Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 12.–14. júlí 2016 Kynningarblað - Flutningaþjónusta 7 KG Sendibílar: Flutningar á Akureyri og um allt land K G Sendibílar er lítið flutn- ingafyrirtæki sem þó sinnir fjölbreyttum og umfangs- miklum flutningum. Fyrir- tækið er staðsett á Akureyri og sinnir jöfnum höndum búslóða- flutningum fyrir bæjarbúa og verk- efnum fyrir fyrirtæki. KG Sendibílar annast flutninga fyrir fólk og fyrir- tæki hvert á land sem er, ef á þarf að halda, og mörg dæmi eru um að fyr- irtækið flytji til dæmis búslóðir milli Reykjavíkur og Akureyrar. KG Sendi- bílar eru í eigu feðganna Kristjáns Gunnþórssonar og Gunnþórs Krist- jánssonar og hefur verið starfandi í áratugi: „Pabbi er búinn að vera í þessu síðan 1968. Þetta er að smella í hálfa öld og hann er enn að, karl- inn, orðinn 71 árs,“ segir Gunnþór Kristjánsson en hann og faðir hans sjá um allan akstur fyrirtækisins, en bæta við afleysingabílstjórum ef þeir fara í frí: „Við erum aldrei báðir í fríi á sama tíma,“ segir Gunnþór en þeir feðgar vinna á öllum tímum, bara eftir þörfum hverju sinni: „Við erum á vaktinni allan sólarhringinn og það er ekkert heilagt í þeim efnum.“ KG Sendibílar hafa til um- ráða einn stóran vöruflutninga- bíl, kassabíl af gerðinni Mercedes Benz, með vörulyftu, og síðan sendibíl. Vegna vaxandi umsvifa stefna þeir á að kaupa þriðja bílinn og ráða bílstjóra. Sem fyrr segir sinna KG Sendi- bílar margvíslegri þjónustu fyrir fyrirtæki auk búslóðaflutninga og annarrar flutningaþjónustu fyrir heimili og einstaklinga: „Við dreifum til dæmi græn- meti fyrir Mata í alla skóla og leik- skóla á Akureyri og á veitingastaði í bænum. Í grænmetisflutningana notum við sendibílinn. Síðan not- um við kassabílinn og vörulyftuna í þjónustu við Eimskip á Akureyri sem við dreifum vörum fyrir. Enn fremur dreifum við öllu fyrir Svefn og heilsu Akureyri, Húsgagnahöll- ina á Akureyri og Rúmfatalagerinn Akureyri,“ segir Gunnþór. KG Sendibílar sinna öllum beiðnum um flutninga þrátt fyr- ir annir og þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu fyrirtækisins, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, geta haft samband í síma 892 3033 eða sent fyrirspurn á net- fangið kgsendibilar@internet.is n Geymsluleiga á hagstæðu verði Þ að færist sífellt í vöxt að fólk geymi hluta af sínum eigum í geymslum utan heimilisins en breytt þjóð- félagsþróun hefur auk- ið mjög þörfina fyrir geymslu- pláss. „Geymslur til leigu“ er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur yfir að ráða 300 geymsluplássum í nokkrum stærðum og þar er hægt að geyma eigur sínar til skemmri og lengri tíma á hagstæðu verði. Einn eigandi fyrirtækisins er Sigurð- ur Kiernan og segir hann í samtali við DV að ástæðurnar fyrir aukna geymsluþörf séu nokkrar: „Krafa er um meiri sveigjan- leika á geymslustærð en þeirri sem fylgir íbúðum. Fólk á fleiri hluti en áður og geymslur sem fylgja hús- næði duga oft ekki til. Því er betri kostur að taka hentuga geymslu á leigu þegar þörf er á en að fjárfesta í stærra íbúðarhúsnæði. Einnig er hagstæðara að taka geymslurými á leigu en að nota dýrmæta íbúðar- fermetra undir geymslu á hlutum sem sjaldan eru í notkun.“ Um helmingur af viðskipta- vinum Sigurðar eru með geymsl- ur í langtímaleigu og geta þeir viðskiptavinir fært sig á milli geymslustærða ef þörfin breytist en reynt er að koma til móts við þarfir viðskiptavina eins og hægt er. „Flestir viðskiptavinir fyrirtæk- isins eru einstaklingar en fyrir- tæki hafa einnig uppgötvað þann sveigjanleika og þægindi sem fólgin eru í því að geta geymt lager eða bókhaldsgögn og önnur skjöl, sem sjaldan þarf að fletta upp í, hjá okkur. Þeir viðskiptavinir sem eru í skammtímaleigu eru flestir einstaklingar sem eru að losa hús- næði og þurfa að geyma búslóð tímabundið með hagkvæmum og þægilegum hætti. Viðskiptavin- ir okkar hafa aðgangskóða að hús- inu og geta komist í geymslur sín- ar hvenær sem er sólarhrings sem er mikill kostur þar sem þarfir hvers og eins eru mismunandi,“ segir Sig- urður. „Geymslur til leigu“ bjóða upp á geymslur af mismunandi stærð- um, þær minnstu eru 1,5 fermetr- ar og þær stærstu 10 fermetrar en sú stærð getur tekið við búslóð úr 4 herbergja íbúð. Lofthæðin í öll- um geymslunum er um 2,7 metr- ar. Leiga á geymslu kostar frá 7.490 krónum á mánuði en langtímaleiga getur verið mjög hagstæð því ef eitt ár er staðgreitt er veittur 20% af- sláttur af verði. Geymslurnar eru staðsettar að Smiðjuvegi 4, græn gata, og segir Sigurður þá staðsetningu vera hag- stæða fyrir marga: „Mörgum finnst gott að hafa sín- ar geymslur nálægt sér og Smiðju- vegurinn er nokkuð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti viðskiptavinanna eru líka búsett- ir í Kópavogi, austurbæ Reykjavík- ur, Breiðholti eða Garðabæ, þó að vissulega sé hér líka fólk úr öðrum hverfum með geymslu í leigu, og jafnvel fólk af landsbyggðinni.“ Við víkjum aftur talinu að þeim þjóðfélagsbreytingum sem valda þessari auknu þörf fyrir geymslu- pláss utan heimilisins og Sigurð- ur fer aðeins dýpra ofan í það við- fangsefni: „Ein skýringin er sú að fólk er að verða sjálfstæðara, ekki eins háð ættingjum og ekki sjálfgefið að maður geti geymt búslóð eða hluta af eignum sínum í til dæmis for- eldrahúsum. Enn fremur er meiri hraði og meiri hreyfing á þjóðfé- laginu. Einnig ef fólk fer til dæmis í nám eða tímabundna vinnu er- lendis þá þarf að koma búslóðinni fyrir. Meiri hreyfing á fólki skapar aukna þörf fyrir geymsluþjónustu.“ Nákvæmar upplýsingar um verð, leigutíma og stærðir er á finna á heimasíðu fyrirtækisins, geymslurtilleigu.is. Þar er einnig hægt að bóka geymslupláss. Einnig er gott að hafa samband í síma 414 3000 með fyrirspurnir. n Geymslur til leigu: Þjónusta sem mætir breyttri þjóðfélagsþróun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.