í viðkomandi stól hverju sinni. Mynd Sigtryggur Ari nýjar stöður Þegar nýir ráðherrar eru skipaðir þarf að endurtaka fyrirspurnir sem þegar lágu fyrir. E iginmaður varaþingmanns- ins Álfheiðar Ingadóttur, lög- maðurinn Sigurmar Kristján Albertsson, segir að ekkert fé- lag sem hann hafi á undanförnum árum stofnað fyrir umbjóðendur sína, hafi verið stofnað á erlendri grundu. Þetta kemur fram í yfir- lýsingu sem hann sendi frá sér um miðjan dag í gær, fimmtudag. Hann hafnar því alfarið að eiga eða hafa átt félag á aflandssvæðum eða í skattaskjólum. Morgunblaðið greindi frá því fyrr um daginn að Sigurmar hefði stofnað félagið Sýrey og verið forsvarsmaður þess þegar það var skráð á Tortola. Þessu hafn- ar Sigur mar alfarið í samtali við Eyjuna. Hann hafi stofnað félagið Sýrey þegar hann vann fyrir Kaup- þing á sínum tíma. „Það var stofn- að þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands upp í Borgarfirði, í kringum Langá. Ég sá um þau skuldaskil og stofnaði þetta félag, og raunar annað einnig, sem að tók við þessum eignum. Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxem borg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006.“ Hann hafi ekki heyrt af fé- laginu síðan eða komið nálægt því. Í frétt Morgunblaðsins er Sýrey sagt hafa verið í eigu Holt Investment Group Ltd. á árunum 2005 til 2014. Holt Investment hafi verið skráð á Tortola, á heimilisfangi lögfræðistof- unnar Mossack Fonseca. Þá kemur einnig fram í fréttinni að Sýrey hafi verið skráð á Tortola, sem fyrr segir. Sigurmar segir að þetta sé bull. Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður sagði í samtali við DV að Reykjavík Media hefði leitað sér- staklega að nafni Álfheiðar Inga- dóttur og Sigurmars Kristjáns Albertssonar, eins og öðrum stjórn- málamönnum, í gögnunum. Þau hefðu ekki fundist. Frétt Morgun- blaðsins hafi því komið honum í opna skjöldu. n baldur@dv.is Hafnar tengingu við aflandsfélög Eiginmaður Álfheiðar ingadóttir segir að frétt Morgunblaðsins sé bull Varaþingmaður Nöfn Álfheiðar Ingadóttur og Sigurmars K. Albertssonar fundust að sögn ekki í Panamaskjölunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.