Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 12.–14. júlí 2016 Hvattur til að taka smálán þegar peningarnir kláruðust n Lenti í svikara á netinu n Sagðist vanta pening til að kosta útför móður sinnar, sem er á lífi Þ etta hefur reynst mér mjög erfitt og skömmin er mikil. Mér líður eins og algjörum hálfvita að hafa látist blekkj- ast og gleypt við þessum lygum hennar,“ segir Jóhann Guðni Harðarson, 22 ára gamall maður, sem millifærði rúmlega 220 þúsund krónur inn á reikning íslenskrar konu til þess að hjálpa henni að standa straum af útför móður sinnar. Síðar kom í ljós að móðir henn- ar var sprelllifandi. Jóhann Guðni er ósáttur við viðbrögð lögreglu sem sagðist ekki geta hjálpað honum og hann óttast að fjármunirnir séu glat- aðir. DV hefur undir höndum hluta af samskiptum þeirra tveggja, auk upplýsinga um millifærslur. DV hef- ur heimildir fyrir því að fleiri einstak- lingar hafi lánað konunni fjármuni. „Erfitt að treysta ókunnugu fólki í framtíðinni“ Jóhann Guðni og konan kynntust fyrr á árinu á stefnumótasíðu og byrjuðu að spjalla reglulega saman. „Fljótlega sagði hún mér í óspurðum fréttum að móðir hennar hefði látist og hún væri í vandræðum með að standa straum af öllum þeim kostnaði sem fylgdi út- förinni. Fyrst vantaði hana 20 þúsund krónur til þess að greiða sem stað- festingu fyrir kistulagningunni en síð- an vatt sagan upp á sig og kostnaður- inn jókst,“ segir hann. Jóhann Guðni er öryrki sem glímt hefur við andleg veikindi sem hann hefur tekist á við af festu. Hann sá fram á bjartari tíma, en það að lenda í klóm fjársvikara hefur haft afar nei- kvæð áhrif á líðan hans. Að hans sögn eru fjármál ekki hans sterkasta hlið. „Ég geri mér ekki grein fyrir verð- mætiunum sem eru á bak við þess- ar tölur í heimabankanum og þess vegna var ég auðvelt fórnarlamb fyr- ir þessa konu. Hún kunni að ýta á alla takka hjá mér varðandi samúð og góðvild. Þetta mál hefur reynst mér mjög erfitt og það á eftir að reynast mér erfitt að treysta ókunnugu fólki í framtíðinni,“ segir Jóhann Guðni. Hann hitti konuna aldrei meðan á þessu ferli stóð en hún sendi honum hins vegar reglulega myndir af sér við leik og störf sem jók á traust hans og trúnað gagnvart henni. Laug til um lát móður sinnar Konan sem hafði af honum fé starfaði sem skólaliði fyrir rúmu ári síðan en virðist hafa látið af störfum. Eftir að hafa sannfært Jóhann Guðna um að millifæra inn á sig 40 þúsund krón- ur þá gekk hún sífellt lengra varð- andi frekari peningalán. „Hún sagði mér að fyrrverandi vinnuveitandi sinn hefði farið illa með sig og skuld- aði sér laun. Það mál væri hins vegar í vinnslu og innan tíðar fengi hún það greitt og þá gæti hún gert upp við mig,“ segir Jóhann Guðni. Hann hafi tekið útskýringar henn- ar trúanlegar enda hefði hann ekki getað ímyndað sér að einhver gæti logið um lát móður sinnar til þess að svíkja fé út úr fólki. „Það fellur marg- víslegur kostnaður til út af jarðarför og hún bað um hjálp út af því öllu. Fyrir prestinum, kistunni og erfi- drykkjunni og ég beit á agnið enda vorkenndi ég henni sárlega,“ segir Jó- hann Guðni. Að hans sögn var konan afar sannfærandi auk þess sem hún sagði honum ítrekað frá hversu illa henni liði út af fráfalli móður sinn- ar. „Í eitt skipti sagðist hún vera að íhuga sjálfsvíg og mér fannst