Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Page 14
Helgarblað 15.–18. apríl 201614 Fréttir Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Allt til hanny rða160 garnt egundir Glerborg ehf • Mörkinni 4, 108 Rvk. • S: 565 0000 • Opið 8-17 virka daga • www.glerborg.is Fáðu þéR SvalaGleR FRá GleRbORG FyRiR SuMaRið 2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG 2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG 2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG Fáðu tilboð! Eigandi StEðja vill kaupa ÖlgErðina Ö llu gríni fylgir einhver alvara,“ segir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, spurður hvort hann ætli að gera kauptil- boð í Ölgerð Egils Skallagrímsson- ar. Dagbjartur birti í síðasta mánuði Facebook- færslu þar sem greint var frá ákvörðun stjórnenda örbrugg- hússins um að bjóða í Ölgerðina, einn stærsta gos- og áfengisfram- leiðanda landsins, sem á eignir upp á þrettán milljarða króna og hefur síðustu ár náð ársveltu upp á 18 til 19 milljarða. „Eins og alþjóð veit þá kemur landnámsmaðurinn Eg- ill Skallagrímsson úr héraði brugg- hússins, Borgarfirði,“ sagði í Face- book-færslunni. Heim í hérað Formlegt söluferli Ölgerðarinnar hófst föstudaginn 4. mars síðast- liðinn. Tveimur vikum síðar birtist á Facebook-síðu Steðja færsla um að „fjársterkir aðilar“ væru gengnir til liðs við brugghúsið og vildu taka þátt í að fá Ölgerðina „heim í hérað“. „Í þessari færslu var fólgin ákveðin yfirlýsing um það hvernig þetta sölukerfi á áfengi er byggt en einnig alvara. Ég get ekki sagt hverj- ir þetta eru en þarna er um að ræða bæði innlenda og erlenda aðila sem hafa áhuga á að leggja fjármagn í þetta. Þar af eru tveir fjársterkir einstaklingar að utan sem eru góðir kunningjar okkar og langar að fjár- festa hér á landi, sem voru hjá okk- ur þegar ég skrifaði þessa færslu. En það hefur ekki orðið neitt meira úr þessu en hins vegar hafa ýmsir haft samband við okkur eftir að fær- slan fór í loftið,“ segir Dagbjartur og heldur áfram: „Við ætlum að taka þetta bet- ur saman og ég á alltaf eftir að setja mig í samband við seljendurna, til að sjá hvernig ferlið er, og þá fer ég betur yfir það og kynni það fyrir þessum aðilum.“ Lokað söluferli Seljendurnir sem Dagbjartur vísar til eru eigendur Eignarhaldsfélags- ins Þorgerður ehf., OA eignarhalds- félags og F-13 ehf. Þorgerður á 45% hlut í Ölgerðinni en eignarhaldsfé- lagið er í meirihlutaeigu framtaks- sjóðsins Auðar 1 sem er í rekstri verðbréfafyrirtækisins Virðingar. OA eignarhaldsfélag er í eigu Októs Einarssonar, stjórnarformanns Öl- gerðarinnar, og Andra Þórs Guð- mundssonar, forstjóra fyrirtækisins, og á 38% hlut í því. F-13 er í eigu framkvæmdastjóra Ölgerðarinn- ar. Stefnt er að því að selja fyrir- tækið í beinni sölu í lokuðu söluferli en áður stóð til að fara með félagið á hlutabréfamarkað og skrá það í Kauphöll Íslands. Býðst innlend- um sem erlendum fjár- festum að leggja fram tilboð. Ölgerðin, sem var stofnuð 1913, greindi í nóv- ember frá sinni bestu afkomu frá upphafi en fyrirtækið skilaði þá 600 milljóna hagnaði fyrir tekju- skatt. Brugghús Steðja var stofn- að 2012 og er í eigu fjölskyldunnar á bænum Steðja í Borgar firði. Vör- ur fyrirtækisins hafa vakið mikla athygli hér heima sem erlendis en Steðji framleiðir meðal annars þorrabjór, bruggaðan með taðreykt- um hvalaeistum, og þarabjór. n n vill Ölgerð Egils Skallagrímssonar í Borgarfjörð n „Öllu gríni fylgir einhver alvara“ Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Hins vegar hafa ýmsir haft samband við okkur Stórhuga Dagbjartur Arilíusson vill Ölgerðina „heim í Borgarfjörð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.