Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 13
Vikublað 12.–14. júlí 2016 Fréttir 13 eigendur eru tveir hlutabréfasjóð- ir í rekstri Landsbréfa og trygginga- félagið VÍS. Samkvæmt ársreikningi IF var tæplega 17% hlutur félagsins í Invent Farma keyptur á 3,18 millj- arða og mun félagið því hagnast um liðlega tvo milljarða við söluna núna til Apax Partners. Fleiri íslenskir fjárfestar munu njóta góðs af sölunni en þannig á tryggingafélagið Sjóvá 1,7% hlut í Invent Farma, sem fyrirtækið eign- aðist af Burðarási í árslok 2014 fyr- ir um 320 milljónir króna. Mið- að við að kaupverðið á öllu hlutafé spænska lyfjafyrirtækisins er um 31 milljarður króna þá fær Sjóvá, sem er skráð í Kauphöll Íslands, tæp- lega 530 milljónir króna í sinn hlut við söluna. Bókfærður söluhagn- aður tryggingafélagsins ætti því að vera ríflega 200 milljónir króna. Þá mun 1,34% hlutur Burðaráss eignarhaldsfélags, sem er í eigu Kviku, skila fjárfestingabankanum ríflega 400 milljónum en sé horft til þess að eignarhluturinn er bók- færður á 252 milljónir króna þá mun hagnaður bankans af sölunni nema um 150 milljónum króna. Ekki eining um kaupin Söluferlið á Invent Farma hófst á síðasta ári þegar ákveðið var að ráða fjárfestingabankann Jefferies til að kanna mögulegan áhuga fjárfesta á félaginu. Samkvæmd heimildum DV skiluðu fimm aðilar til að byrja með tilboðum í félagið en á síðari stigum söluferlisins voru fjárfestahóparnir orðnir þrír talsins. Eftir söluna á In- vent Farma verður Icelandic Group eina fyrirtækið sem Framtakssjóður Íslands á enn eignarhlut í. Þrátt fyrir að ákvörðun FSÍ um að fjárfesta í In- vent Farma hafi reynst farsæl – sjóð- urinn fær um tólf milljarða í sinn hlut við söluna, sem þýðir bókfærð- an hagnað upp á tæplega 6 millj- arða – þá var alls ekki eining um það á meðal hluthafa að ráðast í kaupin á sínum tíma. Töldu sumir að með þeim væri verið að fara á svig við til- ganginn með stofnun sjóðsins eftir hrun fjármálakerfisins 2008 sem var að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. In- vent Farma er hins vegar erlent fé- lag enda þótt eigendur þess hafi ver- ið íslenskir. Auk þess að uppskera ríkulega af fjárfestingu sinni þegar kaup- in ganga endanlega í gegn þá ber einnig að horfa til þess að íslenskir hluthafar Invent Farma hafa feng- ið greiddan arð úr félaginu á liðn- um árum. Frá árinu 2010 hefur stjórn félagsins þannig greitt hlut- höfum samtals um 22,5 milljónir evra í arð, eða sem nemur 3,1 millj- arði króna á núverandi gengi. Ekki var greiddur út arður vegna rekstr- arársins 2015 en síðasta arðgreiðsla fór fram í október 2014 þegar hlut- hafar fengu samtals 4,45 milljón- ir evra í sinn hlut. Fyrir utan ríflega 91% hlut sem er í eigu íslenskra fjár- festa þá eiga ýmsir erlendir stjórn- endur Invent Farma um 5% hlut í félaginu en samkvæmt heimildum DV er óljóst hvort þeir kjósi að selja eitthvað af sínum hlutabréfum sam- hliða því að nýir eigendur koma að rekstrinum. n Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 Hagnast um vel á annan tug milljarða á sölu lyfjafyrirtækis n Söluhagnaður FSÍ nærri 6 milljarðar Hagnaður tvöfaldaðist á milli ára Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni með heildar- veltu upp á tæplega 100 milljónir evra. Félagið markaðssetur og selur samheitalyf undir eigin vörumerkjum á Spáni, en selur lyf og virk lyfjaefni í heildsölu til fyrirtækja á öðrum mörkuðum. Spánn er stærsti markaður félagsins fyrir samheitalyf en Japan og Banda- ríkin í virkum lyfjaefnum. Rekstur félagsins hefur gengið afar vel á síðustu árum og á árinu 2015 meira en tvöfaldaðist hagnaður Invent Farma frá fyrra ári og nam samtals 18,2 milljónum evra. Þá var EBITDA-hagnaður lyfjafyrirtækisins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – tæplega 30 milljónir evra á síðasta ári og hefur hann aukist um liðlega 12 milljónir evra frá árslokum 2013. Skömmu eftir að nýir eigendur komu inn í hluthafahóp Invent Farma á árunum 2013 og 2014 var ráðist í það verkefni að endurfjármagna skuldir samstæðunnar. Í desember 2014 var lánasamningum félagsins við Arion banka, samtals að fjárhæð 45 milljónir evra, sagt upp og samtímis gert samkomulag um sambankalán við spænsku bankana BBVA og Banco Sabadell. Sú fjármögnun var á umtalsvert betri kjörum, eða sem nemur 175–200 punkta vaxtaálagi ofan á Euribor-millibankavexti, borið saman við 425 punkta vaxtaálag hjá Arion banka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.