ýmislegt benda til þess að henni væri alvara. Ég hringdi þá á lögregluna til þess að óska eftir aðstoð en þegar ég sagði henni að hjálp væri á leiðinni varð hún fokreið og krafðist þess að ég myndi hringja aftur og segja að upp- lýsingarnar væru ekki réttar,“ segir Jó- hann Guðni. Þá sagðist konan vera einbirni og hefði engan til að leita til. „Í góð- mennsku minni lánaði ég henni því meira fé,“ segir Jóhann Guðni. Alls lagði hann rúmlega 220 þúsund krón- ur inn á konuna og fékk fjölbreyttar skýringar frá henni um hvenær von væri á endurgreiðslunni. Hann hef- ur aðeins fengið um fjórðung upp- hæðarinnar til baka. „Ég átti smá sjóð en ég endaði með því að lána henni allt mitt fé. Þegar ekkert var eftir þá spurði hún hvort ég gæti ekki tek- ið smálán og millifært lánið á hana,“ segir Jóhann Guðni. Ósáttur við viðbrögð lögreglu Segja má að það hafi verið kornið sem fyllti mælinn og í kjölfarið leit- aði hann til vinar síns. Nánari eftir- grennslan þeirra leiddi í ljós að konan hafði logið til um allt sem hún sagði Jóhanni Guðna. Móðir hennar var sprelllifandi og hún átti nokkur systk- ini. Í kjölfarið ákvað Jóhann Guðni að leita til lögreglunnar en þar var hon- um frekar fálega tekið. „Ég er mjög ósáttur við viðbrögð lögreglunnar. Fulltrúinn sem var á vakt yppti bara öxlum og tjáði mér að það væri ekkert sem lögreglan gæti gert í þessu. Síð- an var mér nánast hent öfugum út af stöðinni,“ segir Jóhann Guðni. Hann er ráðþrota og óttast að fjár- munirnir séu týndir og tröllum gefn- ir. Þá hefur DV heimildir fyrir því að fleiri einstaklingar hafi lánað kon- unni fjármuni. n Konan: Gætiru gert mér smá greiða i viðbót og ég skal leggja inná þig 100 kall á mgr Jóhann: ókei, hvað nú? Konan: Allt klárt fyrir jarðarför og það en ég sjálf á 0 kr. og vantar bensín og mat og allt :( Eftir að Jóhann samþykkir lánið Konan: þú ert yndislegur. Ég hringdi strax í kennarasambandi áðan þegar ég var ekki búin að fá launin og þeir ætluðu að vinna í þessu strax fyrir mig. Vona að það gerist á eftir, annars borga ég í fyrramálið. Jóhann: Glæsilegt. Konan: æj takk fyrir að skilja mig elskan :* enda mun ég ALDREI SVÍKJA ÞIG :* ég er ekki þannig tussa Konan: En hva segiru gætir þu gert mér pínu meiri hjálp :( Konan: æj þú vilt það ekki :( Jóhann: hvað þarftu mikið ? Konan: gætir þú kannski 30 þá gæti ég haft smá kaffisopa á eftir fyrir prest og svoleiðis :( Jóhann: Jamm, ekkert mál Konan: Ef þú mátt missa 40 væri það æði og ég legg inn 150 til baka Konan: En gæti ég verið ömurleg nuna bara þangað til að þetta dettur inn , vorum að græja jarðaförina en það er bara erfiðdrykkjan eftir :( Jóhann: Ég a þvi miður engan pening. Ekki i bankanum allavegana :/ Konan: Er ég búin að klára allt :( Jóhann: Jebb, á rétt svo 5 þúsund í pen­ ingum, ekkert í bankanum. Konan: Ókei en það er ekkert hægt að taka svona smálán ? Brot af samskiptum Jóhanns og konunnar: Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Jóhann Guðni Harðarson Upplifir mikla skömm yfir því að hafa látið glepjast af óprúttn­ um fjársvikara sem spilaði inn á góðmennsku hans. Mynd SiGtryGGur Ari „Ég var auðvelt fórnarlamb fyrir þessa konu 36 á annnarri 32 á hinni IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu ferskar sérvaldar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.