Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 12.–14. júlí 2016 Fréttir 11 HVAR ER SÓSAN? Það er aðeins eitt sem er ómissandi í pítu og það er pítusósan. Kannski pítubrauðið líka. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar Dega-fjölskyldan er komin heim fjölskyldunni til aðstoðar í ferlinu. Sérstaklega nefnir hún starfsfólk Útlendingastofnunar, menntamála- ráðuneytis og Vinnumálastofnun- ar, starfsfólk og nemendur Flens- borgarskóla, Hjördísi Kristinsdóttur og síðast en ekki síst Hildi Þorsteins- dóttur. n „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hingað á föstudaginn var að fara í göngutúr. Opnaði heimili sitt „Nú eru þau bara fólk sem vinnur og býr á Íslandi“ Hildur Þorsteinsdóttir kynntist fjölskyldunni fyrst í gegnum sjálfboðastarf Rauða krossins, en upp úr því þróaðist með þeim vinskapur. „Ferlið er allt búið að vera mjög erfitt fyrir fjölskylduna,“ segir Hildur í samtali við blaðamann DV. „Daginn sem þau fóru af landi brott hafði Flensborgarskóli haldið útskriftarveislu fyrir Joniödu, en formleg útskrift frá skólanum var ekki fyrr en viku síðar. Hún fékk ekki leyfi til að dvelja hér lengur. Ég og dóttir mín keyrðum þau út á völl um nóttina og grétum alla heimleiðina, þetta var svo átakanlegt. Þau ákváðu sjálf að fara um nóttina, því annars hefði lögreglan sótt þau.“ Mikið álag Hildur segir að álagið hafi verið mikið á fjölskylduna alla fyrir brottvísunina, en minnist sérstaklega á ástand yngri drengsins, Vikens. „Hann var orðinn eins og beinagrind þegar þau fóru. Mér datt bara í hug barn í fangabúðum þegar ég horfði á hann.“ „Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona flókið. Skënder og Nazmie eru þrældugleg og menntuð en gátu ekki framfleytt sér og börnunum í heimalandinu. Hann hafði ekkert gert af sér nema að hafa „rangar“ pólitískar skoðanir, þess vegna var öryggi þeirra ógnað og þau sættu hótunum. Umhverfið í Albaníu er mjög óöruggt og til að mynda algengt að fólk gangi um með byssur. Það vill enginn vita af þeim í Albaníu enda hafa ættingjar þeirra, sem tekst hefur að koma sér úr landi, verið að hjálpa þeim fjárhagslega því ferlið allt hefur verið mjög dýrt.“ Opnaði heimili sitt Hildur segir að hún og aðrir sem stutt hafa fjölskylduna hafi allan tímann verið viss um að þau mundu snúa aftur heim – til Íslands. „Nú eru þau bara fólk sem vinnur og býr á Íslandi. Þau bjuggu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar, en eru núna búin að finna leiguíbúð í Hafnarfirði sem þau fá afhenda á næstu dögum. Frá því þau komu hafa þau dvalið heima hjá mér, þau voru á götunni og ég stödd erlendis svo ég opnaði bara heimilið fyrir þeim. Þau hafa eignast fullt af vinum, enda yndislegt fólk. Ég hringdi í þau á laugardaginn og þá voru þau í kirkju, sem þau hafa sótt hverja helgi. Ég er himinlifandi yfir því að þau séu komin heim.“ Fjölskyldan Nazmie, Joniada, Vikem og Skënder. Á myndina vantar eldri soninn, Visar. Mynd Sigurður Mikael JónSSOn Góðærismet slegið í utanlandsferðum Metið má að mestu rekja til EM í knattspyrnu M et var slegið í júnímánuði þegar ríflega 67 þúsund ís- lenskir farþegar innrituðu sig í flug í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Fyrra metið var frá 2007 en þá fóru 54.799 Íslendingar úr landi, samkvæmt Ferðamálastofu. Þessir tveir júnímánuðir eru í nokkrum sérflokki þegar kemur að utanlandsferðum Íslendinga en talningar Ferðamálastofu ná aftur til ársins 2004. Þetta met má að mestu leyti rekja til Evrópumótsins í knattspyrnu þegar tugþúsundir Íslendinga fóru utan til að styðja íslenska landsliðið í keppninni. Boðið var að auki upp á fjölda aukaferða til frönsku borg- anna þar sem leikirnir fóru fram. Í þessu sambandi er vert að slá þann varnagla að hugsanlega er óvenju algengt að um fleiri en eina brottför hjá sama einstaklingi sé að ræða. Slíkt er þó ekki hægt að segja fyrir um með neinni vissu. n Flugtak Margir fóru út til að horfa á Ísland spila á EM. Mynd Sigtryggur ari Ingibjörg í ársleyfi frá Seðlabankanum Framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins í nám við Harvard I ngibjörg Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, hefur ný- lega farið í leyfi frá störfum sín- um hjá bankanum þar sem hún er á leið í framhaldsnám. Áætlað er að Ingibjörg snúi aftur til starfa eftir eitt ár en hún mun á næstu vikum hefja meistaranám í opinberri stjórnsýslu (MPA) við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Rannveig Júní- usdóttir mun gegna starfi Ingibjargar á meðan hún er í leyfi. Ingibjörg hefur stýrt starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans allt frá árinu 2009, fyrst sem for- stöðumaður en síðar sem fram- kvæmdastjóri eftirlitsins. Áður en Ingibjörg tók til starfa hjá Seðlabank- anum hafði hún starfað sem lög- fræðingur hjá Straumi fjárfestinga- banka. Ingibjörg átti meðal annars sæti í framkvæmdahópi stjórnvalda um afnám fjármagnshafta sem var komið á fót í ársbyrjun 2015 en áætl- un hópsins var kynnt í Hörpu í júní síðar það ár. n hordur@dv.is ingibjörg guðbjartsdóttir Hefur stýrt gjaldeyriseftirlitinu frá 2009.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.