Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 29
Vikublað 12.–14. júlí 2016 Lífsstíll 21 Rauðarárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18 uppbod.is Louisa Matthíasdóttir Jóhannes S. Kjarval Kristján Davíðsson Sumarperlur Vefuppboð nr. 228 Einstakar perlur eftir íslenska myndlistarmenn Uppboðinu lýkur 13. júlí PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler Útsala Afsláttur f umgjörðum 20-80% Grillsalat með kjöti og kóríander Samsetning sem getur ekki klikkað S alöt eru eins og ljóð – í þeim er rými fyrir endalausa sköp- unargleði, og þau eru jafn- misjöfn og þau eru mörg. Ég hef lengi verið hrifin af grilluðum ávöxtum í salati – allar götur síðan ég lærði að gera gómsætt steinseljusalat með grilluðum ferskj- um, halloumi-osti og marokkósk- um kryddum. Það má segja að sal- atið sem ég kynni nú til sögunnar sé óskilgetið afkvæmi þess – þó að það sé með allt öðru innihaldi og asísku ívafi. Samspil ólíkra þátta er þó æði svipað – hér er ferskleikinn í salati, tómötum og kryddjurtum, súrsætt bragð kemur frá grilluðu ávöxtun- um og seltan frá ostinum. Salatið er svo kórónað með dýrindis nauta- kjöti, framfillé, sem ég sótti til pilt- anna í Kjöti & fiski á Bergstaðastræti og skellti á grillið. n Salat fyrir fjóra Grænmetið: Iceberg-salat – 1 höfuð Cherry-tómatar – 1 askja Vænt knippi af ferskum kóríander n Skerið salat og tómata. Klippið kóríander niður og setjið allra síðast á salatið áður en það er borið fram. Á grillið: 5 apríkósur, skornar í helminga 1 pera, skorin í fleyga 1 Halloumi-ostur – skorinn í sneiðar Nautaframfillé – um 500 g n Setjið ávextina saman í skál og hellið slettu af ólífuolíu yfir. Grillið þar til ávextirnir hafa mýkst og fengið fallegar grillrendur. n Grillið ostinn báðum megin þar til grillrendur eru vel sjáanlegar. Skerið í bita og látið kólna lítillega áður en þeir eru settir út í salatið. n Nuddið kjötið með 1 msk. Worche- stershiresósu og 2 msk. ólífuolíu. Þerr- ið mestu bleytuna af. Piprið vel með svörtum pipar og saltið. Grillið við háan hita í 3 mínútur á hvorri hlið. Færið kjötið á efri grind grillsins, eða í minni hita, og grillið í 5 mínútur í viðbót. Látið kjötið sitja á bretti í 10 mínútur áður en það er skorið í þunnar sneiðar.“ Sósan 5 msk. rapsolía 1 msk. sesamolía 5 msk. sojasósa 4 msk. hrísgrónaedik 3 msk. púðursykur 1 stk. hvítlauksrif 2,5 cm bútur engifer 1 msk. maísmjöl 2 msk. vatn n Sjóðið allt innihald, nema maísmjöl og vatn, saman í potti við miðlungs- háan hita. Hrærið saman maísmjöl og vatn og hellið út í blönduna til að þykkja. Kælið áður en sósunni er hellt yfir salatið. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Tilbúið! Salatið er fallegt á grunnum diski eða fati. Komið á diskinn Salat eins og þetta er frábær mál- tíð á björtu sumarkvöldi. MyNdIR RaGNHEIðuR EIRíKSdóTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.