Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 31
Vikublað 12.–14. júlí 2016 Menning 23 OrkupOkinn Allt sem þú þArft HOll Og góð OrkA Er bíllinn klár fyrir sumarið? Við einföldum líf bíleigandans Ferðabox Reiðhjóla- grindur Þverslár Running made easy eftir Helga Hjaltalín Eyjólfsson „Hér hefur Helgi útbúið ljósaborð, sem gæti verið vinnuborð skiltagerðarmannsins eða eitthvað slíkt. Þetta eru falleg skilti í „retro“-stíl, sem minna á bílamerkingar eða eitt- hvað svoleiðis. Þegar maður fer að skoða hvaða orð skiltin innihalda sér maður að þetta eru ensk uppnefni á ýmsum þjóðfélagshópum: „Paki“, „Redneck“ og svo framvegis. Sum orðin eru algengari en önnur, sum er eðlilegt að segja í ákveðnu samhengi á meðan þau eru algjör bannorð í öðrum. Það er kannski ekki augljós tenging við nautn í þessu verki, en það getur kannski falist ákveðin nautn í því að gera falleg skilti, að gera hlutina eins fallega og vel og maður getur. Í auglýsingaiðnaðinum er fólk að vinna vinnuna sína eins vel og það getur, en getur einnig oft verið að bera út boðskap sem er viðbjóður. Það er hægt að yfirfæra þetta á margt. Þú færð nautn út úr því að gera eitthvað fallegt en síðan ertu í raun að hanna kjarnorkusprengju eða útrýmingarbúðir.“ Torso, eða flugvéla- teikningar eftir Önnu Hallin „Torso, eða flugvélateikningar, eru skúlptúrar úr steinleir og glerungum. Leirinn er brenndur tvisvar og þar með nær lista- konan fram mismunandi áferð, glansandi og grófari. Hún verður nánast eins og húð eða eitthvað svoleiðis. Sumir halda kannski að þetta hafi mistekist, þetta sé sprungið og hrjúft, en þetta eru áhrif sem hún vill ná fram. Maður getur séð geirvörtur, varir, eða önnur nautnarleg form í þessum skúlptúrum. Þannig getur manni þótt þetta mjög fallegt en síðan getur manni líka þótt þetta óhugnanlegt, því þetta gæti minnt mann á einhvers konar ofvöxt, eða afmyndaða líkams- parta. Þetta gætu verið sveppir eða veirusýking, sem hefur verið stækkuð upp. Þá er þetta alls ekki nautn heldur eitthvað skrýtið og óeðlilegt.“ Á mörkum nautnar og óeðlis in sjálf hefur bakgrunnur áhorfand- ans – samfélagslegur, menningarleg- ur og trúarlegur – afgerandi áhrif á hvernig hann upplifir verkið. „Hingað hafa komið inn Banda- ríkjamenn sem hafa sopið hveljur yfir verkum Helga, þar sem þeim hef- ur fundist hann hafa verið að upp- hefja hryðjuverkamenn ISIS. Hann er alls ekki að gera það, en hann er að spila inn á það hvernig við lítum á hetjur og hvernig þær koma fyr- ir í fjölmiðlum. Það hefur líka kom- ið fólk sem hefur fundist þetta alveg rosalega ljótar myndir og spurt hvort þetta sé ekki bannað börnum. En það er skemmtilegt að segja frá því að börn eru sjaldnast viðkvæm fyr- ir þessu, til dæmis fyrir Kúk-og-piss- slönguspilinu eftir Jóhann, þar sem pissubuna og rosaleg kúkaslumma koma í staðinn fyrir stiga og slöngur. Annaðhvort finnst krökkunum þetta mjög fyndið – kúkur og piss! – eða þau pæla bara ekkert í því. Afstaða okkar og viðhorf eru mótuð einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er auðvitað eitt af stóru viðfangsefnunum í sýn- ingunni: hver er það sem mótar okk- ur og hvernig sjáum við heiminn?“ n Mynd daníel StarraSon Geneviéve Elverum fallin frá Listakonan á bakvið Woelv og Ô Paon látin aðeins 35 ára gömul K anadíska tónlistarkonan og teiknimyndasagnagerðar- konan Geneviéve Elverum er látin, 35 ára að aldri. Hún lést laugardaginn 9. júlí eftir baráttu við krabbamein í briskirtli. Geneviéve gaf út tónlist undir nöfnunum Woelv og Ô Paon, en hún lék á sjö tónleikum á Íslandi árin 2005 og 2006. Þá sýndi hún teiknimyndir sínar á sýningunni Níunni í Listasafni Reykjavíkur. Hún lætur eftir sig eiginmann og ársgamalt barn. Eiginmaður henn- ar, bandaríski tónlistarmaðurinn Phil Elverum, sem hefur gefið út tón- list undir nöfnunum The Micropho- nes og Mount Eerie, sendi frá sér til- kynningu á sunnudag þar sem hann þakkaði stuðninginn, en aðdáend- ur og vinir hjónanna höfðu lagt lóð á vogarskálarnar eftir að ljóst varð að veikindin væru að sliga fjölskylduna fjárhagslega. n kristjan@dv.is afkasta- mikil listakona Geneviéve Elverum var afkastamikil tónlistarkona og teikni- myndasagna- skáld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.