Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 12.–14. júlí 2016 100% NÁTTÚRULEGT, FLJÓTANDI JÁRN ÁN AUKAEFNA MAMMA VEIT BEST KYNNIR: Purelife Red Iron Purelife Red Iron er unnið úr steingerðum jarðlögum þar sem plöntur og steinefni hafa myndað einstaka járnríkan jarðveg sem droparnir eru unnir úr. Hentar barnshafandi konum Milt í magann - engin hægðatrega Öruggt og áhrifaríkt GLÚTENLAUST - GERLAUST - MJÓLKURLAUST - VEGAN Mamma veit best - Laufbrekka 30 - 200 Kópavogur mammaveitbest.is 100% NÁTTÚRULEGT, FLJÓTANDI JÁRN ÁN AUKAEFNA MAMMA VEIT BEST KYNNIR: Purelife Red Iron Purelife Red Iron er unnið úr steingerðum jarðlögum þar sem plöntur og st i efni haf myndað einstaka járnríkan jarðveg sem droparnir eru unnir úr. Hentar barnshafandi konum Milt í magann - engin hægðatrega Öruggt og áhrifaríkt GLÚTENLAUST - GERLAUST - MJÓLKURLAUST - VEGAN Mamma veit best - Laufbrekka 30 - 200 Kópavogur mammaveitbest.is MAMMA VEIT BEST KYNNIR: Purelife Red Iron 100% NÁTTÚRULEGT, FLJÓTANDI JÁRN ÁN AUKAEFNA Purelife Red Iron er unnið úr steingerðum jarðlögum þar sem plöntur og steinefni h fa myndað einstaklega járnríkan jarðveg sem droparnir eru unnir úr. • Hentar barnshafandi konum • Milt í magan - engin hægðartregða • Öruggt og áhrifaríkt GLÚTENLAUST - GERLAUST - MJÓLKURLAUST - VEGAN Hagnast um vel á annan tug milljarða á sölu lyfjafyrirtækis n Íslenskir fjárfestar selja Invent Farma fyrir meira en 30 milljarða Í slenskir lífeyrissjóðir, einkafjár­ festar, bankar og tryggingafélög hagnast samtals um vel á ann­ an tug milljarða króna við sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma. Tilkynnt var um það síð­ astliðinn föstudag að erlendir fjár­ festingasjóðir, leiddir af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Apax Partners, hefðu náð samkomulagi við hlut­ hafa Invent Farma, sem eru nánast að öllu leyti íslenskir fjárfestar, um kaup á félaginu. Samkvæmt heim­ ildum DV er allt hlutafé lyfjafyrir­ tækisins metið á rúmlega 220 millj­ ónir evra, jafnvirði um 31 milljarð íslenskra króna, í viðskiptunum. Salan á fyrirtækinu mun einnig að óbreyttu stækka gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands um að minnsta kosti 20 milljarða króna, enda þurfa íslensku fjárfestarnir að stærstum hluta að flytja gjaldeyrinn sem fæst við söluna, til landsins, samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. Var kaup­ samningurinn í liðinni viku undir­ ritaður með fyrirvara um samþykki Seðlabankans. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), stærsti einstaki hluthafi Invent Farma, mun bókfæra hjá sér um 6 milljarða hagnað vegna sölunnar – aðeins þremur árum eftir að sjóð­ urinn keypti 38% hlut í lyfjafyrirtæk­ inu fyrir tæplega 6,5 milljarða króna. Þessi mikli söluhagnaður verður til á sama tíma og evran hefur veikst um 15% gagnvart krónunni á síð­ ustu þremur árum. Eigendur FSÍ eru sem kunnugt er helstu lífeyris­ sjóðir landsins og Landsbankinn. Þá fær Friðrik Steinn Kristjánsson, stjórnarformaður og einn stofnanda Invent Farma, um 8,5 milljarða króna í sinn hlut við söluna en hann á 27,27% hlut í fyrirtækinu. Ævintýralegur hagnaður Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir for­ ystu Friðriks Steins, á lyfjaverk­ smiðju á Spáni í ársbyrjun 2005. Nam kaupverðið á félaginu mið­ að við þáverandi gengi evrunnar, sem var á þeim tíma um 80 krón­ ur fyrir hverja evru, liðlega tveir milljarðar króna, samkvæmt heim­ ildum DV, og því ljóst að Friðrik Steinn hefur hagnast ævintýra­ lega á fjárfestingu sinni í fyrirtæk­ inu. Eignarhlutur Friðriks Steins, í gegnum eignarhaldsfélagið Silfur­ berg, var lengst af um 32% en í árs­ lok 2014 keypti fjárfestingafélag í eigu hjónanna Steinunnar Jóns­ dóttur og Finns Reyrs Stefánssonar um 5% hlut af honum fyrir um millj­ arð króna. Sumarið 2013 seldu flestir þá­ verandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, sam­ tals 61% hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Ís­ lands (38%) og hins vegar Burðar­ áss eignarhaldsfélags (23%) fyrir ríf­ lega tíu milljarða króna. Var greitt fyrir hlutabréfin í krónum. Burðarás var upphaflega stofnað af Straumi fjárfestingabanka undir árslok 2012 samhliða áformum um að koma á fót framtakssjóði. Kaupin á Invent Farma, sem voru að öllu leyti fjár­ mögnuð með brúarláni frá Arion banka sem bar um 14% vexti, áttu að vera fyrsta fjárfesting Burðaráss. Þau reyndust aftur á móti þau síð­ ustu þar sem ekki tókst að ganga frá áskriftum að hlutafé í sjóðinn. Sjóvá hagnast vel Burðarás seldi því nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7% hlut, strax um ári síðar fy ­ ir 4,1 milljarð króna. Framtakssjóð­ urinn Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærst­ um hluta – samtals 16,8% hlut – í gegnum IF hlutafélag. Hlutur Horns II í því félagi er um 79% en aðrir Invent Farma selt á rúmlega 30 milljarða ÍSlenSkir hluthafar eignarhlutur framtakssjóður Íslands 38% friðrik Steinn kristjánsson 27,3% if hf. (horn og VÍS) 16,8% Snæból ehf. ( í eigu Steinunnar Jónsdóttur og finns reyrs Stefánssonar) 5% Sjóvá-almennar tryggingar 1,7% Burðarás eignarhaldsfélag (í eigu kviku) 1,3% Stjórnarformaður invent farma „Ég er stoltur af aðkomu okkar að Invent Farma og ég hef notið þess að vinna að upp- byggingu fyrirtækisins,“ segir Friðrik Steinn. framkvæmdastjóri fSÍ „Ég fagna þeim árangri sem náðst hefur í uppbyggingu Invent Farma sem er enn ein vel heppnuð fjárfesting FSÍ,“ segir Herdís Fjeldsted. hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.