Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2016, Page 10
Helgarblað 29. apríl–2. maí 201610 Fréttir Sérbakað fyrir þig Allt fyrir fermingar tertur, heitir réttir, brauðtertur, snittur og margt fleira. Sími: 483 1919 - almarbakari@gmail.com Hveragerði og Selfossi H ópur manna hefur, hart- nær hvert sumar, leitað að fjársjóði musterisriddara á hálendi Íslands. Í farar- broddi er Ítalinn Giancarlo Gianazza sem telur sig hafa fundið vísbendingar í meistaraverkum Dante, da Vinci, Boticelli og Raph- ael sem allar vísa á ákveðinn stað, ár farveg uppi á Kili. Á leitarstaðnum hafa undanfarin ár fundist enn fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að fótur sé fyrir kenningum Gianazza auk þess sem eitt af höfuðverkum okkar Íslendinga, Sturlunga, leik- ur mikilvægt hlutverk í lausn ráð- gátunnar. Enn einn leiðangurinn er fyrir hugaður í sumar. Tortóla miðalda Íslenskt samfélag nötrar nú um stundir út af uppljóstrunum úr svokölluðum Panama-skjölum. Skjölin sýna fram á hvernig fjöl- margir íslenskir valdamenn fluttu verðmæti frá landinu á tímabili þar sem ástandið hérlendis var vægast sagt ótryggt. Ekkert er hins vegar nýtt undir sólinni og í gegnum söguna eru mörg dæmi um slíkt, að verð- mætum sé skotið undan í öruggt skjól. Eitt hugsanlegt dæmi byggir á þeirri kenningu að árið 1217 hafi herflokkur musterisriddara ferðast alla leið til Íslands til þess að koma verðmætum fjársjóði í öruggt skjól við heimskautabaug. Ísland var, samkvæmt þessari kenningu, því eins konar Tortóla miðalda. Byltingarkennd túlkun meistaraverks Þessi kenning á rætur sínar að rekja til rannsókna Giancarlo Gianazza, ítalsks stærðfræðings, á meistaraverki ítalskra bókmennta, Guðdómlega gleðileiknum eftir Dante Alighieri, sem ort var í byrjun 14. aldar. Í kvæð- inu lýsir Dante ferðalagi sínu um helvíti (Inferno), hreinsunareldinn (Purgatorio) og að lokum paradís (Paradiso) í fylgd rómverska skálds- ins Virgil og drottningarinnar Beat- rice. Dante var frumkvöðull í að skrifa á ítölsku talmáli frekar en latínu og því hefur hann verið titlaður „Fað- ir ítölskunnar“. Það er því í meira lagi n Enn einn leiðangurinn fyrirhugaður í sumar n Kenningin byggist á Gleðileik Dante Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Leitin að fjársjóði musterisriddaranna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.