Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 12.–14. júlí 201622 Menning Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð Úr listheiminum n Sala á tónlist í Bandaríkjun- um á fyrri helmingi ársins er sú versta í 25 ár, eða frá því að fyr- irtækið Soundscan hóf mæl- ingar á öllum útgáfuformum árið 1991. Sala á geisladisk- um og plötum á stafrænu formi minnkaði umtalsvert, en sala vínylplatna jókst lítillega. Mesta aukningin fólst þó í notk- un á streymisþjónustum, og streymdu tónlistarunnendur 58,7 prósent meiri tónlist heldur en á fyrri hluta árs. n Hinn margverðlaunaði og virti íranski kvikmyndagerðar- maður, Abbas Kiarostami, lést úr krabbameini í upphafi síð- ustu viku, 76 ára að aldri. Hann var ein sterkasta röddin í íranskri kvik- myndagerð eft- ir íslömsku byltinguna og kom Íran á landakort kvikmynda- heimsins þegar hann hlaut gullpálmann, aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cann- es árið 1997, fyrir kvikmynd sína Taste of the Cherry. Síðasta mynd leikstjórans kom út árið 2012. n Snjallsímatölvuleikurinn Pokémon Go, sem kom út í síð- ustu viku, á 20 ára afmæli fyr- irtækisins, virðist ætla að verða algjör bylting í tölvuleikjum, en símaeigendur þurfa að ferðast um í raunheimum til að leita uppi Pokémon-verur og fanga þær með símanum. Leikurinn, sem er ókeypis, fór beint á topp- inn í App-verslunum, en hægt er að kaupa ýmsan aukabúnað, svo sem GPS-staðsetningartæki, sem lætur spilarann vita hvenær hann er í nágrenni við Poké- mon. Aðeins tveimur dögum eftir útgáfu leiksins hafa notend- ur verið beðnir um að halda sig frá lögreglustöð í Northern Ter- ritory í Ástralíu, en þar leyndist Pokémon-vera sem margir spilarar vildu fanga. Sex listamenn velta fyrir sér nautninni í sýningu á Akureyri og í Hveragerði S ex myndlistarmenn fást á ólíkan hátt við hugmyndir um nautn og hlutverk henn- ar í tilveru nútímamannsins í sýningu sem var opnuð á Ak- ureyri í júní. Sýningin er samstarfs- verkefni Listasafnsins á Akureyri og Listasafns Árnesinga í Hveragerði, en þar verður hún opnuð síðar á árinu. DV fékk Hlyn Hallsson, safnstjóra og annan sýningarstjóra sýningar- innar, til að leiðbeina lesendum um Nautn – Conspiracy of pleasure. Nautn sem verður að fíkn „Nautn er mjög fjölþætt hugtak. Nautn getur verið andleg eða líkam- leg, og hver og einn upplifir hana á sinn hátt. Nautnirnar eru því jafn ólíkar og manneskjurnar sem upplifa þær,“ segir Hlynur. „Listamennirnir eru líka mikið að velta fyrir sér hvenær nautnin verð- ur að óeðli. Nautnin að njóta matar er eitt það fyrsta sem manni dettur í hug. Það sem einum finnst mjög gott í mat og leyfir sér finnst öðrum viðbjóður, til dæmis steiktir sniglar eða eitthvað. En það er líka spurn- ing hvenær nautnin að setjast nið- ur að borða góðan mat verður að fíkn og fólk hættir að geta stoppað sig af, þetta er líka þekkt varðandi kynlífsnautn,“ segir Hlynur og bend- ir á hvernig Birgir Sigurðsson skoðar mörkin milli matarnautnar og átfíkn- ar í einu verka sinna. „Jóhann Ludwig Torfason velt- ir svipuðum spurningum fyrir sér í tengslum við húmor. Hvenær er nautnin að skemmta sér farin yfir strikið, hvernig er hægt að tak- ast á við ýmis tabú með húmorinn að vopni og hvað má maður segja? Svörin eru auðvitað persónubund- in, þannig taka sumir andköf þegar þeir lesa textana í verkum hans, öðr- um finnst þetta bara fyndið eða ekk- ert tiltökumál,“ útskýrir hann. „Eygló Harðardóttir er svo að vinna meira á tilfinningalegum nót- um, um efni og áferð, hér er það nautnin að meðhöndla efni, nautnin að snerta eitthvað og það hvernig það birtist okkur. Hún er líka að velta fyr- ir sér fegurðinni í afgöngunum, í því sem er ofaukið og því sem hefur verið hent. Maður sér yfirleitt ekki fegurð í því, en ef maður skoðar það nánar er hægt að upplifa einhverja nautn í því líka. Helgi Hjaltalín er svo á allt öðr- um og samfélagslegri nótum. Í verk- um sínum veltir hann fyrir sér hvern- ig það sem er göfugt markmið, eða nautn, fyrir einn einstakling geta aðr- ir séð sem hryðjuverk, óeðli eða eitt- hvað slíkt.“ Hneykslaðir Bandaríkjamenn Hlynur segir myndlistina vera hent- uga til að fást við margrætt fyrirbæri á borð við nautn, enda séu myndir og myndlistarverk opin fyrir ótal ólíkum túlkunarmöguleikum. Eins og nautn- „Hér er það nautn- in að meðhöndla efni, nautnin að snerta eitthvað og það hvernig það birtist okkur. Happy horny monsters eftir Guðnýju Kristmannsdóttur „Guðný hefur mikið verið að velta fyrir sér kynferðislegri nautn, frjósemi og öðru tengdu því. Þessar kanínumyndir eru unnar á mjög hráan hátt, ein myndin máluð á plast sem er strengt beint á blindramma og hin unnin á ómálaðan striga. Mörgum finnst þessi verk svolítið gróf, kannski vegna þess að það sjást sköpin á kanínunni. Kanínur eru dýr sem okkur þykir yfirleitt lítil, sæt og mjúk. Það er hins vegar oft talað um að „fjölga sér eins og kanínur“ og kanínur hafa verið notaðar í kynlífsiðnaðinum sem tákn fyrir einhvers konar nautn, Playboy-kanínan er til að mynda orðin að sérstöku vörumerki. Í þessum málverkum er ein kanínan hangandi uppi á annarri löppinni, svolítið eins og á kjötmarkaði, og í augum hinnar er eitthvað geðveikislegt. Mér finnst ákveðin fegurð í þessum verkum en líka eitthvað ógnvænlegt.“ Á mörkum nautnar og óeðlis MyNd daNíel StarraSoN MyNd daNíel StarraSoN leiðsögn Hlynur Hallsson er sýn- ingarstjóri Nautn – Conspiracy of pleasure ásamt Ingu Jónsdóttur, safnstjóra Listasafns Árnesinga. MyNd daNíel StarraSoN Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.