Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 12.–14. júlí 20166 Flutningaþjónusta - Kynningarblað Fjölbreyttar stærðir og sveigjanlegur leigutími „Partur af þeirri þróun að leigja hluti í stað þess að kaupa allt“ S endibílar til leigu“ er deild innan Brimborgar, þar sem mikill sveigjanleiki ríkir varðandi leigutíma og stærðir bíla. Forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, leið- ir starf deildarinnar. Hægt er að leigja sér sendibíl í allt niður í fjórar klukkustundir, sem hentar til dæm- is fólki sem hefur skipulagt flutn- inga sína vel. „Fólk er kannski búið að gera allt klárt fyrir flutning, fá vini og ættingja með, kemur hing- að til dæmis snemma á laugar- dagsmorgni, leigir sendibíl í fjórar klukkustundir og síðan er öllu lokið um hádegi,“ segir Egill. Hægt er að leigja sendibíl í fjórar klukkustundir, átta klukkustundir, einn sólarhring eða lengur. Fimm stærðir af bílum eru í boði og er miðað við flutningsrými í rúmmetr- um: 2,5 rúmmetra, 3,6 rúmmetra, 6,8 rúmmetra, 8,3 rúmmetra og 10 rúmmetra. „Þessi stærsti, 10 rúmmetra, er 5 metrar að lengd og farangursrým- ið er 3 metrar. Það er því hægt að flytja mjög langa hluti í þessum bíl, til dæmis stór sófasett,“ segir Egill. Fyrir utan búslóðaflutninga nýta margir sér þessa þjónustu þegar þeir til dæmis taka til í garðinum eða hreinsa úr bílskúrnum: „Til hvers að vera að útbía heim- ilisbílinn í einhverju drasli og fara margar ferðir þegar hægt er að leigja sendibíl, fara bara eina ferð og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þrifum á eftir,“ segir Egill en hann tel- ur að þessi starfsemi og auk- in eftirspurn eftir henni sé hluti af ákveðnum þjóðfélags- breytingum: „Þetta er partur af þeirri þróun að leigja hluti í stað þess að kaupa allt. Fólk er að átta sig sífellt betur á því að það þarf ekki að kaupa alla hluti sem það notar.“ Deildin „Sendibílar til leigu“ er jafnframt hluti af stóraukinni áherslu Brim- borgar á bílaleigu sem Egill segir að hafi byrjað strax eft- ir hrun. Rekur Brimborg Ís- landsdeildir bílaleignanna Thrifty og Dollar, sem eru bandarískar að uppruna. Í gegnum þessar leigur, sem til dæmis bandarískir ferða- menn nýta sér mikið, koma sendibílarnir sem nýtast í deildina „Sendibílar til leigu“. „Það eru nú komnir 1.100 bílar í bílaleiguflotann okkar en vöxtur- inn í bílaleigunni hefur verið 30– 50% á ári,“ segir Egill. Sendibílarn- ir til leigu eru af gerðunum Ford og Citroën og brátt bætast Peugeot- bílar í flotann þar sem Brimborg hefur nýlega tekið yfir Peugeot- umboðið. Segir Egill stefnt að því að fjölga tegundunum í framtíðinni enda er ávallt markmið að bjóða sem mesta fjölbreytni í þessari þjónustu. Á vefnum sendibilartilleigu.is er að finna ítarlegar upplýsingar um þjónustuna, verð og svo framveg- is. Þar er jafnframt hægt að panta leigu á sendibíl. n Sendibílar til leigu: Frá hægri: Egill Jóhannsson forstjóri, Sebastian Jonasz Stencel flotaumsjónar- maður, Hjörtur Jónsson flotastjóri. Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.